Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 14
28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR14
fréttir og fróðleikur
1998 2002 2004
43
49
60
37
2000
Nú er innan við vika þangað til árlegt flugelda-
æði rennur á landsmenn. Miðað við hina frægu
höfðatölu eiga Íslendingar líklega met í fjölda
keyptra flugelda á hvern einstakling og í hugum
margra er sameiginleg flugeldasýning Íslendinga
það skemmtilegasta við gamlárskvöld. Flugeldar
geta verið varasamir enda fellur meðferð á þeim
undir vopnalög.
Hvaðan eru flugeldar upprunalega?
Flugeldar voru þróuðir í Kína fyrir tæpum þúsund
árum í kjölfarið á því að púður var fundið upp.
Í grófum dráttum eru flugeldar hylki úr pappír
með púðri í. Upphaflega var púður gert úr við-
arkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og
brennisteinninn verka sem eldsneyti en saltpét-
urinn gefur blöndunni súrefni.
Í dag eru notuð önnur og kraftmeiri efni en
notuð voru í Kína. Sterkja, sykur og efni sem
unnin eru úr jarðolíu er notuð sem eldsneyti og í
stað saltpéturs er notað kalíumklórat.
Hverjir mega kaupa flugelda?
Ráðherra setur ákvæði í reglugerð um sölu og
meðferð flugelda og hann getur sett reglur um að
ekki megi selja almenningi ýmsar tegundir flug-
elda sem geta
verið hættu-
legar mönnum.
Jafnframt getur
hann kveðið
á um sérstakt
eftirlit í því
skyni. Innflytj-
andinn þarf þá
eftir atvikum
að bera kostn-
að af því.
Í sjötta kafla vopnalaga er fjallað um með-
ferð á flugeldum. Þar kemur fram að bannað er
að selja eða afhenda barni yngra en sextán ára
flugelda sé þess getið í leiðbeiningum sem fylgja
flugeldunum. Þá er öll sala á flugeldum til barna
yngri en tólf ára bönnuð.
Hvernig komast flugeldar á loft?
Flugeldar eru yfirleitt búnir til úr tveimur aðskild-
um hylkjum. Annað er fullt af grófu púðri sem
veldur þvi að flugeldurinn skýst upp í loftið, en
í hinu er fíngert púður sem veldur sprenging-
unni þegar flugeldurinn nær vissri hæð. í Seinna
hylkinu eru líka efni sem mynda liti þegar þau
hitna. Kveikiþráðurinn kemur fyrst inni í hylkið
með grófa púðrinu sem brennur hratt en spring-
ur ekki. Þar myndast heitt gas sem streymir út í
gegnum lítið rör. Við þetta myndast mikill lyfti-
kraftur og flugeldurinn skýst upp.
FBL GREINING: FLUGELDAR
Bannað að selja börnum flugelda
Guðmundur B. Helga-
son, ráðuneytisstjóri í
landbúnaðarráðuneyt-
inu, segir fyrirséð að
samþykktir á vegum Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinn-
ar kalli á breytingar á land-
búnaðarkerfinu. Hann segir
skýrast með vorinu hverjar
þær kunni að verða, en býst
við helmingsniðurskurði
í innanlandsstuðningi við
landbúnað. Úrlausn erfiðra
álitamála var frestað til
aprílloka á fundi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar
í Hong Kong. Guðmundur
leiðir viðræður fyrir hönd
landbúnaðarráðuneytisins.
Guðmundur B. Helgason ráðuneyt-
isstjóri segir ákveðinn samhljóm
með málflutningi G-10 ríkjanna
og þróunarríkja á vettvangi
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Í báðum tilvikum hugnist þjóðun-
um lítt frjálshyggjumálflutningur
um fyrirvaralaust og algjört
afnám tolla og viðskiptahindrana.
G-10 er hópur þjóða sem eiga það
sammerkt að flytja inn mikið
magn matvæla. Guðmundur kom
heim af ráðherrafundi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar í Hong
Kong rétt fyrir jól.
