Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 40
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
NBA-æði hefur gripið um sig í
Kína en talið er að eitt hundrað
milljónir Kínverja fylgist með
deildarkeppninni. Svo mikil er
sala á körfuboltavarningi sem
ber merki NBA að forráðamenn
deildarinnar telja að innan
skamms verði hún orðin meiri en
í Evrópu. Adam Silver, forstjóri
NBA entertainment, gengur svo
langt að spá því að markaðurinn í
Kína verði stærri en sá banda-
ríski áður en langt um líður.
Forráðamenn NBA-deildar-
innar hafa ekki viljað gefa upp
veltuna í Kína en segja að hún
hlaupi á tugum milljóna banda-
ríkjadala. Á síðasta ári jókst sala
á NBA-varningi um helming.
Reebok, Adidas, McDonald’s og
Budweiser njóta einnig góðs af
þessum gríðarlega áhuga í gegn-
um samstarfssamninga við NBA-
deildina og leikmenn hennar.
China Mobile hefur gert samning
við NBA um að vera einn af
stuðningsaðilum deildarinnar.
„Í raun og veru sjáum við eng-
an endi á vextinum hér,“ segir
Mark Fischer, sem fer fyrir
NBA-deildinni í Kína.
McDonald’s hefur góða sögu
að segja af áhuga Kínverja af
NBA. Fyrirtækið fór af stað með
markaðsherferð þar sem við-
skiptavinir fengu NBA-bolla með
hverri keyptri Big Mac-máltíð.
Bollarnir kláruðust á fjórum vik-
um – nokkuð sem enginn bjóst
við.
Samstarf NBA og Kínverja
nær aftur til 9. áratugarins en
það er ekki fyrr en í seinni tíð
sem sókn körfuboltans hófst þar í
landi. Ástæðan er auðvitað Kín-
verjinn Yao Ming. Þessi 225
sentimetra hái miðherji, sem
leikur með Houston Rockets, er
eins konar Eiður Smári þeirra í
Kína. Kappinn er fastamaður í
Stjörnuliðinu og mikil fyrirmynd
innan sem utan vallar. Frá því að
hann hóf að spila með Houston
fyrir tveimur árum hefur áhorfið
margfaldast.
Nú eru NBA-leikir sýndir á 23
sjónvarpsstöðvum, þar á meðal á
íþróttastöð ríkisins. Allt að 20
milljónir manna horfa á
stórleik sem sýndur er að
morgni.
Það er eins og að allir íbú-
ar meðalstórs Evrópuríkis
væru að horfa á sama leikinn.
Innan NBA er mikill áhugi fyrir
því að spila deildarleiki í Kína og
býst Fischer við því að fyrsti
leikurinn fari fram árið 2007.
Byggt á Fortune og www.nba.com
!"# $$%&!'!
&(' )
**&+,%,- ) &.!/ 0 ! "!"
$ ,1 2,*"%!'!3%*/4# $$% **5&
6' + )""-+, ' 7+***!" * %%% "*8
%&!'!
!'!
**% "' " 2**9#*" :
"%*"%,' */%:"!": *%&
8# 7#%/ ,
*/ % 2* +," '% ) %*/' "% &#'
%)*#% % ' "" $,) :"; %$7#%- %%7*',&
(%$: #7#%- :%,# ,%',&(<
8$'+ **
)"" %,:! %,' / "%% %, ) +, *#
!"7&=9#% +," % 9 ,( , 1 +
% !"**% *% :' %, ** & /
!'!
!"# $$%&.!/ 0 ! "!"
*%, !'!
8!,%,% ,*-:)*"/% 8
$* **-:)*"/% / *"*%!"' "72,*% #%*'
72 *' "72,# $$%&
!,%,2 * 7 1 2,*"% *%)""*"
%%*7+**,&.)** :1 >?@%7*)'+ **% %2 **% ,7*%%!"7
% *$ * &A )"" B&
( )"" %,!'! % 7% ** 7 7' ,&
6)** :1 1 %% 2*!'! '% % "2,%*/8
! *7' !'!
&(2* )
$ * %2*C "" ',#+ ,D 7 * 8
*&6** 1 '%, %8 ,% , * 9 -)!"
+, * + 7%%' ,!*2$ ,%8
'2 %:#,% %,A!8( B!" %',!*2'%%&
$ ,)*'2//%, +,!'!
7*/ %
%, *"* ** % : "% 9,&>"%,+ **&
, B& /!'!&
!"
! " # $
% " # $
LYKILLINN AÐ KÍNA Yao Ming er gríðar-
lega vinsæll íþróttamaður í Kína og NBA-
deildin nýtur góðs af því.
Körfuboltaæði
grípur um sig í Kína
Spáð að velta NBA verði meiri þar en í Bandaríkjunum.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
Richard Branson, stjórnarfor-
maður Virgin Group Ltd., hvet-
ur aðra hluthafa í Virgin Mobile
Holdings Plc. til að samþykkja
835 milljóna punda, eða rúmlega
93 milljarða króna, yfirtökutil-
boð NTL Inc. NTL, sem er
stærsta kapalstöð í Bretlandi,
vill bæta farsímaþjónustu við
internet-, sjónvarps- og fastlínu-
pakka sinn. Stjórnendur fyrir-
tækisins hafa í hyggju að nota
Virgin-vörumerkið með öllum
vörutegundum NTL. Á frétta-
síðu Bloomberg er haft eftir
Branson að hann styðji tilboðið
en það sé ekki hans heldur fyrir-
tækisins að ákveða hvort tilboð-
ið er sanngjarnt. Komi til sam-
þykktar tilboðsins mun Branson
verða stærsti hluthafi í NTL
með 14 prósenta hlut í NTL og
Telewest Global Inc. NTL keypti
Telewest fyrir sex milljarða
dollara, eða 388 milljarða ís-
lenskra króna, í október síðast-
liðnum. Talið er líklegt að Voda-
fone Group Plc. og France Tele-
com geri einnig tilboð í Virgin
Group. - hhs
Branson styður yfirtökutilboð
Stærsta kapalstöð Bretlands vill taka yfir
Virgin Group Ltd.
RICHARD BRANSON, STJÓRNARFOR-
MAÐUR VIRGIN GROUP LTD. Hvetur
aðra hluthafa í Virgin Mobile Holdings til
að samþykkja yfirtökutilboð NTL Inc..
Hið fræga hafnaboltalið NY Yankees tapaði
um fimm milljörðum króna á árinu eftir því
sem bandarískir fjölmiðlar komast næst. Er
það töluvert meira tap en á síðasta ári þegar
það nam um 2,3 milljörðum króna.
Þetta gerist á sama tíma og yfir fjórar millj-
ónir áhorfenda mæta á leiki liðsins og tekjur fé-
lagsins af sjónvarpssamningi við sjónvarpsstöðina
YES Network Major League gefi því nærri fjóra
milljarða á ári. Flest bendir til þess að hafnabolta-
deildin Major League Baseball fari í saumana á rekstri
Yankess sem verður George Steinbrenner, eiganda liðs-
ins, til lítillar ánægju.
Launakostnaður leikmanna hefur sitt að segja en talið
er líklegt að hann hafi numið tólf milljörðum króna á
síðustu leiktíð.
Mikið tap á NY Yankees
06_07_Markadur lesið 6.12.2005 14:02 Page 2