Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 71
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 35
„Sagandi er hægur jafn vindur, sam-
kvæmt orðabókinni,“ segir Ólöf Björg
Björnsdóttir, ein af sex myndlistar-
konum sem opnuðu um síðustu helgi
sýningu í galleríi Sævars Karls við
Bankastræti. Yfirskrift sýningarinn-
ar er Sagandi, orð sem þær heilluðust
af og sjá ýmsar merkingar í.
„Í þessu orði er bæði saga og
andi,“ segir Ólöf Björg, en í sýningar-
skrá segir að orðið hvorki skilgreini
sýninguna né setji henni mörk heldur
geri það „tengingar og hvörf óljós þar
sem fátt verður nokkurn tíma full-
skilgreint og afmarkað“.
Þær hafa því býsna frjálsar hend-
ur en Ólöf segir þær hafa lagt mikið
upp úr því að hafa ljúfa og mjúka
stemningu í sýningarsalnum.
„Við breyttum lýsingunni í saln-
um, settum upp aðra kastara til að fá
þessa mýkt. Verkin verða ljóðrænni í
þannig rými.“
Auk Ólafar eiga þær Hrund
Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris
Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir,
Kristín Helga Káradóttir og Margrét
M. Norðdahl verk á sýningunni.
„Hver okkar sýnir eitt verk en það
getur verið samsett úr mörgum þátt-
um,“ segir Ólöf Björg, sem sjálf sýnir
málverk af konu. Málverkið er í gler-
kassa og í kassanum er einnig lifandi
kanína sem listakonan tekur með sér
heim á kvöldin.
Á sýningunni gætir annars
ýmissa grasa. Þar má líta málverk og
skúlptúra af ýmsu tagi. Þannig sýnir
Hrund öndvegissúlu, Hlaðgerður Íris
kemur með framtíðarsýn, Kolbrá er
með kynlausan Elvis, Kristín Helga
með flæðarmál og Margrét með söfn-
unarseríu.
Ólöf Björg segir einlægnina ráða
ríkjum í samstarfi þeirra. „Okkur er
öllum alvara með því sem við erum
að gera og svo magnast krafturinn
þegar við komum saman í staðinn
fyrir að vera alltaf hver í sínu horni
að gera eitthvað.“
Sýningunni lýkur á aðfangadag og
verður opin á sama tíma og verslun
Sævars Karls.
Sagandi konur sýna
FJÓRAR AF SEX Kanínan er hluti af sýningunni sem nú stendur yfir hjá Sævari Karli.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
– stærsti fjölmiðillinn
Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að
leita að góðum starfskrafti er Allt – atvinna lausnin fyrir þig.
Allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu
inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga .
ATVINNULEITIN HEFST HÉR!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
6
2
9
Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
DESEMBER
4 5 6 7 8 9 10
Miðvikudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.30 Jón Jósep Snæbjörnsson
heldur tónleika í Akureyrarkirkju
ásamt Eyjólfi Kristjánssyni og
Stúlknakór Akureyrarkirkju. Á
tónleikunum verða flutt lög af nýút-
kominni plötu Jónsa ásamt eldri
lögum þeirra félaga. Einnig munu
þeir syngja nokkur jólalög ásamt
kórnum.
21.00 Samkór Kópavogs og
Samkór Reykjavíkur halda sam-
eiginlega tónleika í Grensáskirkju.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá
sem kemur öllum í jólaskap. Kaffi og
konfekt í hléi.
21.00 Smekkleysa SM efnir til
útgáfuhátíðar á NASA við Austurvöll.
Fram koma Hairdoctor, Kira Kira,
Megasukk og Siggi Ármann og
kynna efni af nýjum breiðskífum
sínum. Alfons X og Ben Frost snúa
plötum milli atriða.
21.00 Tríó Björns Thoroddsen
heldur tónleika á Næsta bar í
tilefni af nýútkomnum jóladisk
tríósins, sem ber einfaldlega nafnið
„Jól“. Tríóið skipa auk Björns, þau
Kristjana Stefánsdóttir söngkona
og Jón Rafnsson bassaleikari.
Hljómsveitirnar Indigo, Dikta og
Shadow Parade halda tónleika á
Gauknum.
Jan Mayen heldur opna æfingu
á Dillon þar sem hljómsveitin flyt-
ur efni sem verður á næstu plötu
hennar.
■ ■ FUNDIR
16.00 Samtök um krabbameins-
rannsóknir á Íslandi, SKÍ, halda mál-
þing í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands, í tilefni af tíu ára afmæli sínu.
Yfirskrift málþingsins er bólusetningar
gegn leghálskrabbameini.
■ ■ BÆKUR
22.00 Mike Pollock, Steinunn
P. Hafstað og GAK koma fram á
ljóðakvöldi á Café Rosenberg. Opinn
hljóðnemi að lestri loknum.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.