„Þetta eru stór mál og flók-
in og hagsmunirnir margþættir.
Þess vegna gefa þau sig mjög illa
að einföldum alhæfingum,“ segir
Guðmundur og telur að undanfar-
ið hafi í sumum málflutningi gætt
forsjárhyggju í garð vanþróuðustu
ríkjanna. „Kannski er það þannig
að menn ættu að eyða meiri tíma
í að hlusta á þessi ríki og greina
þarfir þeirra frá þeirra bæjardyr-
um séð,“ segir hann og harmar
gagnrýni sem fram hefur komið
á samstarf Íslands innan G-10
ríkjahópsins. „Menn hafa látið að
því liggja að stefna G-10 sé fátæk-
ustu ríkjunum fjandsamleg. En
málflutningur G-10 um hófsam-
ari nálganir en þessi hörðu
frjálshyggjuöfl hafa boðað hafa
mikinn hljómgrunn hjá fátækustu
þjóðunum.“ Guðmundur segir
fátækari ríkin telja þær leiðir að
tryggja algjört og skilyrðislaust
viðskiptafrelsi einungis til þess
fallnar að önnur og samkeppn-
ishæfari ríki hirði upp allan
ávinning af frjálsum milliríkj-
aviðskiptum.
Ísland á undan öðrum
Meðal þess sem samþykkt
var á fundinum í Hong Kong
var að veita útflutningsvörum
fátækustu þjóða heims tolla- og
magntakmarkanalausan aðgang
að mörkuðum iðnríkja frá og með
árinu 2008. „Von manna er að
þetta megi verða til að bæta hag
þessara ríkja eitthvað,“ segir Guð-
mundur en bendir á að aðgangur
þessara ríkja að okkar markaði
hefur verið mjög greiður. Oft eru
þessi ríki háð útflutningi á fáum
eða jafnvel bara einni grunnafurð,
svo sem sykri, ávöxtum, korni,
bómull, eða einhverju þess háttar.
Þessar vörur koma allar hingað til
Íslands án nokkurra tolla eða rík-
isafskipta.“ Guðmundur bendir á
að G-10 hópurinn hafi barist fyrir
þessum markaðsaðgangi fátæk-
ustu ríkjanna. „Bandalagið er sum
sé ekki verra en svo að málflutn-
ingurinn hefur verið mjög vinsam-
legur þessum fátækustu ríkjum.“
Hér verður skorið niður
Nýafstaðinn fundur í Hong Kong
er hluti af heildstæðri samning-
alotu um öll svið vöru- og þjónus-
tuviðskipta sem ýtt var úr vör í
Doha í Katar árið 2001. Fjallað
er um skuldbindingar varðandi
markaðsaðgang í formi tollkvóta
og heimildir til að veita framleiðsl-
utengdan og viðskiptatruflandi
innanlandsstuðning.
Guðmundur segir að ljóst hafi
verið fyrir fundinn að ekki næðist
að staðfesta endanlega á honum
reiknireglur um hversu mikið
tollar ættu að lækka og hvernig.
„Væntingum var því stillt í hóf,“
segir hann en bætir við að árang-
urinn hafi þó verið meiri en búist
var við. „Þarna var hins vegar leik-
inn ákveðinn biðleikur og erfiðum
álitaefnum frestað til 30. apríl
á næsta ári.“ Hann segir áhrif
á okkur hér verða meiri af því
sem eftir á að semja um og stefnt
sé að því að gera fyrir 30. apríl.
„Náist það markmið næst sjáum
við framan í þær tölulegu stærð-
ir sem við og aðildarríkin í heild
þurfa að framkvæma heimafyrir,
hversu mikið tollheimildir okkar
þurfa að lækka og framleiðsl-
utengdur og viðskiptatruflandi
innanlandsstuðningur. Það er er
alveg ljóst að þær skuldbinding-
ar munu hafa áhrif á landbúnað-
arstefnuna hér.“ Hann áréttar þó
að ríki muni fá aðlögunartíma að
breytingunum, trúlega fimm til
sex ár. „Innan G-10 er lögð áhersla
á að breytingar séu formaðar og
framkvæmdar með hætti sem
veiti landbúnaði í þessum ríkjum
tækifæri til að laga sig að þessu.“
Guðmundir segir ekki ósennilegt
að niðurskurður á heimildum til
innanlandsstuðning við landbúnað
skerðist um 50 prósent.
