Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 49
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 15
S K O Ð U N
Stýrivaxtahækkun Seðlabanka
Íslands var minni en markaðs-
aðilar bjuggust við. Flestir
bjuggust við 50 til 70 punkta
hækkun. Niðurstaðan var 25
punktar eða sama hækkun og
Seðlabanki Evrópu ákvað dag-
inn á undan. Vaxtamunur milli
Íslands og Evrusvæðisins jókst
því ekki, en vaxtamunur milli
Íslands og viðksiptalanda þrýst-
ir upp gengi íslensku krónunn-
ar. Greining Íslandsbanka fjall-
aði um vaxtamuninn:
„Munur á innlendum og er-
lendum skammtímavöxtum hef-
ur lítið sem ekkert breyst í kjöl-
far hækkunar Seðlabanka á
föstudag. Aukinn vaxtamunur
ætti að öðru óbreyttu að styðja
við gengi krónu og gefur því
þróun hans vísbendingu um
gengisþróun. Munur 3ja mán-
aða vaxta á peningamarkaði
hérlendis og í helstu viðskipta-
löndum okkar náði hámarki eft-
ir vaxtahækkun Seðlabanka í
septemberlok, og var hann þá
tæplega 7,2%. Síðan þá hefur
munurinn minnkað nokkuð og
er nú rétt um 7%. Skiptasamn-
ingar vegna erlendrar útgáfu
hafa myndað þrýsting niður á
við á lengri enda peningamark-
aðar undanfarið, og þannig unn-
ið gegn miðlun stýrivaxtahækk-
unar um vaxtarófið. Hugsanlegt
er þó að vextir á þessum mark-
aði hækki eitthvað næstu daga.“
„Evrópski seðlabankinn
(ECB) hækkaði stýrivexti sína
um 25 punkta síðastliðinn
fimmtudag en það er fyrsta
hækkun bankans frá árinu 2000.
Fastlega er búist við að banda-
ríski seðlabankinn hækki vexti
sína um 25 punkta 13. desember
og aftur í janúarlok. Í stórum
dráttum má því segja að vaxta-
hækkun Seðlabanka Íslands á
föstudag hafi ekki aukið við
væntan vaxtamun næstu tvo
mánuði. Ekki er því að vænta
frekari stuðnings við gengi
krónu úr þeirri átt næsta
kastið.“
Vaxtamunurinn breytist ekki í bráð
Flugið bjargar líf-
eyrissjóðunum
Hvar sem hjól lyftast frá flug-
braut, þá er líklegta að Íslending-
ur sé einhverstaðar á hluthafa-
skrá eigenda flugvélarinnar.
Þessi bransi sem íhaldsamir fjár-
festar forðast eins og heitan eld-
inn er mikið áhugamál Íslend-
inga.
Við eigum sjálfir okkar skerf
af íhaldsmönnum sem hafa spáð
illa fyrir þessum flugáhuga.
Menn voru tortryggnir á kaup FL
Group í easyJet. Nýleg greining
easyJet virðist hins vegar benda
til þess að menn þar á bæ hafi
vitað hvað þeir voru að gera.
Straumur er að bæta við sig í
Finnair. Sterling er komið í hús
og Pálmi Haraldsson og Jóhann-
es Kristinsson eru stærstu hlut-
hafarnir í Flyme. Þar við bætist
Avion Group sem er ekkert smá-
ræðis félag.
Flugrekstur er áhættusamur,
en ávinningsvonin mikil ef vel
tekst til. Fleyg eru orð Richards
Branson, eiganda Virgin-flugfé-
lagsins, að leiðin til að verða
milljónamæringur sé að verða
fyrst milljarðamæringur og
kaupa síðan Flugfélag.
Hitt sem gjarnan er nefnt er
að á meðan skipakóngar verði
níræðir (og þá gjarna kvæntir
konum sem eru í það minnsta
hálfri öld yngri en þeir), þá verði
eigendur flugfélaga rúmlega
sextugir (og væntanlega frá-
skildir). Það er sannleikskorn í
því, því eigendur flugfélaga
verða sífellt að halda vöku sinni
og bregðast við breyttum að-
stæðum sem vissulega tekur á
taugarnar. Sjálfur er ég til í að
taka þátt í þessu ævintýri sem
farþegi í hluthafahópnum og
sleppa þar með við því að fylgj-
ast með hverri hreyfingu á mark-
aðnum.
Annars heyrir maður gjarnan
lífeyrissjóðina kvarta undan því
að aukin örorka og hærri lífaldur
sé að valda þeim vandræðum.
Það er kannski lausn fyrir lífeyr-
issjóðina að þjóðin sé að stórum
hluta til að verða eigendur flug-
félaga. Samkvæmt kenningunni
um aldursmun á skipakóngum og
flugkóngum verða þeir því færri
sem ná eftirlaunaaldri.
Sjálfur er ég vel eignadreifð-
ur með mitt á hreinu, mæti í
ræktina og held ró minni. Þannig
hyggst ég lifa eins og skipakóng-
ur í ríki mínu í að minnsta kosti
hálfa öld í viðbót.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta síðastliðinn
fimmtudag en það er fyrsta hækkun bankans frá árinu 2000. Fastlega er búist við
að bandaríski seðlabankinn hækki vexti sína um 25 punkta 13. desember og
aftur í janúarlok. Í stórum dráttum má því segja að vaxtahækkun Seðlabanka
Íslands á föstudag hafi ekki aukið við væntan vaxtamun næstu tvo mánuði.
14_15_Markaður lesið 6.12.2005 14:48 Page 3