Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 44
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar
Seðlabankans, bað menn á fundi Viðskipta-
ráðs á mánudaginn að gá að því að hækkun
stýrivaxta um 0,75 prósentur væri undan-
tekning en ekki regla. Hækk-
un vaxta um 0,25 prósentur á
eftir 0,25 prósentu hækkun
væri ekki mikil. Hins vegar
væri 0,25 prósentu hækkun í
beinu framhaldi á 0,75 pró-
sentu hækkun ekki lítil. Menn
verða að skoða þetta allt sam-
an í samhengi,“ sagði Davíð.
Viðmælendur Markaðar-
ins telja að Seðlabankinn hafi
ekki breytt um stefnu og
horfið frá verðbólgumark-
miðum sínum þrátt fyrir að
hækkun stýrivaxta væri ekki
jafn mikil og margir spáðu.
Þetta hafi verið ákveðin
málamiðlun milli ólíkra sjón-
armiða. Þar togast á viðhorf
þeirra sem horfa eingöngu á
þróun verðbólgunnar, eins og
Seðlabankanum ber að gera
samkvæmt lögum, og hinna
sem vilja huga samhliða að
pólitískum hagsmunum. Það
eru þá helst hagsmunir stjórnmálamanna
sem þurfa að svara fyrir stjórn efnahagsmála
gagnvart kjósendum sínum.
Til að sætta þessi sjónarmið hefur Davíð
Oddsson ákveðið að hækka vexti einungis um
0,25 prósentur í þessari atrennu. Standa
stýrivextirnir nú í 10,5 prósentum. Um leið
boðar hann að sex formlegir vaxtaákvörðun-
ardagar verði teknir upp þar sem Seðlabank-
inn þurfi að rökstyðja óbreytta stýrivexti,
hækkun þeirra eða lækkun. Það gerist næst
26. janúar. Sú ákvörðun hefur mælst vel fyrir
og eykur gagnsæi í stjórnun bankans.
Er það skoðun þeirra sem Markaðurinn
ræddi við að vextir verði hækkaðir næstu
mánuðina í smáum skömmtun þangað til há-
markinu er náð. Þeir fari samt ekki langt yfir
11 prósent á næsta ári áður og haldist lengur
háir en áður var spáð.
Mikilvægt er að þessar vaxtahækkanir
skili árangri og dragi úr eftirspurn á mark-
aðnum og slái á verðbólgu. Til þess þurfa þeir
sem á markaðnum starfa að hafa trú á því að
Seðlabankinn ætli að hækka vexti til að ná
niður verðbólguvæntingum. Það tókst sæmi-
lega þó að gengi krónunnar hafi veikst og
langtímavextir lækkað á mánudaginn – fyrsta
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN10
Ú T T E K T
Það er mikilvægt fyrir Davíð Oddsson að nýleg vaxtaákvörðun bankastjórnar Seðlabankans sé ekki túlkuð
markmið bankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Seðlabankastjóri sagði á mánudaginn a
ans hálfu um að ná verðbólgunni niður stæðu óhaggaðar. Einhverjir efast um það en Björgvin Guðmundss
un vaxtaákvörðunardaga hafi verið mikilvæg til að varðveita trúverðugleika bankans. Stefnan sé óbreytt o
Seðlabankinn slær nýjan
Prófraun
Seðlabankans
„Á næstu árum verða aðstæður í þjóðarbúskapnum
óvenju erfiðar frá sjónarhóli peningastefnunnar.
Hvernig tekst að beita henni til þess að koma í veg
fyrir að verðbólga umfram markmið festi rætur
verður nokkur prófsteinn á hve vel núverandi um-
gjörð hennar hentar litlu, opnu hagkerfi. Seðla-
bankinn telur brýnt að peningastefnan standist
þessa prófraun og að verðbólga víki ekki nema
skamma hríð umtalsvert frá verðbólgumarkmiði
hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverð-
ugleiki bankans og peningastefnunnar bíði
skaða sem erfitt getur reynst að endur-
heimta,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnars-
son, fyrrverandi seðlabankastjóri,
þegar hann kynnti 0,75 prósentu
hækkun stýrivaxta 29. septem-
ber síðastliðinn.
SAMSTILLTIR VIÐ TILKYNNINGU UM HÆKKUN STÝRIVAXTA Eftir lokun mark-
aða á föstudaginn tilkynnti Davíð Oddsson ákvörðun bankastjórnar að hækka stýri-
vexti. Tók hækkunin gildi í gær. Þróun vaxta og krónunnar næstu vikurnar skiptir
miklu máli fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans 26. janúar á næsta ári. Meta
fleiri það þannig að Seðlabankanum sé ennþá full alvara í að ná niður verðbólgu.
Spurningin sé hve langan tíma það taki og hversu hart verði gengið fram.
10_11_Markadur lesið 6.12.2005 14:04 Page 2