Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 36
Hafliði Helgason skrifar Allt stefnir í að farþegar um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar verði 1,8 milljónir í ár, en þeir voru 460 þúsund þegar skóflustunga var tekin að flugstöðinni árið 1983. Áætlanir gera ráð fyrir að farþeg- ar verði 3,2 milljónir árið 2015. Í gær voru kynntar áætlanir um stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar á næstu árum og á að hraða framkvæmdum eins og kostur er. Stækkunin er til að bregðast við sívaxandi farþega- fjölda næstu ára. Sjálft athafnarýmið til verslun- ar og þjónustu við farþega stækk- ar mikið. Þjónusta við farþega verður stóraukin og bætt með ýmsu móti. Nýr tæknibúnaður eykur afkastagetu flugstöðvar- innar, ekki síst á það við um öflugt farangursflokkunarkerfi sem sett verður upp og tekið í notkun árið 2007. Flugstöðvarbyggingin verður stækkuð til suðurs og skipulagi fyrstu og annarrar hæðar jafn- framt breytt svo mikið að líkja má við umbyltingu. Framkvæmd- ir sem eru þegar hafnar verða í tveimur áföngum og er áætlað að þeim ljúki vorið 2007. Höskuldur Ásgeirsson, for- stjóri flugstöðvarinnar, segir ný- bygginguna eiga að duga til árs- ins 2015. „Við vitum að það geta alltaf verið frávik í svona spám og fylgjumst við með þróuninni.“ Farþegum hefur fjölgað um fimmtíu prósent frá árinu 2002. Þegar hefur verið fjárfest í stækkun fyrir tvo milljarða króna, en gert er ráð fyrir að fimm milljarðar fari í verkið til viðbótar að meðtöldum búnaði. Í nýrri byggingu verður fullkom- inn flokkunarbúnaður fyrir farangur. Höskuldur segir að þegar í svo stóra framkvæmd sé ráðist fari ekki hjá því að röskun verði á starfseminni. Þegar næsta fimmtudag verður inngangur brottfararfarþega færður. Áætl- að er að fyrsta áfanga ljúki í upp- hafi næsta sumars. Eftir stækkun verður heildar- stærð flugstövarinnar 55 þúsund fermetrar. Gert er ráð fyrir að breytingarnar hafi í för með sér fjölgun verslana um tíu til tólf og að þær fyrstu taki til starfa vorið 2006. Vika Frá áramótum Actavis Group 3% 27% Bakkavör Group 5% 105% Flaga Group 1% -19% FL Group 5% 64% Grandi 1% 18% Íslandsbanki 4% 50% Jarðboranir -2% 19% Kaupþing Bank 3% 50% Kögun 2% 29% Landsbankinn 3% 96% Marel 2% 33% SÍF -1% -15% Straumur 1% 62% Össur 2% 46% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Sjö milljarða stækkun mætir farþegafjölgun Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þær munu kosta sjö milljarða og áætlað að þeim ljúki vorið 2007. Gert er ráð fyrir að far- þegar verði 3,2 milljónir árið 2015. Sænski skuldabréfamarkaðurinn er að nokkru leyti seljanlegri en sá íslenski segir í sérefni sem greiningardeild KB banka sendi frá sér í gær. Munurinn á seljan- leikanum er þó ekki mikill í til- viki verðtryggða markaðarins að mati starfsmanna greiningardeild- arinnar en heldur meiri ef litið er til óverðtryggða markaðarins. „Seljanleiki á íslenskum s k u l d a - bréfamarkaði hefur aukist mikið á undanförnum árum. Markaður- inn hefur stækkað í kjölfar auk- innar útgáfu verðtryggðra bréfa auk þess sem umbætur hafa átt sér stað á markaðinum sem stuðl- að hafa að auknum seljanleika,“ segir í grein KB banka. Þetta skipti miklu máli til dæmis fyrir erlenda fjárfesta sem vilja ekki lokast inni á íslenska skuldabréfamarkaðnum. – bg Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, er í 22. sæti á nýjum lista Financial News yfir hundrað rísandi stjörnur. Listinn var birtur samhliða lista tíma- ritsins yfir 100 áhrifamestu ein- staklinga á evrópskum fjár- magnsmörkuðum. Listinn gerir grein fyrir þeim aðilum undir fertugu sem tímaritið telur lík- legt að muni verma FN100 í framtíðinni. Financial News leit til fjög- urra þátta við val og uppröðun á listann. Hvað menn höfðu áorkað í starfi, hver hafði leiðbeint þeim að komast þangað, hvaða auðlind- ir viðkomandi höfðu til umráða og hversu líklegt þætti að þeir kæmust á FN100 listann. Heild- artölunni var svo deilt með aldri viðkomandi og sætið þannig fundið út miðað við hversu hratt er þotið upp metorðastigann. - hhs Stjórnendur Fiskmarkaðar Ís- lands óttast framtíð fiskmarkaða vegna mikils flutnings veiði- heimilda yfir á færri hendur. „Það hefur verið mikil sala bæði í krókaaflamarki og afla- marki. Kvótinn hefur hækkað um 50 prósent á einu ári á sama tíma og fiskverð hefur lækkað eins og sést á uppgjörum okkar. Margir einyrkjar, sem selja á markaðina, hafa verið að yfirgefa greinina en þeir sem hafa verið að kaupa heimildirnar hafa