Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 10% ÚTBORGUN: 176.500 kr. Opel Meriva DVD A‹EINS 23.999 kr. Á MÁNU‹I* VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.795.000 kr. Opel Astra Caravan A‹EINS 23.680 kr. Á MÁNU‹I* VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.760.000 kr. DVD spilari fylgir! JÓLIN NÁLGAST! NÁÐU FORSKOTI Á NÝJUM OPEL. 10% ÚTBORGUN 179.500 kr. Opel Astra Hatchback A‹EINS 22.810 kr. Á MÁNU‹I* VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.695.000 kr. 10% ÚTBORGUN 169.500 kr. F í t o n / S Í A *Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 10% útb. og eftirstö›var í 84 mánu›i. Við erum í sérstöku hátíðarskapi og því býðst þér Opel á frábæru jólatilboði út allan desember með einungis 10% útborgun! En það er ekki allt: Hverjum Opel fylgir 100.000 kr. gjöf frá Bræðrunum Ormsson handa þeim sem þér þykir vænt um. Við hvetjum alla ökumenn til að aka varlega um hátíðarnar. Opel. fi‡ski gæ›ingurinn. Fjölmiðlar hafa tekið andköf vegna útkomu Samfylkingarinn- ar í Gallup könnun sem birt var 1. desember sl. Samkvæmt þeirri könnun tapaði Samfylkingin 2% stigum frá könnun Gallups einum mánuði fyrr. Þessi breyting á fylgi Samfylkingarinnar milli mánaða er þó ekki meiri en oft á sér stað á fylgi annarra stjórnmálaflokka milli mánaða. Fylgi allra stjórn- málaflokkanna hefur sveiflast nokkuð á yfirstandandi ári. Vinstri grænir voru t.d. með 19 prósent fyrir réttu ári. En í apríl til júní voru þeir með 15 prósent. Í september fóru þeir aftur upp í 19 prósent en féllu niður í 14 pró- sent mánuði síðar. Nú hafa þeir aftur náð sér upp. En þetta eru talsverðar sveiflur og hafa ekki vakið mikið umtal hjá fjölmiðlum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur einnig sveiflast mikið. Fyrir 12 mánuðum var flokkur- inn með 35 prósent en í kringum landsfundinn hækkaði flokk- urinn og komst í 44 prósent í oktober. Strax mánuði síðar var fylgið komið í 41 prósent. Menn höfðu spáð því, að þegar Davíð hætti mundi fylgið hrynja af Sjálfstæðisflokknum. En það hefur ekki orðið. Þvert á móti jókst fylgið í kringum lands- fundinn og við valdatöku Geirs Haarde. Svo virðist sem fylgi Sjálfstæðisflokksins sé nokkuð traust án tillits til foringja. Og mikið umtal eins og virðist vera hringum landsfund og prófkjör hefur meira að segja en hver er foringi. Samfylkingin var með 30 prósent fyrir 12 mánuðum en komst upp í 34 prósent ( í júní) í kringum landsfund flokks- ins, þegar Ingibjörg Sólrún var kosin formaður. Í oktober var fylgið komið í 29 prósent og nú mældist það rúmlega 3 pró- sentustigum lægra. Ég spái því, að Samfylkingin muni fljótlega ná sér á strik og komast í 30 prósent og rúmlega það. Sjálf- stæðisflokkurinn mun einnig fljótlega hjaðna á ný þegar nýjabrumið er farið af eftir for- mannsskiptin. Athyglisvert er að VG hefur treyst sig í sessi sem róttækur flokkur. Svo virðist sem róttæk stefna þeirra hafi hljómgrunn. Gæti það verið Samfylkingunni vísbending um það, að færa stefnuna ekki um of inn að miðj- unni. Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig vel sem formaður Samfylk- ingarinnar. Það er því ekki unnt að kenna henni um tímabundna niðursveiflu Samfylkingarinn- ar eins og miklir hægri pennar vilja gera. Ef Samfylkingin held- ur sömu stefnu og áður og daðr- ar ekki við Sjálfstæðisflokkinn fær hún fljótlega sitt fyrra fylgi og rúmlega það. Höfundur er viðskiptafræðingur. Samfylkingin mun ná sér á strik Verkfalli kennara er lokið fyrir nokkuð löngu. Sæmilegur frið- ur kominn á aftur. Samt er rétt að hugleiða hvort heimilt var að reka skólabörn heim í verkfallinu og loka oft skólunum fyrir þeim. Hver var lagalegur réttur til þess af hendi kennara? Var hann e.t.v. ekki til eða alla vega mjög vafa- samur? Í sjónvarpi sagði kennari í verkfallinu að líklega skaðaði lokun skólanna heilsu einhverra barna og bætti við: „en saltfiskur skemmdist líka í verkföllum“ síð- ustu aldar. Eru skólabörn þá lík „saltfiski“ þegar verkfall er? Þessu verður að svara neit- andi enda skólabörn vernduð með margvíslegri löggjöf, frá sérlögum um barnavernd upp í almenn hegningarlög. Slík lög ber að virða gagnvart börnum með öllum hætti, þótt verkfall sé. Það réttlætir ekki hugsanleg lögbrot gegn skólabörnum að kennarar gera verkfall. Er úrelt hugsun. Fólk virðir ekki áunninn rétt skólabarna á síðustu árum til að eiga annað heimili í skóla sínum auk heimilis hjá foreldrum. Mörg börn treysta orðið á það að geta farið í skólann í upphafi dags um leið og foreldrar þeirra fara í vinnu. Ef skólanum er lokað og á þessi börn eru þau nánast fyrir- varalaust á ísköldum klaka yfir daginn. Þau skortir allt öryggi og skjól og bíða tjón á sál og lík- ama. Verða í hlutverki „saltfisks“ í verkföllum síðustu aldar. Þetta er slæmt mál. Rétta þarf aftur hlut barna. Virða ber lög sem vernda þau. Greinarhöfund- ur telur að tryggja eigi betur með nýjum lögum skýran rétt skóla- barna til dvalar í góðu andlegu skjóli í skólahúsinu þótt kennar- ar geri verkfall. Skólahúsið væri undir aga og stjórn þótt kennsla félli niður. Börnum væru styttar stundir án þess að gengið væri í væri í verk kennara. Ekki má aftur nota skólabörn sem „salt- fisk“ í nýju kennaraverkfalli. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Börn eru ekki saltfiskur UMRÆÐAN FYLGI SAMFYLK- INGARINNAR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Athyglisvert er að VG hefur treyst sig í sessi sem róttækur flokkur. Svo virðist sem róttæk stefna þeirra hafi hljómgrunn. Gæti það verið Samfylkingunni vísbending um það, að færa stefnuna ekki um of inn að miðjunni. UMRÆÐAN SKÓLAGANGA LÚÐVÍK GIZURARSON 31 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.