Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 26
[ ]
Þó að margur útlendingurinn gæti
haldið annað eru snjóbílar ekki
svo algeng sjón á Íslandi. Hvað þá
snjóbílar á fjögurra metra breið-
um beltum, sérútbúnir til björg-
unarstarfa, sem geta hringt sjálf-
virkt inn staðsetningu sína eins
oft og óskað er. Hjálparsveit skáta
í Reykjavík tók nýlega í notkun
slíkt tæki sem upphaflega var
hannað sem snjótroðari.
„Hann er sömu gerðar og troð-
ararnir sem eru notaðir í Blá-
fjöllum, Hlíðarfjalli og víðar. Í
staðinn fyrir snjóvinnslutæki er
aftan á honum öflugt dráttarbeisli
og til viðbótar við stiglausa skipt-
ingu eru í þessum bæði hátt og
lágt drif,“ segir Hlynur Skagfjörð
Pálsson, formaður tækjaflokks
hjálparsveitarinnar. Með þess-
um drifbúnaði er hámarkshraði
snjóbílsins 25 km á klukkustund
í stað 19. „Þetta lítur kannski
ekki út fyrir að vera mikill hraði
en 6 km á klukkustund geta skipt
miklu máli. Sérstaklega í miklum
vegalengdum í þungu færi,“ segir
Hlynur. „Við erfiðar aðstæður
getur ferðahraði breyttra jeppa
farið niður fyrir 2 km á klukku-
stund. Þá munar öllu að hafa svona
tæki. Það fer nánast jafnhratt í 2
metra djúpri lausamjöll og svell-
hörðu harðfenni.“
Í snjóbílnum er allur sá búnað-
ur sem talinn er nauðsynlegur í
björgunartæki. GPS-tækið er með
auka aflestrarskjá til að ökumað-
urinn geti keyrt eftir tækinu þó
að aðstoðarmaður hans sé að slá
inn í það upplýsingar. Við tækið
er tengd myndavél sem er aftan á
bílnum og er mikið öryggistæki á
svo stóru farartæki. Þá er í bíln-
um fartölva með kortagrunni og
við hana er tengdur GPS-áttaviti.
Hann gerir GPS-tækinu kleift að
skynja hvernig snjóbíllinn snýr,
meira að segja í kyrrstöðu, en
það er nokkuð sem fæst GPS tæki
ráða við.
Í björgunarbíl þarf að sjálf-
sögðu fjarskiptatæki. Auk NMT-
farsíma er í bílnum VHF-talstöð
sem notar endurvarpskerfi björg-
unarsveita og hefur aðgang að
rásum vélsleðamanna og Ferða-
klúbbsins 4x4 svo unnt sé að not-
ast við fjarskiptakerfi þeirra sem
verið er að aðstoða.
Til að tryggja samband á öllu
landinu er svo í bílnum gervi-
hnattasími. „Við vitum að meira að
segja í innan við 60 km fjarlægð
frá Reykjavík eru blettir þar sem
önnur símkerfi nást ekki,“ segir
Hlynur. Síminn er búinn mótaldi
og línutengi sem gerir honum
kleift að senda út upplýsingar um
staðsetningu snjóbílsins á fyrir-
fram ákveðnum fresti. Einnig er
hægt að hringja eftir þeim upp-
lýsingum án þess að mannshöndin
þurfi að koma nærri. „Þetta opnar
til dæmis fyrir þann möguleika að
hægt er að sjá staðsetningu tækja
á landinu öllu á tölvuskjá. Það
kemur sér vel við stórar björgun-
araðgerðir eða þegar komast þarf
að því hvaða tæki eru nálægt slys-
stað. Það er líka hægt að senda
GPS-leið til bílsins og auka þannig
viðbragð, spara tíma og fækka
mistökum þegar mest á reynir.“
Snjóbíllinn er skráður fyrir
átta farþega en í neyð getur hann
borið sextán. Í honum er sjúkra-
búnaður, fjallabjörgunarbúnaður,
hryggbretti og súrefnistæki. And-
virði bílsins er á við þrjár litlar
jarðýtur og augljóst að slík fjár-
festing getur verið stór biti fyrir
björgunarsveit sem byggir allt
sitt á sjálfboðaliðastarfi og flug-
eldasölu.
„Það hefur sýnt sig að það er
þörf fyrir svona bíla. Þegar snjó-
flóðin urðu fyrir vestan voru þrír
snjóbílar sendir með varðskipi
vestur. Þessi bíll er ekki bara
hugsaður fyrir Reykjavíkursvæð-
ið heldur allt landið,“ segir Hlyn-
ur að lokum.
Naglarnir í beltum snjóbílsins eru mitt á
milli nagla í bíldekkjum og nagla í sleða-
beltum. Á þeim getur hann klifrað upp
ísilagðar brekkur eins og ekkert sé.
Hentar jafnt í harðfenni
og djúpum púðursnjó
Nýr snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík flýtur vel á snjó vegna fjögurra metra breiðra belta.
Full búð af aukahlutum
á bílinn þinn
lexusljós, angeleyes,
neonljós, græjur,
spoilerar, lækkunargormar,
kraftsíur, racekútar, o.fl.
AG Mótorsport - Klettháls 9
110 Reykjavík - s. 587 5547
Verslun á netinu : www.agmotorsport.is
Staflarar
einnig úrval af pallettutjökkum
• Lágmúli 9 / 108 Reykjavík
• Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515
• www.sturlaugur.is
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Í grunninn til snjótroðari en með breyttum drifbúnaði og viðbættum sjúkra- og fjarskiptabúnaði er nýi snjóbíllinn orðinn að öflugu og
fjölhæfu björgunartæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Snjóbíllinn kemst á 25 km hraða og getur
borið allt að sextán farþega í neyð.
Við val á tækjabúnaði var þess gætt að
hafa sem fæst tæki og skjái svo að vinnu-
svæði og útsýni skerðist sem minnst.
HLÝ TEPPI geta komið sér vel ef keyrðar eru langar vega-
lengdir í miklum kulda. Börnum finnst líka oft gott að breiða
yfir sig teppi og leggja sig ef ferðin tekur langan tíma.