Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Birgir Þór Bieltvedt er á fleygi- ferð í dönsku viðskiptalífi. Hann er einn fjárfestanna í Magasin du Nord og Illum og er einnig stofnandi Domino’s Pizza í Danmörku. Hafliði Helgason ræddi viðskipti í Dan- mörku og ganginn í Magasin við Birgi yfir hádegisverði. Birgir Þór Bieltvedt hefur undanfarin ár ver- ið í viðskiptum í Danmörku. Hann stofnaði Domino’s Pizza í Danmörku, en hann hafði áður byggt upp slíka starfsemi hér á landi. Hann hefur reyndar selt meirihlutann í Dom- inos’s og látið af framkvæmdastjórn í fyrir- tækinu, en sinnir stjórnarformennsku í Dom- ino’s í Danmörku. Birgir Þór komst hins veg- ar í sviðsljósið þegar hann ásamt Baugi og Straumi keypti krúnudjásn danskrar verslun- ar. Sjálft Magasin du Nord, en flaggskip þess fyrirtækis stendur við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. Birgir hafði haft augastað á Magasin og kom að máli við forsvarsmenn Baugs með hugmyndina. Ákvörðunin var tekin og kaupin vöktu gríðarlega athygli. „Það er gegnum gangandi í skoðunum og viðhorfum fólks, að kaupin á Magasin du Nord eru þau viðskipti sem allir tala um. Magasin kostaði hálfan milljarð danskra króna, en KB banki keypti FIH á hátt í átta milljarða danskra til sam- anburðar. Ég vissi að þetta myndi vekja athygli hérna, en mér datt aldrei í hug að þetta yrði svona stórt.“ MAGASIN ILLA REKIÐ Kaupin voru viðkvæm fyrir suma Dani og myndin sem máluð var af hópnum sem keypti Magasin var sú að þarna færu fjárvana ævin- týramenn sem væru einhvers konar af- sprengi íslenskrar hlutabréfabólu sem væri við það að springa. Birgir Þór segir enga ástæðu til að fara í vörn yfir slíkri umræðu. Umræðan hafi líka breyst og verið allt önnur þegar sami hópur keypti vöruhúsið Illum. „Fyrir okkur snýst þetta um að láta verkin tala og sýna að það sé hægt að reka Magasin. Fyrirtækið er 140 ára gamalt og var mjög illa rekið síðustu ár. Staðsetning verslananna er mjög góð og þetta er eitt þekktasta merkið í smásölu á Norðurlöndunum.“ Birgir segir mikið hafa gerst á þeim rúmu tólf mánuðum sem hafa liðið frá því að Magasin var keypt. „Við settum okkur skýr markmið og okkur hefur tekist að ná þeim nánast öllum.“ Hann segir að meðal mikilvægra áfanga sé frá- gangur á sölu fasteignarinnar við Kongens Nytorv og samvinna við Magasin du Nord sjóðinn sem er í eigu fjölskyldu stofnend- anna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt bæði út á við og fyrir okkur að halda tengsl- um við fjölskylduna. Við héldum líka stærstu útsölu sem haldin hefur verið í Magasin síð- astliðinn janúar og náðum að minnka vörulagerinn gríðarlega. Við losnuðum við vörur sem voru búnar að fara á milli verslana með miklum tilkostnaði.“ Hann segir að burt séð frá kostnaði við þennan þvæling á vör- unni sé það lykilatriði að taka inn nýjar vör- ur. „Maður missir kúnnana ef ekki eru nýjar vörur í búðunum.“ MIKIÐ GERST Á ÁRINU Birgir Þór segir að þetta hafi verið eitthvað sem menn hefðu átt að vera löngu búnir að gera. „Það skipti máli að þetta var skráð félag og menn höfðu áhyggjur af því að selja vöru undir kostnaðarverði og sýna tap. Það skipti okkur engu máli. Við vildum losa fé og losna við vöruna til þess að geta komið með nýja vöru inn. Síðan fórum við í að loka búðum sem höfðu tapað gríðarlega miklum peningum og við töldum ekki falla að okkar hug- myndum um framtíðarrekst- urinn. Kostnaðurinn við það nam svipuðu og því sem búðirnar töpuðu á einu ári.