Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 73
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 43 Andrea Gylfadóttir hefur verið ráðin í hlutverk plöntunnar í upp- setningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Litlu Hryllingsbúð- inni sem frumsýndur verður í febrúar. „Þetta leggst vel í mig og ég geri þetta á minn hátt,“ segir Andrea. „Ég þurfti að hugsa mig aðeins um þar sem ég þarf að vera með annan fótinn á Akureyri en ákvað að slá til.“ Í fyrri uppsetn- ingum hafa Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens ljáð plöntunni raddir sínar og segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri að ekki hafi hver sem er getað fetað í þeirra fótspor. „Það dugði ekk- ert minna en að fá sannkallaða kanónu sem Andrea Gylfa svo sannarlega er, enda ein af okkur bestu söngkonum. Okkur þótti líka spennandi að hafa kvenrödd, þannig að þetta er kvenplanta sem étur menn og það kallast á eitt og annað í þeim leiðum sem við ætlum í þessari uppsetningu.“ Með önnur hlutverk fara Vig- dís Hrefna Pálsdóttir sem leikur Auði, Jóhannes Haukur Jóhann- esson sem leikur Ómar Konráð tannlækni, Guðjón Davíð Karls- son, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Idolstjarna og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. - bs ANDREA GYLFADÓTTIR Kvíðir því ekki að feta í fótspor Bó og Bubba og ætlar að gera þetta með sínum hætti. „Gef mér!“ syngur Andrea Bandaríska söngkonan Whit- ney Houston hefur gagnrýnt ungar söngkonur á borð við Christinu Aguilera, Beyoncé Knowles og Britney Spears fyrir að vera of ginnkeyptar fyrir því að leika í auglýsing- um. Á meðan Aguilera hefur auglýst Pepsi grimmt og Knowles hefur auglýst skyndi- bitarisann McDonald’s hefur Houston aldrei selt ímynd sína nema sem söngkona eða leik- kona. „Þær eru vörumerki. Þær selja hvað sem er á meðan ég hef bara verið söng- og leikkona. Þær auglýsa allt of mikið,“ sagði Houston. ■ Auglýsa allt of mikið FRÉTTIR AF FÓLKI Jennifer Aniston er nú í miðjum klíðum við að kæra ljósmyndara sem hún segir að hafi ráðist illa inn á einkalíf sitt. Ljósmyndarinn Peter Brandt notaði mynda- vélafilmuna til þess að sjá inn á heimili hennar og taka myndir af henni í litlum klæðum. Jennifer ætlar ekki að láta hann né neinn annan komast upp með að hagnast á myndunum. Madonna segir ást sína á skotveiði hafa dáið snögglega þegar fugl sem hún skaut drapst við fætur hennar. „Ég var æst í skotveiði fyrir nokkrum árum. Ég elskaði veiðigallann og allt í sambandi við veiðarnar. Svo lenti ég í því að einn fuglinn lá við fætur mér eftir að ég skaut hann. Fuglinn var ekki dáinn, þjáðist illilega og blóðið lak úr munni hans,“ sagði Madonna. „Ég hef ekki stundað skotveiði síðan.“ Sarah Jessica Parker segist finna til með leikkonunum í þáttunum Desperate Housewives en þær mega þola sömu útreið frá fjölmiðlunum og Sarah og hinar leikkonurnar í Sex and the City áður fyrr. Sífellt voru sögusagnir á kreiki um að þær ættu í samskiptaörðugleik- um og það sama þurfa Desperate Housewives að þola. „Maður heyrir aldrei slíkar sögur um karlkyns leikara. Það virðist vera áhugaverðara að lesa um kvenkyns leikkonur sem kemur ekki saman. En hreinlega er þetta algjört virðingarleysi gagnvart okkur konunum,“ sagði Sarah ósátt. Leikarinn Andy Serkis virðist hafa bundist of sterkum böndum við gór- illur sem hann fylgdist með þegar hann lék í myndinni King Kong en ein górillan varð á endanum öfundsjúk út í Lorraine, konu Serkis. „Ég kynntist górillunum vel á nokkrum mánuðum því ég vildi læra af þeim. Svo þegar konan mín kom í heimsókn til mín varð Zarie, ein górillan, ekki sátt. Hún greip vatnsflösku og kast- aði henni í Lorraine,“ sagði Serkis. WHITNEY HOUSTON Söngkonan heims- fræga hefur gagnrýnt ungar söngkonur fyrir að auglýsa of mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.