Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 16
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR16 NOREGUR Samísk börn eru sögð harðari af sér en önnur norsk börn. Niðurstöður doktorsrann- sóknar benda til að þau þoli líkam- legan sársauka mun betur en jafn- aldrar þeirra í Noregi. Þetta kom fram á fréttavef norska blaðsins Dagbladet. Samísku börnin voru alin upp í fjölskyldum þar sem haldið var fast í hefðir Sama og því nefnd eftir fullorðnum ættingjum eða vinum. Þetta fólk er virkt í uppeldi barnanna ásamt foreldrunum. „Niðurstöðurnar sýna að í fjölskyldum þar sem foreldrarn- ir eru harðir við börn sín veita þessir fjölskylduvinir þeim mýkt og ástúð. Þeir veita líka foreldrun- um aðhald í foreldrahlutverkinu,“ segir vísindamaðurinn sem gerði rannsóknina. Samísk börn una sér vel ein án þess að finnast þau einmana en í norskum leikskólum er börnum kennt að vera með öðrum. „Ein- manaleikinn er svo nokkuð sem mörg þeirra takast á við allt sitt líf,“ segir höfundur rannsóknar- innar. - ghs SAMI MEÐ HREINDÝR Samísku börnin hafa marga fullorðna í kringum sig sem allir láta að sér kveða í uppeldinu í samræmi við hefðir Samanna. Vísindarannsókn á uppeldi samískra og norskra barna: Samísku börnin sögð harðari SVÍÞJÓÐ Svíar eru líklega fyrsta Evrópuþjóðin til að setja upp bókasöfn í sjálfsölum. Borgarbókasafnið í Stokkhólmi ætlar að koma sér upp slíkum sjálfsölum á nokkrum stöðum þar sem umferð er mikil. Þetta kom fram á vefútgáfu Svenska dag- bladet í gær. Hugmyndin kemur frá bóka- safninu í Lidingö, þar sem ein- faldir bókasafnssjálfsalar hafa verið settir upp í vegg, svipað og hraðbankar. Titlarnir eru um 750 og um 500 bækur hafa verið tekn- ar að láni að meðaltali í hverjum mánuði. - ghs Svíar brydda upp á nýjung: 750 bókatitlar í bókasjálfsala NOREGUR Norsk stjórnvöld vissu af áformum Ísraela um að koma sér upp kjarnavopnum áður en sam- komulag náðist milli þjóðanna um sölu á þungu vatni til Ísraels árið 1959. Þungt vatn er notað til að framleiða kjarnavopn. Dagblaðið Dagens Nyheter fjallaði á dögunum um málið og í frétt blaðsins er meðal annars vísað í hálfrar aldar gömul leyni- skjöl sem sýna að norsk stjórnvöld fengu upplýsingar um það til hvers átti að nota þunga vatnið áður en sala á tuttugu tonnum fór fram. Árið 1959 gátu aðeins Banda- ríkjamenn og Norðmenn selt þungt vatn í miklu magni. Banda- ríkjamenn vildu á þessum tíma ekki selja Ísraelsmönnum vatnið og Norðmenn hafa þrætt fyrir að hafa gert það. - ghs Uppljóstrun í Noregi: Seldu Ísraelum þungt vatn FRAMLEIÐSLU HRAÐAÐ Flugvélar af Airbus- tegund eru framleiddar í fjórum löndum. Þjóðverjar framleiða skrokk vélanna, Bretar leggja til vængi, Spánverjar smíða innviði og hlutarnir eru svo fluttir til Toulouse í Frakklandi þar sem vélarnar eru settar saman. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Kolbrún Halldórsdótt- ir, þingmaður Vinstri grænna, og aðrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar gagnrýndu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra harðlega í upphafi þingfundar í gær fyrir að kynna frumvarp um Ríkissútvarpið í fjölmiðlum í fyrradag áður en það var kynnt á Alþingi. Frumvarpinu var dreift í þinginu seint í gær. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, talaði um kynningarátak menntamálaráðherra og útvarps- stjóra þar sem þau hefðu látið í sjónvarpsþætti sem málið væri fullfrágengið. „Ég á enn eftir að sannfærast um að svo sé. Ég á enn eftir að trúa því að Framsóknar- flokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrir- heitum. Framsóknarflokkurinn hefur lofað því, kjósendum sínum, flokksmönnum sínum og Alþingi Íslendinga að Ríkisútvarpið yrði ekki hlutafélagavætt. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið þessi stjórnmálaflokkur getur lyppast niður?“ spurði Ögmundur. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvað ekkert við það að athuga að kynna lagafrumvarp í fjölmiðlum með áðurgreindum hætti og benti á að stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu oft þingmál sín með svip- uðum hætti, jafnvel áður en þing- störf hæfust. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að framkoma menntamálaráð- herra væri vanvirðing við störf þingsins og spurði hvort úti væri um allt samráð og samstarf um málefni fjölmiðla eins og Þorgerð- ur hefði beðið um í umræðunni um eignarhald á fjölmiðlum. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sagði gagn- rýnivert að það skyldi hafa tekið hálft ár að koma frumvarpinu aftur inn í þingið. „Hvað hefur menntamálaráðuneytið verið að gera allan þennan tíma?“ spurði Magnús. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna óttalega við- kvæma enda setti hún eigin mál fram með svipuðum hætti. „Málið er í eðlilegum farvegi. Það var fyrst kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnarflokkanna, sem hafa samþykkt það, þannig að málið hefur ekki verið á neinum þvælingi úti í bæ þegar háttvirtur þingmaður Sigurður Kári Kristj- ánsson tjáði sig um það í morg- un.“ johannh@frettabladid.is Segir hlutafélag um RÚV vera svik Framsóknarflokks Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, segir Framsóknarflokkinn hlaupinn frá loforðum um að breyta ekki Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Deilt var á menntamálaráðherra á þingi fyrir að kynna frumvarp um RÚV fyrst í fjölmiðlum. Þorgerður Katrín segir málið í eðlilegum farvegi og mál séu oft kynnt á slíkan hátt. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Ráðherra segir málið fyrst hafa verið kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnar- flokkanna. KOLBRÚN HALLDÓRS- DÓTTIR Kolbrún spurði hvort menntamála- ráðherra væri afhuga umbeðnu samráði og samstarfi um málefni fjölmiðla. ÖGMUNDUR JÓNAS- SON „Ég á enn eftir að trúa því að Fram- sóknarflokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrirheitum.“ Í LJÓSABORG Kennarar og nemendur létu ljós sitt skína þegar Ljósaborg var tekin formlega í notkun. SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikið var um dýrðir á Borg í Grímsnesi á föstu- dag en þá var tekinn formlega í notkun grunnskólinn Ljósaborg og skrifstofur sveitarfélagsins. Innan við ár er frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Sigurður Sigurðsson, vígslu- biskup í Skálholti, blessaði bygg- inguna og Kammerkór Bisk- upstungna söng nokkur lög en grunnskólabörnin sáu um að tendra ljósin áður en gengið var í kringum jólatré. Alls stunda 34 börn nám í Ljósaborg. Margrét Sigurðardótt- ir sveitarstjóri var hin kátasta og segir hún að mikillar uppbygging- ar sé að vænta í hreppnum. - jse Grímsnes- og Grafningshreppur: Skólinn blessaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.