“ Hann segir að einnig hafi verið farið í gegnum stjórnendateymið og sterkir stjórnendur verið ráðnir inn. Þar við bætist inntaka nýrra búða, ný vörumerki. „Við höfum líka lagt mikla fjár- muni í endurbætur á lykil- verslunum okkar við Kong- ens Nytorv.“ Birgir Þór segir samsetn- ingu hópsins hafa skipt miklu hversu vel kaupin gengu. „Það skipti máli fyrir þá sem seldu að í hópnum væri reynsla af verslun. Þannig skipti Baugur miklu. Straum- ur kom með fjármögnunina og þeir eru öflugir og gott að vinna með þeim. Svo held ég að það hafi líka skipt máli að hafa einn sem býr hér og hef- ur reynslu af rekstri í Dan- mörku; að hafa einhvern sem var á staðnum og þekkti menninguna. Þetta hefur verið mjög gott samstarf.“ Hann segir að stefnt sé að því að sjóðstreymi verði já- kvætt á næsta ári. „Okkur mun takast það,“ segir hann. Illum var keypt síðsum- ars. Hann segir unnið að samstarfi Illum og Magasin. „Þessar búðir eiga að vera sjálfstæðar, en um leið að ná fram hagræðingu sem liggur í sam- spili fyrirtækjanna.“ Illum er ólíkt Magasin og er meira fasteignafélag sem leigir frá sér verslanarými en verslun. „Við veljum hins vegar hverjum við hleypum inn í Illum og metum hvort menn falla að heildarhugmynd- inni um vöruhúsið.“ DANSKA REKSTRARUMHVERFIÐ ERFIÐARA Birgir Þór byrjaði með Domino’s á Íslandi 1993. „Árið 1996 fannst mér þetta komið á það stig að ég gæti farið frá því.“ Hann flutti út 1997 og hóf uppbyggingu Domino’s í Skandin- avíu. „Markmiðið var að koma þessu af stað en það gekk illa að finna góða aðila til að reka þetta. Það bitnaði svo á þeim hugmyndum okkar að fara áfram til Svíþjóðar. Danska rekstrarumhverfið var erfiðara en við áttum von á og sú þekking sem við komum með frá Íslandi og Bandaríkjunum nýttist ekki eins og vonir stóðu til. Það má því segja að við höfum þurft að læra þetta allt aftur.“ Hann segir uppbyggingu Domino’s hafa gefið sér mikla reynslu í viðskiptaháttum Dana. „Danir eru íhaldsamir og varkárir sem þarf ekki endilega að vera slæmt. Þeir spá mjög mikið í krónur og aura sem aftur er ekki ókostur. Ef við tök- um Domino’s sem dæmi, þá eru allir sammála um það að við erum með langbestu pitsurnar, mestu gæðin, al- vöru ost og alvöru álegg. Sama fólk segir pitsurnar úti á horni óætar, en þar sem það munar tuttugu til þrjátíu dönskum krónum á verðinu, þá eru þær frekar keyptar. Hins vegar við séstök tæki- færi eins og afmæli og fleira, þá kaupa þeir okkar pitsur.“ Hann segir margt af Dönum að læra. „Maður lærði það hér að fara með innkaupapoka út í búð. Ég hafði aldrei gert það á Ís- landi.“ Hann segist stundum spurður að því hvernig sé að búa í Danmörku þar sem skattar eru háir. „Ég er auð- vitað ósáttur við þessa háu skattlagningu en ég sé alla- vega hvernig þeim er varið. Ég sé að landið og borgin eru hrein. Fólkið er opið og þeir kunna sig sósíalt og börnin eru glöð. Samfélagið er gott og fínt að búa hérna fyrir mann eins og mig sem er til í að grípa tækifærin sem Danir sjá en hika við að taka sénsinn á.