Fyrirkomulag í skoðun
„En nákvæmlega hvernig við
útfærum framkvæmd þeirra
skuldbindinga liggur ekki fyrir.“
Guðmundur segir margt til
skoðunar í þeim efnum, til dæmis
fyrirkomulag beingreiðslna
til kúabænda og fyrirkomulag
opinberrar verðlagningar í mjólk-
urframleiðslu. „Samkvæmt fyrir-
liggjandi mjólkursamningi liggur
fyrir að þegar sést á um hvaða
tölur er að ræða er hægt að taka
hann upp og gera nauðsynlegar
breytingar.“
Þá segir Guðmundur einnig
koma til greina að skoða breytt
fyrirkomulag styrkja, en
nágrannaþjóðir okkar hafi í
auknum mæli horfið frá notkun
framleiðslutengdra styrkja og
tekið upp svokallaða græna
styrki. „Það eru þá styrkir sem
eru ótengdir framleiðslu og hafa
þá ekki nema hverfandi áhrif
á viðskipti. Það kann að vera
valkostur fyrir okkur í framtíð-
inni, að því marki sem stjórnvöld
hvers tíma kjósa að miðla stuðn-
ingi til landbúnaðarins, hvort sem
það varðar byggða-, umhverfis-
eða aðra þætti sem falla undir
þennan græna stuðning.“
GUÐMUNDUR B. HELGASON Guðmundur, sem er ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu, fer fyrir viðræðuhópi Íslands innan G-10 samstarfsins á vettvangi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar. Þar starfa saman níu ríki, Ísland, Ísrael, Japan, Suður-Kórea, Liechtenstein,
Máritíus, Noregur, Sviss og Taívan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stuðningur við landbúnað
gæti minnkað mikið
FRÉTTAVIÐTAL
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON
olikr@frettabladid.is
Jarðlagna-
tæknanám
Næsta jarðlagnatæknanámskeið
hefst nú eftir áramót !
Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við jarðlagnir og jarðvinnu, hvort sem
þeir starfa hjá veitufyrirtækjum, sveitafélögum, símafyrirtækjum eða hjá
verktökum.
Orkuveita Reykjavíkur hefur nú sett það sem skilyrði að verktakar sem vinna
við lagnakerfi OR hafi starfsmenn sem lokið hafi jarðlagnatækninámi eða
sambærilegu námi.
Námsgreinar eru m.a. lagnir og lagnaefni, jarðvegsfræði, tæringarfræði,
efnisfræði, vélfræði, rafmagnsfræði og tölvur, ásamt almennum greinum.
Samþykkt hefur verið af Menntamálaráðuneytinu að meta megi námið um
sem nemur allt að 24 einingum í framhaldsskóla.
Námið er 300 kennslustundir og er kennt í þremur tveggja vikna lotum:
Lota eitt: 9.–13. janúar og 16.–20. janúar
Lota tvö: 6.–10. febrúar og 13.–17. febrúar
Lota þrjú: 6.–10. mars og 13.–17. mars
Mímir símenntun, Samorka, Orkuveita Reykjavíkur, Gatnamálastofa,
Síminn, Efling-stéttarfélag, Starfsafl og Landsmennt
standa saman að náminu.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Mími símenntun í síma: 580-1800
eða í tölvupóstfang: ingibjorg@mimir.is
Umsóknir þurfa að berast fyrir 3. janúar n.k.
Þátttakendafjöldi er takmarkaður.
www.mimir.is Ei
n
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.1
4
3
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI ÆTTLEIÐINGA
Heimild: Hagstofa Íslands