Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 35
Forstjóri KB banka Rísandi stjarna Nýr taktur Seðlabankans Fjölgar vaxtaákvörðunardögum Mikið tap á Yankees Launakostnaður íþyngjandi Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 7. desember 2005 – 36. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Sneiða hjá yfirtöku | Yfirtöku- nefnd telur að Venus sé skylt að gera yfirtökutilboð í Hampiðjuna. Fjármálaeftirlitið mun líklega skera úr um málið. Hækka verðmat | Citigroup hef- ur hækkað verðmat sitt á easyJet úr 280 pensum á hlut í 400 pens. Baugur Group og KB banki eru meðal hluthafa í easyJet. Fellur frá kauprétti | Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, hefur fallið frá rétti sín- um til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum og fær laun sem nem- ur mismuninum. Kaupir söluaðila | Össur hf. hef- ur keypt breska stuðningstækja- fyrirtækið IMP fyrir um 1,2 millj- arða íslenskra króna og hefur þeg- ar tekið við rekstrinum. Hækkar stýrivexti | Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti um 0,25 stig. Standa þeir í 2,25 prósentum og hafa ekki verið svo háir síðan í október 2000. Novator kaupir | Novator, eign- arhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur eignast all- an hlut Viva Ventures í búlgarska fjarskiptafélaginu BTC. Bættur rekstur | Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var 289 millj- ónir króna. Það er ívið betra en spár greiningaraðila sögðu til um. Standa við verðmat | KB banki vísar á bug gagnrýni Atorku Group um að vinnubrögð bankans vegna greiningar á Jarðborunum hafi verið ófagleg. Stjórnendur hagnast | Átta stjórnendur KB banka hafa geng- ið frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir. Markaðsvirði hlutanna er 262 milljónir. JÓN KARL ÓLAFSSON, FORSTJÓRI ICELANDAIR Fær nýjan kauprétt á geng- inu 13,6 og nýtti sér eldri kauprétt á geng- inu 5,97 sem hann seldi að hluta fyrir 55 milljónir króna. Stjórnendur í FL Group fá kauprétt Kaupréttur fimmtán starfs- manna hækkar um 800 milljónir á tveimur árum. FL Group hefur gert kaupréttar- samninga við átta lykilsstarfs- menn fyrir 203 milljónir króna að nafnvirði. Koma hlutirnir til inn- lausnar á næstu þremur árum. Kaupgengið er 13,6 krónur á hlut sem er sama gengi og fjárfestum bauðst að kaupa á í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um fimmt- ung frá útboði og því er ljóst að ávinningur starfsmanna getur orðið verulegur ef gengið helst hátt. Heildarupphæð samninganna nema því 2.761 milljónum króna en markaðsvirðið er nokkuð hærra eða 3.329 milljónir króna. Kaupréttur hvers stjórnanda er mismunandi. Þannig fær Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs, að kaupa um 51 milljón hluta á genginu 13,6 en Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, um 18 milljónir hluta. Jafnframt hafa þrír fram- kvæmdastjórar hjá FL Group, Jón Karl, Magnús Kr. Ingason og Halldór Vilhjálmsson, ásamt tólf öðrum starfsmönnum, nýtt sér kauprétt að 77 milljónum hluta á genginu 5,97. Mismunur á kaup- verði og núverandi markaðsvirði er því um 800 milljónir króna og hafa þessir þrír aðilar selt bréfin að hluta. - eþa Hafliði Helgason skrifar Hækkun skuldabréfa KB banka á eftirmarkaði í Evórpu hafði ekki áhrif á útboð bankanna á skulda- bréfum í Bandaríkjunum. Íslandsbanki og KB banki gáfu út skuldabréf í Bandaríkjunum og voru kjörin í samræmi við þau kjör sem bankarnir hafa fengið í fyrri skuldabréfaútboðum. Útboð KB banka er það stærsta sem íslenskur banki hefur ráðist í hingað til eða fyrir hátt í hundrað milljarða íslenskra króna. Desember er talinn erfiður mán- uður á skuldabréfamörkuðum, þar sem margir fjárfestar taka til í söfnum sínum