“ Hann segir Íslendinga meira horfa á gæði og þjónustu. Munurinn er á fleiri sviðum eins og framrásin í Danmörku hefur sýnt. „Við erum sólgnari í tækifærin. Síðasta ár hefur verið okkur Íslendingum gott. Það er einu sinni þannig að mesti ávinningurinn fæst þeg- ar maður tekur sénsa. Það segir sig sjálft að eitthvað mun mistakast. Þá spyr maður sig hvort betra sé að hafa tíu spennandi verkefni í gangi og eitt til tvö ganga ekki upp, eða að vera fastur í sömu sporunum.“ Hádegisverður fyrir tvo á Norma Eplaskífa með lifrarkæfu Gufusoðinn léttsaltaður þorskur Svínalundir Drykkir Sódavatn Bjór Kaffi Verð danskar krónur 595 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Birgi Þór Bieltvedt fjárfesti í Danmörku Gott auðvald Aurasálin er mjög hugsi eftir lest- ur Lesbókar Morgunblaðsins um helgina. Þar var meðal annars að finna grein um hina nýríku og muninn á hinu góða auðvaldi og því vonda. Aurasálin tekur heils hugar undir það með fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins að núverandi auðmenn kunni alls ekki nógu vel að vera ríkir. Það er er óþolandi vð þetta ný- ríka fólk er hversu augljóslega það hefur gaman af peningum – en æðstuprestar gömlu ættar- veldanna koma Aurasálinni ætíð fyrir sjónir eins og þeir hörm- uðu það hlutskipti sitt að vera ríkir. Fyrir þeim var auðurinn áþján – plikt sem örlögin höfðu áskapað þeim. Þetta gamla góða auðvald hafði vit á því að láta sem heimsins áhyggjur hvíldu á herðum þeirra og kunni að fara með völd og ábyrgð. Alþýðufólk öfundaði ekki góða auðvaldið því að mörgu leyti var svo augljóst að stórbokkarnir voru venjulegu fólki fremri að andlegu og líkamlegu atgervi auk þess sem engum venjuleg- um manni datt það í hug að reyna að verða ríkur. Miklu betra var að vera sæll og glaður eignaleysingi heldur en að til- heyra stétt hinna brúnaþungu og vansælu auðmanna. En nú er öldin heldur betur önn- ur, eftir tóma pretti og tál – eins og skáldið sagði. Nýja auðvaldið leikur sér að peningunum sínum eins og lítil börn. Það kaupir snekkjur, sumarhallir og sport- bíla og einn mun víst hafa keypt tíu milljóna króna leðurjakka. Þetta nýja (og vonda) auðvald virðist þar að auki svo smekk- laust á list og kúltúr að í stað þess að einbeita sér að menn- ingu sem er ofar skilningi alþýð- unnar þá mæti þetta lið án þess að skammast sín á popptónleika og fótboltaleiki og hegðar sér eins og unglingar. Svo vílar þetta nýríka lið það ekki fyrir sér að gera tilraunir til þess að kaupa sér völd og áhrif. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kaupa fjölmiðla! Aura- sálin á vart orð yfir hversu illa þetta fólk kann sig. Hefur eng- inn sagt þeim að fjölmiðlar og völd eru hlutir sem menn erfa – en ekki kaupa? A U R A S Á L I N Birgir Þór Bieltvedt Starf: Fjárfestir í Danmörku Fæðingardagur: 15. desember 1967 Maki: Eygló Björk Kjartansdóttir Börn: Stella Rín f. 1993, Birgir Þór f. 1999 og Anna Karin f. 2002 BIRGIR ÞÓR BIELTVEDT Birgir Þór segir Magasin du Nord hafa verið illa rekið og nýir eigendur hafi sett sér skýr mark- mið um reksturinn sem allt bendi til að náist. Hann segir mikilvægt að það takist að sýna fram á að vel sé hægt að reka Magasin du Nord. Mikið gerst í Magasin du Nord Fr ét ta bl að ið /H af lið i H el ga so n 12_13_Markadur lesið 6.12.2005 14:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.