Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 20
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Condoleezza Rice hóf för sína til fjögurra Evrópu- landa í Berlín í gær þar sem hún átti viðræður við Angelu Merkel kanzlara. Rice hét því á fundinum að Bandaríkjastjórn myndi bæta úr þeim mistökum sem henni yrði á í „stríð- inu gegn hryðjuverkum“. Merkel sagðist eftir fundinn vænta þess að leikreglur lýðræðisins væru virtar í baráttunni gegn hryðju- verkahættunni. Hún lýsti sig ánægða með þau svör sem Rice hefði gefið. Erindi Rice í Berlín var ekki sízt að undirbúa heimsókn nýja kanzlarans í Hvíta húsið sem stendur til að verði af fljótlega. En hvað sem bandaríski utanrík- isráðherrann hefði annars óskað sér að ræða við Merkel og aðra evrópska ráðamenn sem hún hittir í vikunni eru það önnur og óþægilegri mál sem hún þarf að svara fyrir; hún fær ekki undan því vikizt að reyna sitt ítrasta til að lágmarka skaðann sem þegar er skeður fyrir ímynd Banda- ríkjastjórnar í Evrópu vegna ásakana um að á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar CIA séu rekin leynifangelsi í Austur-Evr- ópulöndum þar sem erlendum mönnum, sem grunaðir eru um að vera hryðjuverkamenn eða tengjast hryðjuverkasamtökum, sé haldið föngnum á laun og yfir- heyrslur stundaðar yfir þeim. Ásakanirnar snúa líka að því að í nafni reglna um „sérstakt fram- sal“ (extraordinary rendition eins og bandarískir ráðamenn kjósa að kalla það) séu slíkir fangar fluttir með leynd landa og heimsálfa á milli - jafnvel til landa þar sem pyntingar á föngum viðgangast - og flugvélarnar sem notaðar séu í þessum tilgangi hafi ótal sinn- um farið um lofthelgi og flugvelli bandalagsríkja Bandaríkjanna í Evrópu. Í hlutverki eldingavara Þessar ásakanir fengu byr undir báða vængi þegar The Washing- ton Post birti í byrjun nóvember greinar þar sem þær eru hafð- ar eftir núverandi og fyrrver- andi leyniþjónustumönnum frá Bandaríkjunum og fleiri löndum. Þar til Rice lagði upp í Evrópu- förina á mánudag hafði enginn háttsettur talsmaður Bandaríkja- stjórnar viljað tjá sig meira um málið en að staðfesta hvorki né neita hinum framkomnu ásökun- um. Það má því segja að hún sé nú lent í hlutverki „eldingavara“ sem spennan út af þessum ásök- unum afhleðst í. Í ávarpi sem hún flutti við brottförina frá Andrews-herflug- vellinum utan við Washington á mánudag reyndi hún sitt bezta til að kveða niður hina harkalegu gagnrýni. „Bandaríkin nota ekki lofthelgi né flugvelli neins lands til flutninga á nokkrum fanga ef við höfum ástæðu til að ætla að hann verði pyntaður,“ sagði hún. Hún sagði ennfremur að hið svo- kallaða „sérstaka framsal“ væri lögmætt tæki í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi. Í viðræðum sínum í Berlín í gær ítrekaði hún þá staðhæfingu að bandarísk stjórnvöld virtu öll gildandi lög og alþjóðasamninga í þessari baráttu. Um þá staðhæfingu eru ekki allir Evrópubúar sannfærðir. Jafnvel þótt efasemdir vaxi um að evrópskir stjórnmálamenn og leyniþjónustumenn hafi ekki verið upplýstir um hið umdeilda fangaflug CIA eru áhyggjur vaxandi meðal ráðamanna Evr- ópuríkjanna um að það kunni að teljast brot á ákvæðum Mannrétt- indasáttmála Evrópu og því hafið rannsókn á málinu. Ásakanirn- ar um meint leynifangelsi hafa einnig hrint af stað rannsókn bæði á vegum Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. Frá Berlín hélt Rice til Rúm- eníu í gær, en getgátur hafa verið uppi um að þar hafi eitt hinna meintu leynifangelsa verið að finna. Rúmensk yfirvöld neita því. Næsti viðkomustaður er Kíev í Úkraínu og loks Brussel í Belgíu. Viðurkennir mistök Rice ítrekaði í viðræðum sínum í Berlín í gær þá yfirlýsingu sem hún gaf í ávarpinu á mánudag um að Bandaríkjamenn stunduðu ekki pyntingar á föngum og liðu þær ekki. En hún viðurkenndi að mistök ættu sér stað. „Þegar og ef mistök gerast leggjum við hart að okkur að bæta úr þeim,“ sagði hún á blaðamannafundi með Merkel. Þessi orð hennar voru eink- um túlkuð sem viðurkenning á því að CIA hafi orðið á mistök er útsendarar hennar rændu Khaled al-Masri, þýzkum ríkis- borgara af líbönskum uppruna, í Makedóníu fyrir tveimur árum og fluttu með leynd til Afganist- ans þar sem reynt var að þvinga út úr honum upplýsingar. Þegar þeim varð ljóst að þeir hefðu farið mannavillt var al-Masri skilað heim til Þýzkalands svo lítið bar á. Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum ætla fyrir hans hönd í mál við CIA. Á fundinum lét Merkel ekki í ljósi neina gagnrýni á Banda- ríkjastjórn og hvorki hún né Rice létu nokkuð uppi sem varp- að gæti ljósi á hvað hæft væri í ásökununum um leynifangelsi CIA í Evrópu eða hvort fang- ar hefðu verið fluttir um þýzka flugvelli. Rice gaf í skyn í ávarpi sínu á mánudag að ef eitthvert Evrópuríki skyldi hafa lagt til aðstöðu undir leynifangelsi þá hefði það gerzt með vitund og vilja þarlendra stjórnvalda. Rice tók fram að það væri „undir stjórnvöldum í þessum löndum komið að ákveða hversu mikið af viðkvæmum upplýsingum þau geta birt“. Með þessu var Rice greinilega að varpa ábyrgð yfir á evrópska ráðamenn að upplýsa almenning um þær aðferðir sem þeir taka þátt í að beita í hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðju- verkum. FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ Í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein og nokkrum samherjum hans í Írak hefur vakið athygli að meðal verjenda fyrrverandi einræðisherrans er Bandaríkjamaðurinn Ramsey Clark, sem var dómsmála- ráððherra Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. Hver er Ramsey Clark? William Ramsey Clark fæddist í Dallas í Texas 18. desember 1927. Hann gegndi herþjónustu í landgönguliðasveitum Bandaríkjahers árin 1945 og 1946 en nam síðan lögfræði. Hann hóf lögmannsstörf í Texas árið 1950 og hæsta- réttarlögmannsréttindi hlaut hann árið 1956. Hann var aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna á árunum 1961 til 1967. Í mars 1967 skipaði Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseti hann dómsmálaráðherra. Clark gegndi því embætti uns kjörtímabili Johnsons í Hvíta húsinu lauk í janúar 1969. Í dómsmálaráðherratíð Clarks fengu borgararéttindasam- tök sem meðal annars. börðust gegn kynþáttaaðskilnaði ýmsum af helstu baráttumálum sínum framgengt. Í framhaldi af ríkisstjórnarsetu sinni starfaði Clark sem laga- prófessor og var virkur í hreyfingu andstæðinga Víetnamstríðsins. 1974 var hann frambjóðandi Demókrataflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir New York, en tapaði fyrir frambjóðanda repúblikana. Hví er Clark umdeildur? Á síðustu árum hefur Clark orðið umdeildur fyrir stjórnmálaskoð- anir sem stinga mjög í stúf við meginstraum bandarískra stjórn- mála. Hann var til að mynda mjög andsnúinn hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna bæði í Kúveit árið 1991 og í nú í Írak. Hann hefur jafnframt verið lögfræðilegur ráðgjafi ýmissa manna sem komist hafa upp á kant við yfirvöld í forysturíkjum Vesturlanda. Þar á meðal eru Charles Taylor, fyrrverandi stríðsherra í Líberíu, Elizaphan Ntakirutimana, foringi hútúa sem frömdu þjóðarmorð á tútsum í Rúanda, Karl Linnas, sem stýrði fangabúðum nasista í Eistlandi á stríðsárunum, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu sem ákærður er fyrir stríðsglæpi, og Radovan Karadzic, fyrrverandi foringja Bosníu-Serba sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Og nú er Clark í verjendaliði Saddams Husseins. FBL GREINING: RAMSEY CLARK Ráðherrann sem varð verjandi vafasamraMeðalfjöldi fanga 1995-2004 2003 69 84 80 93 95 2000 2001 2002 2004 2 3 5 5 5 Þegar talað er um fjárnám er átt við kröfu á hendur skuldara um greiðslu peninga eða annarra eigna. Sá sem skuldar getur greitt upp kröfuna til að forðast frekari innheimtuaðgerðir. Guðrún Hólmsteins- dóttir er forstöðu- maður innheimtu- sviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Eru fjárnám algeng á Íslandi miðað við í nágrannalöndum okkar? Ég hef ekki nákvæman samanburð á því. Það er kannski mikið gert af fjárnámum á Íslandi en það hefur hins vegar dregið úr því. Hvernig fer fjárnám fram? Það byrjar á því að við sendum aðfararbeiðni til sýslumanns, sem boðar síðan skuldara í fjárnámsgerð. Lögfræðingur frá kröfuhafa mætir og málið er tekið fyrir. Málinu lýkur oftast með fjárnámi sem oftast er fjárnám í eign eða þá að fjárnámið er árangurslaust. Hvað er gert ef fjárnám er árang- urslaust? Árangurslaust fjárnám veitir kröfuhafa heimild til þess að biðja um gjaldþrot hjá skuldara. Það er næsta skref, en slík aðgerð er kostnaðarsöm þannig að það er metið hvort fara skuli þá leið. SPURT & SVARAÐ FJÁRNÁM Hefur fækkað GUÐRÚN HÓLM- STEINSDÓTTIR Forstöðumaður innheimtusviðs. Rice viðurkennir mistök RICE OG MERKEL Á svip gestsins og gestgjafans á blaðamannafundi að loknum viðræðum þeirra í Berlín í gær mátti sjá að engin gaman- mál voru þar á dagskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Björgólfur er í mínum augum faðir minn“ Ofsóttur af nýnasistum og flytur til Íslands Björgólfur eldri ættleiddi son bandarísks nýnasista DV2x15-lesið 6.12.2005 19:35 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.