fyrir áramót. KB banki gaf út víkjandi skuldabréf sem færast á eiginfjárþátt A í samræmi við reglur um fjár- málastofnanir. Bréfin voru seld sterkum banda- rískum fjárfestum og er ekki eftirmarkaður með þau. Þau eru án tímamarka, en eru innkallanleg að tíu árum liðnum. „Við fengum sambærileg kjör í þessu útboði og við höfum fengið í útboðum á Evr- ópumarkaði fyrr,“ segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar KB banka. Hann segir því að umræða og hækkun á skuldabréfum ís- lensku bankanna á eftirmarkaði hafi ekki haft áhrif á þetta útboð. „Við ætluðum að sækja 150 milljónir bandaríkjadala í þessu útboði, en enduð- um í 165. Við erum mjög ánægðir með þessa niður- stöðu sem sýnir að sú umræða sem verið hefur um skuldabréf bankanna hefur ekki haft nein áhrif á kjör okkar.“ Fyrir utan útgáfu sem telst til eiginfjárþáttar A gaf bankinn út önnur skuldabréf fyrir 1,25 millj- arða dala og nam útgáfa bankans öll því um 1,4 milljörðum bandaríkjadala eða hundrað milljörð- um króna sem er stærsta útgáfa íslensks banka á þessum markaði og stærsta útgáfa íslensks banka hingað til. „Útgáfan er af svipaðri stærðargráðu og hjá meðalstórum evrópskum bönkum og greinilegt að Bandaríkjamarkaður meðhöndlar okkur eins og hvern annan traustan evrópskan banka.“ Hann seg- ir svo stóra útgáfu sýna mikinn stuðning fjárfesta. Íslandsbanki gaf út bréf fyrir 200 milljónir dala og eru kaupendur þeirra aðilar sem ekki hafa fjár- fest áður í útboðum bankans. Ingvar Heiðar Ragn- arsson, forstöðumaður fjárstýringa Íslandsbanka, segir þessa tilteknu útgáfu tilkomna að frumkvæði bandarískra fjárfesta sem höfðu áhuga á að kaupa skuldabréf bankanum. „Kjörin sem við fengum eru sambærileg við fyrri útgáfur á þessum markaði.“ Íslandsbanki var fyrstur íslensku bankanna til að fara á Bandaríkjamarkað síðasta sumar og hefur síðan gefið út skuldabréf fyrir á annan milljarð bandaríkjadala. F R É T T I R V I K U N N A R 2 10-11 6 Fjárfestar undir forystu Baugs og Pálma Haraldssonar vinna sam- kvæmt heimildum að yfirtökutil- boði á Whitthard of Chelsea sem er verslanakeðja með te, kaffi og sælkeravörur. Fyrir á Baugur ásamt Pálma sælkerakeðjuna Julian Graves, en samkvæmt þeim sem þekkja vel til smásölu- markaðar passar rekstur Whitt- hard og Julian Graves vel saman. Gengi bréfa Whitthard tók kipp á markaði í gær og sendi stjórn félagsins tilkynningu um að aðilar hefðu sýnt yfirtöku áhuga. Pálmi Haraldsson er stjórnarformaður Julian Graves. Hann hvorki neitaði né játaði því að hann ásamt Baugi væri aðili að tilboði í Whitthard. Gengi bréfa Witthard hækkaði snarlega í gær og hafði hækkað í 93 pens á hlut þegar það fór hæst í gærmorgun. Það gengi er sam- kvæmt heimildum mun hærra en það sem hugsanlegt yfirtökutil- boð gæti hljóðað upp á. Líklegt er að yfirtökutilboð muni verða á gengi milli áttatíu og níutíu pens á hlutinn. Baugur hefur haft augastað á Whitthard um tveggja ára skeið, en gengi bréfa félagsins hefur lækkað verulega síðastliðið ár. Það stóð í um 190 pensum fyrir ári síðan, en stóð í 75 pensum við opnun markaða í gærmorgun. Markaðsvirði félagsins er ríflega tveir milljarðar króna. -hh Íslenskum bönkum vel tekið í Bandaríkjunum KB banki og Íslandsbanki hafa sótt sér fé með skuldabréfa- útgáfu á Bandaríkjamarkaði. Kjörin voru sambærileg við fyrri kjör bankanna og hækkun á eftirmarkaði í Evrópu hafði því ekki áhrif á bandarísku útboðin. Stefna á yfirtöku Whitthard Baugur og Pálmi Haraldsson hyggjast gera yfirtökutilboð í sælkeraverslana- keðjuna Whitthard of Chelsea. Verðmætið er ríflega tveir milljarðar króna. Fr ét ta bl að ið /S te fá n 01_20_Markadur lesið 6.12.2005 15:06 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.