Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 70

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 70
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Stóra svið Salka Valka Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Woyzeck Í kvöld kl. 20 UPPS Fö 9/12 kl. 20 Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Kalli á þakinu Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Brot af því besta! Rithöfundar lesa úr nýjum bókum fimmtudagskvöldið 8/12 kl. 20 Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn Léttur jóladjass og kaffihúsastemning. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis Leikhópurinn Perlan Frumsýnir Jólasveinana í leikgerð eftir sögu Ber- gljótu Arnalds. Su 11/12 kl. 15. Miðaverð 1000 kr. Aðeins þessi eina sýning Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Su 11/12 kl. 20 Síðasta sýning! Þrjár systur e. Tsjekhov Nemendaleikhúsið, aðeins sýnt í desember Fi 8/12 kl. 20 Lau10/12 kl. 20 Þr. 13/12 kl. 20 Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Manntafl Fö 9/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar Carmen frumsýnt í janúar 2006 Forsala laugardaginn 10/12 Miðaverð í forsölu 2.600, almennt miðaverð 3.600. Milli 14 og 16 verða sýnd atriði úr Carmen í forsal Borgarleikhússins. Kaffi og piparkökur í boði. Allir velkomnir. Kira Kira kemur fram á útgáfu- tónleikum Smekkleysu sem verða haldnir á Nasa í kvöld klukkan 21.00. Aðrir sem koma fram eru Hairdoctor, Megasukk og Siggi Ármann. Alfons X og Ben Frost þeyta skífum á milli atriða. Hópur tónlistarmanna leggur Kiru Kiru, sem heitir réttu nafni Kristín Björk Kristjánsdóttir, lið á tónleikunum. Þar á meðal er Rúna Esradóttir, kærasta Mugison, sem spilar á píanó og klukkuspil, Þrá- inn Óskarsson úr Hudson Wayne sem syngur og spilar á gítar og pumpuorgel og Sigtryggur Bald- ursson sem mundar trommukjuð- ana. „Ég hóaði í nokkra góða vini sem ætla að spila músíkina með mér. Ég hef rekið mig á það á þessum tilraunaeldhússferða- lögum um heiminn að það hefur verið langmesta stuðið þegar mér hefur tekist að kippa einhverjum með mér. Þegar maður er í heima- bæ sínum liggur beint við að nota það tækifæri og safna liði,“ segir Kristín Björk. Kristín, sem er einn af stofn- endum Tilraunaeldhússins, gaf nýverið út sína fyrstu stóru plötu sem ber heitið Skotta. Um svipað leyti var fartölvu hennar stolið stútfullri af tónlist og óskaði hún þess að fá verðmætin aftur í Fréttablaðinu skömmu síðar. Tón- listin skilaði sér en ekki tókst að endurheimta tölvuna. „Það voru góðir menn sem sóttu hana ofan í undirdjúpin handa mér,“ segir Kristín. „Ég var alveg tilbúin að bretta upp ermarnar. Ég safnaði bara liði og var komin upp í níu manna hljómsveit áður en ég vissi af. Ég ætlaði ekkert að láta þenn- an draum kafna. Ég var í mörg ár að vinna í plötunni og hlakkaði til að halda útgáfuhúllumhæ. Ég ætl- aði ekki að láta skjóta mig í kaf. En það er óneitanlega stórkostlegt að þetta sé komið til mín aftur,“ segir hún. Að sögn Kristínar eru tónleik- ar hennar misjafnir í hvert skipti sem hún kemur fram. „Mér finnst skemmtilegt að búa alltaf til nýja og nýja pælingu fyrir hverja tón- leika. Þó að við séum níu á útgáfu- tónleikunum verðum við kannski bara ég og Rúna á næstu tónleik- um. Við höfum svolítið verið að hittast heima í stofu og bauka eitthvað,“ segir Kristín. Munu þær meðal annars koma fram 17. desember í Jólaseríu Tilraunaeld- hússins sem hófst fyrir viku. Þar verður kántrístemningin í fyrir- rúmi. Miðaverð á útgáfutónleikana í kvöld er 500 krónur. freyr@frettabladid.is Tónlistin endurheimt fyrir útgáfutónleika KIRA KIRA Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 ÉG ER MÍN EIGIN KONA GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF laus sæti örfá sæti laus uppselt uppselt laus sæti 07.12 08.12 09.12 10.12 11.12 mið. fim. fös. lau. sun. JPV Útgáfa hefur gengið frá sölu á útgáfurétti sakamálasögunnar Tíma nornarinnar, eftir Árna Þór- arinsson, til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi bók- arinnar, segir útgefendur víða um heim hafa haft bókina til skoðunar undanfarið en þegar það fréttist að hún hefði hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna brugðust norrænir útgefendur skjótt við. Fleiri samningar við útlenda útgefendur eru á viðræðu- stigi þannig að allt útlit er fyrir að Tími nornarinnar muni koma út í fleiri löndum áður en yfir lýkur. Það mun hafa vakið athygli þeirra útgefenda sem hafa gefið Tíma nornarinnar gaum að einungis tvær íslenskar glæpasögur hafi fengið tilnefningu til bókmennta- verðlaunanna, en Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason var til- nefnd í fyrra. Íslenskir gagnrýnendur hafa tekið Tíma nornarinnar vel og fyrsta prentun hennar er uppseld og önnur nýkomin. Tími norn- arinnar er fjórða bók Árna um blaðamanninn Einar sem er lagið að róta sér í vandræði og leysa flókin sakamál. Að þessu sinni er Einar fluttur til Akureyrar og sinnir fréttaskrifum frá Norður- og Austurlandi og fyrr en varir er hann kominn á kaf í rannsókn tveggja morðmála og útistöður við handrukkara og eiturlyfjasala. Nornatími á Norðurlöndum ÁRNI ÞÓRARINSSON RITHÖFUNDUR AUGL†SINGASÍMI 550 5000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.