Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 17
INNFLYTJENDUR Fjöldi annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi hefur ekki náð að festa rætur hér og í nýlegri rannsókn á viðhorfum ungra Víetnama til menntakerfis- ins kemur fram að ungmennin eru varkár þegar kemur að því að láta sig dreyma stórt um framtíðina. Þau telja aðstæður sínar ekki með þeim hætti að vonir um menntun séu raunhæfar. Talsmenn verk- efnisins Framtíð í nýju landi telja íslenskukennslu vera eitt helsta tækið til að bæta aðstöðu þessa hóps. Haldið var upp á eins árs afmæli verkefnisins á föstudag. Af því til- efni var heimasíða verkefnisins opnuð á vef Alþjóðahúss, www. ahus.is. Verkefnið er þriggja ára tilraunaverkefni sem miðar að því að styðja við bakið á asískum ung- mennum á Íslandi. Það byggir á samstarfi Alþjóðahúss, félagsmála- ráðuneytis, menntamálaráðuneyt- is, Rauða kross Íslands, Reykjavík- urborgar og Velferðarsjóðs barna. Ungmennin eru aðstoðuð við að setja sér einstaklingsbundin mark- mið um menntun og þeim hjálpað við að öðlast færni og aðlagast íslensku samfélagi. - sk Mörg asísk ungmenni á Íslandi hafa ekki náð að festa rætur hér: Ungmennin leyfa sér ekki stóra drauma UPPLÝSINGATÆKNI Norski farsím- anetvafrinn Opera mini fékk fyrir helgi gullverðlaun sem besta farsímaforritið á árvissri farsím- aráðstefnu í Svíþjóð. Auk Opera hlutu verðlaun Sony Ericsson K750i sem besti mynd- avélafarsíminn og Motorola Razr V3 síminn fyrir bestu hönnunina. „Verðlaunin gleðja okkur mjög, ekki síst fyrir þær sakir að notendur kjósa sjálfir,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software. „Verðlaunin endurspegla hversu vel fólki líkar að geta vafrað um vefinn allan í farsímum sínum.“ Verðlaunavafrinn gengur í flestar gerðir farsíma sem fólki standa nú til boða og er hannað- ur með það í huga að færa netið í síma sem alla jafna væru ófærir um að bjóða upp á netvafur. Hægt er að kynna sér vafrann betur á www.opera.com/mini. - óká Opera fær sænsk verðlaun: Besta forritið fyrir farsíma FORSTJÓRI OPERA SOFTWARE Jón S. von Tetzchner segir nýjan vafra færa netið í flesta farsíma. STJÖRNUHRAP Íbúar áströlsku borgarinn- ar Perth urðu vitni að mikilli ljósadýrð á næturhimninum á laugardagskvöldið þegar loftsteinn brann upp í gufuhvolfinu yfir Vestur-Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sviptur til þriggja ára 22 ára maður hefur verið sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 160.000 króna sekt fyrir að hafa ekið fullur á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 9. október síðastliðins. Um var að ræða ítrekaðan ölvunarakstur mannsins, en árið 2002 var hann sviptur ökuréttind- um í hálft ár fyrir sama brot. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag. Missti próf í eitt og hálft ár Jafn- aldri þess sem sviptur var í þrjú ár missti sama dag í sama dómi prófið í eitt og hálft ár og þurfti að greiða 130.000 krónur í sekt. Sá ók fullur um Akureyr- arbæ á laugardagskvöldi í mars og svo aftur í ágústlok. Hann hefur ekki áður hlotið refsidóm. HÉRAÐSDÓMUR BRASILÍA Tæplega 82 prósent íbúa í héraðinu Cono Sur í Brasilíu dreymir um að flytjast búferlum til útlanda og þá sérstaklega til Banda- ríkjanna, Bretlands eða Ítalíu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem virt þarlend stofnun hefur gert og sýnir að yfir 1,5 millj- ónir íbúa myndu grípa tækifærið til að búa í Evrópu eða Bandaríkjun- um til langframa. Þykir höfundum skýrslunnar líklegt að sama við- horf sé við lýði annars staðar í land- inu. Það er í hróplegu ósamræmi við drauma íbúa í flestum öðrum löndum Suður-Ameríku, sem vilja gjarna búa í Brasilíu. ■ Brasilíumenn vilja flytja burt: Bandaríkin og Bretland heilla MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 17 VERKEFNIÐ KYNNT Talsmenn verkefnisins Framtíð í nýju landi telja íslenskukennslu vera helsta tækið til að bæta aðstæður ungra Víetnama sem telja vonir um menntun óraunhæfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.