að mestu verið stórar útgerðir. Þetta er slæmt fyrir fiskmarkaðina og þá sem þurfa að byggja sína hráefnisöfl- un á kaupum á fiskmörkuðum,“ segir Tryggvi Leifur Óttarsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands. Samþjöppun á aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu, það er „litla kerfinu“, er að þróast á sama veg og hefur verið um langt skeið í stóra kerfinu – aflamarks- kerfinu. Framboð afla á fisk- markaði hefur þar af leiðandi minnkað, enda kjósa margir þessara kaupenda að verka sinn fisk sjálfir í stað þess að selja hann á markaði. „Í sjálfu sér erum við uggandi yfir þessari þróun því hún er al- varleg. En við ætlum ekki að leggja árar í bát og gefast upp. Við verðum þá bara að finna okk- ur eitthvað annað að gera ef við fáum minna af fiski í sölu.“ - eþa Óttast framtíð fiskmarkaða Framboð afla minnkar vegna flutnings kvóta á færri hendur. Seljanlegri skuldabréf Hreiðar rísandi stjarna Forstjóri KB banka álitinn áhrifamikill á evrópskum fjármálamarkaði. „Því miður fellur Ísland í þann flokk ríkja sem hafa gert fáa tví- sköttunarsamninga við önnur ríki þó þeir séu á þriðja tug,“ seg- ir í riti sem Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman og er unnið af Jóni Elvari Guðmundssyni. „Enn hefur ekki tekist að gera tvísköttunarsamninga við öll ríki ESB og gildir samningar eru 23. Ríki sem hafa staðið sig vel í þessum efnum hafa gert um eða yfir eitt hundrað tvísköttunar- samninga. Því er lagt til að áhersla á gerð tvísköttunarsamn- inga verði aukin, sérstökum starfsmönnum í stjórnkerfinu falið að vinna eingöngu í því og að samráð verði haft við aðila úr atvinnulífinu við undirbúning og gerð slíkra samninga,“ segir í greininni. – bg FRAMTÍÐ Í FLUGSTÖÐINNI Farþegum hefur fjölgað um helming frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljónir farþega fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári og þeim fjölgi í 3,2 milljónir til ársins 2015. Sóst eftir Low&Bonar Magnús Jónsson, forstjóri At- orku Group, vill ekki tjá sig um það hvort Atorka eigi í viðræðum við stjórn Low & Bonar um yfir- töku á því. Stjórn Low & Bonar greindi frá því í síðustu viku að ónefndur aðili hefði sett sig í samband við hana og lýst yfir áhuga á að eignast félagið. Félagið hefur hækkað um tæp 20 prósent á einum mánuði. Atorka á um fimmtungshlut í breska fyrirtækinu sem sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á gólfefnum, garni og vefnaði. Low & Bonar er með höfuðstöðvar í London en rekur dótturfélög víðs vegar um heiminn. - eþa HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FOR- STJÓRI KB BANKA Er á lista Financial News yfir rísandi stjörnur á evrópskum fjár- magnsmarkaði. Fáir samningar um tvísköttun Gildir tvísköttunarsamningar við önnur ríki eru 23. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Það er á höndum fjármálaráðuneytisins að gera tvísköttunar- samninga við önnur lönd. ERLENDAR FJÁRFESTING- AR Seljanleiki skiptir máli til að fá erlent fjármagn inn í landið. Davíð Oddsson seðla- bankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs á mánudaginn það vera sitt mat að stjórnend- um Seðlabankans væri ekki síst borgað fyrir að gefa áhættu- þáttum efnahagslífs- ins gaum. Það væri fullkomlega eðlilegt að framsæknir bankar í örum vexti, sem skynjuðu að hinn smái íslenski markaður þrengdi að þeim, leituðu allfast eftir erlendu fjár- magni í viðleitni sinni til útrásar og ábata. Innri styrkur banka- kerfisins væri í góðu horfi. „En vandinn er bara sá, að það er ekki endilega öruggt að á hverjum tíma ráði þessar mikil- vægu forsendur einar ferðinni. Það gera þær eingöngu meðan allt er með felldu á markaðnum. En mark- aðurinn getur verið kvikur, ekki síst þegar ójafnvægi ríkir í heims- búskapnum,“ sagði Davíð. Sem dæmi nefndi Davíð að sparnaður væri í lágmarki í Bandaríkjunum, fjár- lagahalli mikill og við- skiptahalli slægi ný met. Evrópa hefði ekki enn náð sér á strik og nýleg vaxtahækk- un evrópska seðlabankans hefði verið gagnrýnd. „Allir þessir þættir í um- hverfi okkar kalla á eðlilega var- færni, ekki síst þegar útgáfa skuldabréfa íslenskra fjármála- stofnana hefur vaxið svo hratt og orðið svo fyrirferðarmikil á markaði.“ – bg Aðstæður kalla á varfærni Seðlabankastjóri hvetur fjármálastofnanir til að fara varlega. Markaðurinn geti verið kvikur. SEÐLABANKASTJÓRI Davíð Oddsson gefur áhættuþáttum efnahags- lífsins gaum. 02_03_Markadur hálfl 6.12.2005 15:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.