Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 4
4 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR „... er opinská, leiftrandi og heillandi ... Hér er vissulega um eigulega bók að ræða, ekki aðeins fyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem ... láta sig sögu dægurtón- listar einhverju varða.“ Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. „... leiftrandi og heillandi“ SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is NOREGUR Nýfæddur sonur norska krónprinsins Hákons og Mette- Marit prinsessu hefur fengið nafnið Sverre Magnus eða Sverrir Magnús upp á íslensku. Hann fær hins vegar ekki titilinn hans kon- unglega hátign, að því er greint var frá í norskum fjölmiðlum. Að sögn norska blaðsins Verdens Gang var það ákvörðun Haraldar konungs að prinsinum unga yrði gefinn kostur á að velja sér sína braut í lífinu sjálfur, en í ríkiserfðaröðinni kemur hann næstur á eftir föður sínum og eldri systur, Ingiríði Alexöndru. - aa Nýi norski prinsinn: Ekki konung- leg hátign SVERRIR MAGNÚS Tilkynnt var á mánudag að prinsinn, sem fæddist á laugardag, fengi nafnið Sverrir Magnús. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TEHERAN, AP Talið er að nærfellt 130 manns hafi beðið bana í gær og níu- tíu slasast þegar herflugvél hrapaði á íbúðarhverfi í Teheran, höfuð borg Írans. Vélarbilun er sögð skýringin á slysinu. Auk tíu manna áhafnar voru 84 blaða- og fréttamenn um borð í C- 130 herflugvélinni sem var á leið til borgarinnar Bandar Abbas í suður- hluta landsins. Fljótlega eftir flug- tak frá flugvellinum í Teheran virð- ist bilun hafa komið upp í hreyflum vélarinnar og því hrapaði hún. Áður en hún féll til jarðar rakst annar vængurinn utan í tíu hæða fjölbýlis- hús. Enginn sem var um borð í vél- inni komst lífs af, 34 á jörðu niðri létust og níutíu slösuðust. Lögregla og slökkvilið komu fljótt á vettvang og gekk slökkvi- starf ágætlega. Þúsundir manna söfnuðust auk þess saman á vett- vangi og kom til uppþota og öng- þveitis af þeim sökum. Margir við- staddra óttuðust um ástvini sína á slysstað og varð lögregla að varna þeim vegarins sem reyndu að kom- ast að byggingunni. „Þetta var eins og jarðskjálfti,“ sagði Reza Sadeqi, kaupmaður í nágrenninu sem sá vélina hrapa. „Ég fann hitann af eldinum sem kviknaði í kjölfar slyssins. Þetta var eins og helvíti.“ Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var í Sádi-Arabíu í gær en hann sendi samúðarkveðjur sínar og fullvissaði þá sem slösuðust um að um þá yrði séð. Bandarísku Lockheed-verk- smiðjurnar framleiða C-130 flug- vélarnar og því telja menn að vélin hafi verið frá því fyrir klerkabylt- inguna 1979 þar sem grunnt hefur verið á því góða á milli Írana og Bandaríkjamanna síðan þá. sveinng@frettabladid.is BYGGINGIN BRENNUR Þótt slökkvistarf hafi gengið vel rauk lengi úr fjölbýlishúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á annað hundrað létust Í það minnsta 128 manns biðu í gær bana í flugslysi í Teheran í Íran. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að herflugvél rakst utan í fjölbýlishús og hrapaði til jarðar. Mikið öngþveiti skapaðist á slysstaðnum. ÖNGÞVEITI Nokkur múgæsing greip um sig við slysstaðinn en lögregla reyndi að koma í veg fyrir að fólkið kæmi of nálægt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 6.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur USD 64,42 64,72 Sterlingspund GBP 111,63 112,17 Evra EUR 75,77 76,19 Dönsk króna DKK 10,167 10,227 Norsk króna NOK 9,611 9,667 Sænsk króna SEK 8,067 8,115 Japanskt jen JPY 0,5313 0,5345 SDR XDR 91,56 92,1 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 107,0113 EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Það hitnaði í kolunum í fjárlagadeilu Evrópu- sambandsins er breska stjórnin, sem fer nú með formennskuna í sambandinu, lagði fram tillögu sína að fjárhagsáætlun þess fyrir tímabilið 2007-2013. Samkvæmt tillögunni á að skera útgjöld úr sameiginlegum sjóðum sam- bandsins niður um 24 milljarða evra, andvirði um 1.800 milljarða króna. Með því myndu einnig styrkir til nýjustu og fátækustu aðildarríkjanna minnka umtals- vert. Í því skyni að afla fylgis við tillöguna bjóðast Bretar til að all stór hluti falli niður af umdeild- um endurgreiðslum sem þeir fá úr sjóðum ESB samkvæmt sam- komulagi sem Margaret Thatcher gerði árið 1984. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, var fljótur að dæma tillöguna ónot- hæfa. Neikvæð viðbrögð við tillög- unni komu líka frá ráðamönnum í Póllandi og fleiri nýju aðildarríkj- unum, auk ríkisstjórnar Frakk- lands og fleiri eldri aðildarríkj- anna. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gær að samkvæmt tillög- unni ætti að taka fé frá hinum fátækustu og færa þeim ríkustu. Til stendur að gert verði út um deiluna á leiðtogafundi ESB í lok næstu viku. - aa Harðar deilur um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins: Tillögu Breta illa tekið VILJA SKERA NIÐUR Tony Blair og Gordon Brown vilja skera niður útgjöld ESB en tillagan hefur hlotið kaldar móttökur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Íbúasamtök Grafar- vogs fara þess á leit við þingmenn Reykjavíkur og samgönguráð- herra að engin skilyrði verði um hvar fyrirhuguð Sundabraut skuli liggja í lögum um meðferð sölu- andvirðis Símans. Til stendur að skilyrða ráðstöfun peninganna við svonefnda innri leið en það hugn- ast Grafarvogsbúum illa. Telja þeir ekki viðunandi að hendur skipulags- og framkvæmdaaðila verði bundnar með slíkum hætti. Þá er þess óskað í bréfi Íbúa- samtakanna til þingmanna að virkt samráð við fulltrúa íbúa verði skilyrt í lögunum. - bþs Íbúasamtök Grafarvogs: Horfið verði frá skilyrðum DÓMSMÁL Skipstjóri á Suðurnesj- um og starfsmaður útvegsfyrir- tækis hafa verið dæmdir til að greiða 400.000 krónur hvor um sig fyrir fiskveiðibrot. Skipstjórinn lét hjá líða að færa í afla dag bók afla úr veiði ferð sem far in var í byrj un maí frá Grinda - vík og pass aði ekki upp á að 431 kíló af löngu yrði vikt að með öðr um afla á hafnarvikt. Starfsmaður fyrirtækisins sá um að vikt aður yrði þorsk ur sem veidd ist en kar með löng unni var sett beint á bíl og ofan á það var sett annað með ónýtum netum. Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu urðu vitni að svindlinu og kölluðu til lögreglu. - óká Brutu fiskveiðilöggjöfina: Þurfa að borga tæpa milljón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.