Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 76
Brúðkaup ársins í Bretlandi verð- ur án nokkurs vafa þegar Elton John og David Furnish ganga að eiga hvorn annan þann 21. desem- ber næstkomandi í Berkshire. Berkshire hefur áður komist í heimsfréttirnar fyrir hjónavígslu því þar gengu Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles í hjóna- band. Athöfnin sjálf verður mjög lítil en eingöngu móðir og stjúp- faðir Eltons auk foreldra Davids fá að vera viðstödd. Frá þessu öllu greinir götublaðið The Sun. Það verður þó engu til sparað þegar kemur að veislunni því sjö hundruð manns hefur verið boðið í Old Windsor villuna. Meðal þeirra sem hafa fengið boðskort eru stöllurnar Liz Hurley og Vict- oria Beckham auk Rod Stewart. Elton John giftir sig ELTON OG DAVID Hafa lengi verið par og ætla að láta gefa sig saman 21. desember. Athöfnin verður lítil en veislugestir í Old Windsor verða í kringum sjö hundruð. Ný safnplata frá rapparanum Eminem, Curtain Call - The Hits, fór beint á topp breska metsölu- listans eftir aðeins tvo daga á lista. Skákaði hún þar plötu Madonnu, Confessions on a Dance Floor, sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Þetta er fjórða platan í röð frá Eminem sem fer beint á topp breska listans. Safnplötunni fylgir auka- diskurinn Stan’s Mixtape með áður óútgefnum lögum. Þar eru meðal annars lög sem Eminem hefur gert í samvinnu við aðra listamenn, þar á meðal The Notorious B.I.G og Jay-Z. Á safnplötunni sjálfri eru þrjú ný lög, þar á meðal When I’m Gone. Annars er þar að finna lög á borð við Stan, Lose Yourself, The Real Slim Shady og Just Lose It. Eminem á toppinn EMINEM Rapparinn Eminem hefur gefið út safnplötuna Curtain Call - The Hits. Bandaríska leikkonan Uma Thur- man er í veiðihug. Hún hefur þó ekki í hyggju að fá sér skotleyfi heldur hyggst Kill Bill-leikkonan ná sér í kærasta. Hún hefur verið að hitta hóteleigandann Andre Bal- azs en tekur skýrt fram í viðtölum að hún sé ekki bundin í báða skó. Uma hefur verið á lausu síðan hjónabandi hennar og Ethan Hawke lauk árið 2003. Uma segist vera frekar ráðvillt hvað stefnu- mótareglur varðar og segir erfitt fyrir konur á hennar aldri að kom- ast í samband við hitt kynið. „Ég dáist að karlkyninu og nálgast karlmenn af ástríðu. Ég hef kynnt mér hegðun þeirra mjög gaum- gæfilega og veit, líkt og veiðimað- urinn, hvernig bráðin hegðar sér,“ sagði Uma. Veiðimaðurinn Uma UMA THURMAN Er í veiðihug og hefur sagt að allir karlmenn komi til greina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTIR AF FÓLKI Dean Parisot, leikstjóri nýjustu myndar Jim Carrey, Fun With Dick and Jane, telur að Carrey sé úr gúmmíi. Carrey féll sex metra niður af húsþaki við tökur á myndinni en kenndi sér einskis meins. Svo virtist sem hann hefði dottið á hausinn en síðan stóð hann upp eins og ekkert hefði í skorist. „Hann er í ótrúlegum tengslum við líkama sinn,“ sagði Parisot, stórundrandi á Carrey. Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen var bæði hrædd og undr- andi þegar hún sá að karlkyns aðdáandi sinn hafði húðflúrað mynd af henni á brjóstkass- ann á sér. Atvikið átti sér stað á tískusýn- ingu í heimalandi fyrirsætunnar. „Hann verður með húð- flúraða á sér mynd af mér alla ævi en hvað ef honum líkar ekki við mig á morgun?“ sagði Gisele. Ben Affleck þvertekur fyrir að hann og eiginkona hans Jennifer Garner auglýsi fyrir kaffihúsaris- ann Star- bucks. Þau hjónin hafa hvað eftir annað sést með Star- bucks-bolla á almannafæri. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 5.20 og 10.15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 ��� - HJ MBL Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Þeir eru sennilega fáir almanna- tengslafulltrúarnir núna sem ráð- leggja ungu frægu pari að taka upp raunveruleikaþátt um hveitibrauðs- dagana sína. Nick Lachey og Jessica Simpson eru skilin og bendir allt til þess að Britney Spears verði brátt einstæð móðir. Þrátt fyrir að hún sé nýbúinn að eignast barn er allt í kalda koli hjá henni og Kevin Fed- erline samkvæmt breska blaðinu The Sun. Blaðið greinir einnig frá því að Spears hafi hent Federline út og látið draga rauða Ferrari-bifreið hans á brott. Britney mætti með soninn Sean Preston á Billboard-verðlaunin en Kevin elti hana þangað og skráði sig inn á sama hótel. Hann hringdi síðan stanslaust og varð þetta ónæði til þess að Spears hætti við að koma fram. Samkvæmt blaðinu er popp- drottningin orðin langþreytt á sífelldu djammi eiginmannsins síns, sem elskar bílinn sinn jafn mikið og hana. Heimildarmaður blaðsins segir að Britney sé í öngum sínum yfir því hvernig komið sé fyrir sér en þrátt fyrir ungan aldur eigi hún nú að baki misheppnað hjónaband. Allt í rugli hjá Britney ÁST OG HAMINGJA Parið virtist yfir sig ástfangið í upphafi en Adam var ekki lengi í Paradís og nú virðist sem öllu sé lokið hjá þeim Britney og Kevin. Jólasafnplötunni Stúfur sem út kom fyrir síðustu jól hefur nú verið dreift á ný. Allur ágóði af sölu plöt- unnar rennur óskiptur til Mæðra- styrksnefndar, en í fyrra söfnuðust um hundrað þúsund krónur. Hærra hlutfall af sölunni geng- ur til Mæðrastyrksnefndar því unnið hefur verið upp í alla kostn- aðarliðina. KB Banki og Tónastöðin styrktu útgáfu plötunnar. Á plötunni eru níu jólalög, þrjú frumsamin og sex tökulög, sem framvarðarsveit ungra hljóm- sveita á borð við Ókind, Lokbrá, Isidor og Hermigervill flytja. Stúfur aftur til byggða LOKBRÁ Hljómsveitin Lokbrá á lag á jóla- safnplötunni Stúfur. Á meðal sveita sem eiga lög á plötunni eru Ókind, Isidor og Hermigervill. SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 ��� „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsríkari kantinum.“ „...leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.“ - HJ MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� -L.I.B. Topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 áraSýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.