Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 12

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 12
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkurborgar voru komnir á stjá upp úr sex í gærmorgun til að tæma sorptunnur borgarbúa. Allar tunnur voru troð- fullar eftir jólahátíðina og er áætlað að um 800 tonn af rusli verði ferjuð frá heimilum í urðunarstöðina í Álfsnesi milli jóla og nýárs. „Nú eru allar tunnur fullar,“ segir Helgi Helgason, bílstjóri á einum af tíu ruslabílum borgarinnar. Hann og hans menn tóku daginn snemma í gær enda er keppt við tímann um að tæma hverja einustu ruslatunnu í Reykjavík en þær eru rétt tæplega fjörutíu þúsund. „Færðin er í lagi og það skiptir miklu máli,“ segir Sigríður Ólafs- dóttir, rekstrarstjóri sorphirðu Reykjavíkurborgar. „Stefnan er að ná einni umferð milli jóla og nýárs og við gerum allt til að ná því,“ segir hún og bætir við að umbúðamagnið sé gríðarlegt. „Megnið af því sem fólk ber út úr Kringlunni og Smáralind fyrir jól er umbúðir sem fara í ruslatunn- una. Fólk verður að fara að læra að flokka pappa og annað frá og koma því í endurvinnslu.“ Ekkert aukasorp er tekið frá heimilum; aðeins það sem er í tunnunum og svo í sérstökum pokum sem bera sorphirðugjald. Tíu sorphirðubílar eru á ferð um borgina og á hverjum bíl eru um sex manns. Það er því um sextíu manna sveit sem fer sem stormsveipur um Reykjavík og tæmir þær tunnur sem á vegi hennar verða. „Mannskapurinn er sprækur og tekur þessu með jafnaðar- geði,“ segir Helgi Helgason, sem hefur langa reynslu úr faginu. Hann segir sorpmagnið fara stig- vaxandi allan desembermánuð og ná hámarki eftir jólin. „Það má búast við að hver bíll flytji um áttatíu tonn af sorpi þessa daga,“ segir hann. Vanalega flytur hver bíll um 45 tonn svo sjá má að aukningin er mikil. „Nú bætast við allir hryggirnir og sósurnar og svo auðvitað jólapappírinn,“ segir Helgi og hlær. Af þessu má því áætla að um 800 tonn af sorpi verði flutt frá heimilunum í bögg- un hjá Sorpu og þaðan í urðun í Álfsnesi dagana milli jóla og nýárs. Til samanburðar má nefna að það tekur öflugustu togara flotans um fjórar vikur að veiða 800 tonn af þorski. bjorn@frettabladid.is Það væri nú aldeilis fyndið „Ætli það verði ekki brandarinn í fyrsta þættinum að senda út hljóðlaust Veggfóður.“ VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR, STJÓRNANDI SJÓNVARPSÞÁTTAR- INS VEGGFÓÐURS SEM SÝNDUR VERÐUR Á STÖÐ 2 Í VETUR. FRÉTTABLAÐIÐ. Þá stöndum við klár á því „Árið 2006 gæti orðið síðasta ár okkar jarðneska mannkyns, því við höfum það ár ekki öruggt sem hluta af lífi okkar fyrr en vegur þess er genginn.“ RÚNAR KRISTJÁNSSON HÚSASMIÐUR Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. „Maður lætur tíðina ekki hafa áhrif á jólaskapið,“ segir Sigurður Margeir Magnússon, gröfumaður hjá SM verktökum ehf., spurður hvernig jólaskapið hafi verið í rigningunni miklu yfir hátíðina. „Það er nú alltaf skemmtilegra að hafa hvít jól en þau hafa nú verið rauð meira og minna undanfarin ár og maður verður bara að horfa framhjá því,“ segir hann. Margir létu regnið pirra sig en Sigurður Margeir var ekki í þeim hópi. Starfs síns vegna er hann nokkuð hrifinn af veðráttunni þessa dagana. „Það er fínt fyrir okkur að það rigni og raunar mjög gott á meðan ekki er snjór,“ segir gröfumaðurinn Sigurður Margeir, sem grefur eins og ekkert sé meðan jörð er auð og frostlaus. SJÓNARHÓLL RIGNINGIN UM JÓLIN SIGURÐUR MARGEIR MAGNÚSSON GRÖFUMAÐUR ALLT Í RUSLI Starfsmenn sorphirðu Reykjavíkur höfðu í nægu að snúast í gær við að tæma tunnur borgarbúa. Áfram verður haldið fram að áramótum og er vonast til að hægt verði að tæma allar næstum fjörutíu þúsund ruslatunnur borgarinnar á þeim tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Aldrei meira rusl í Reykjavík Í lagi „Ég hef það alveg bærilegt eins og Ólafsfirðingar flestir held ég um hátíðina,“ segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafs- firði. Ýmislegt hefur drifið á daga bæjarbúa hina síðustu daga. Aðventuhátíð var haldin með pompi og prakt nánast allan desembermánuð og gekk vel fyrir sig. „Hún tókst vel í alla staði og vakti lukku meðal bæjarbúa. Ýmislegt var þar í boði enda félagslíf hér stór hluti af menn- ingunni.“ Þegar talið berst að yfir- standandi ári er pundið þyngra í Stefaníu. „Ólafsfirðingum hefur fækkað hlutfallslega meira á þessu ári en raunin hefur verið í nálægum sveitarfélögum en ég bind vonir við að árið 2006 verði þeirri þróun snúið við. Aðallega þar sem þá hefjast framkvæmd- ir vegna Héðinsfjarðarganga og í framhaldinu sú samvinna sem verður milli okkar og Siglufjarð- ar. Svo er ofarlega í huga mér að sameining sveitarfélaganna hér hafi verið felld í haust. Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir smærri bæjarfélög á borð við Ólafsfjörð að sameinast þó ekki sé til annars en geta staðið undir því þjónustu- stigi sem fólk gerir kröfu um í dag. Það voru mér vonbrigði að ekkert varð af þeim en líst engu að síður vel á árið sem er að ganga í garð.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEFANÍA TRAUSTADÓTTIR BÆJARSTJÓRI Á ÓLAFSFIRÐI Vonir bundnar við árið 2006 Heróínið drap Jón Inga og Ólöfu Lindu á jóladag -HURÐIN SÖGÐ LÆST UTAN FRÁ -LÖGREGLAN ÚTILOKAR EKKERT - I - I OG LIFÐU NÁGRANNARNIR AFÞÖKKUÐU HERÓÍN DV2x15-lesið 27.12.2005 19:22 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.