Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 29

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu: NOTAÐAR VÉLAR O&K L45,5 árg. ‘01 notkun 6.000 vst. Hyundai W95 árg. ‘03 notkun 2.372 vst. O&K RH 12,5 árg. ‘03 notkun 3.900 vst. Komatsu PC 210 árg. ‘03 notkun 3.300 vst. Hyundai 290LC árg. ‘02 notkun 3.900 vst. O&K MH Plus árg. ‘90 notkun ca. 11.000 vst. Lágmúla 9, 108 Reykjavík S: 899 5549 / 892 3996. Andabringurnar eru snyrtar og fjaðurstafir pillaðir úr þeim. Sker- ið jafnar rendur ofan í fituna, þétt og alveg niður í kjöt svo hún hverfi að mestu við steikingu. Bringurnar eru síðan steiktar á fituhliðinni í 3 mínútur og fitunni hellt af. Steikið í 1/2 mínútu á hinni hliðinni líka. Bringunum er raðað í ofn- skúffu með fituhliðina upp og þær steiktar áfram í 17 mínútur í vel heitum ofni. (200°) Saltið og piprið eftir steikingu. Bíðið í 3-4 mínútur áður en þær eru skornar í þunnar sneiðar og þeim raðað á fat eða á diska. Vínberin eru þvegin og þau steikt í smjöri á pönnu eða í potti í 4-5 mínútur. Sósa er búin til úr andasoði, vínberjum og safanum af þeim, maisenamjöli og jurtasalti. Nýjar, soðnar kartöflur eru góðar sem meðlæti. Hasselback- kartöflur eru einnig frambærileg- ar með andabringum. Skerið ofan í meðalstórar kartöflur, án þess að þær losni í sundur, penslið yfir þær með bræddu smöri, parmes- an-osti er stráð yfir kartöflurnar og þær ofnbakaðar með smjör- klípu í klukkutíma við 190° hita í miðjum ofni. Gljáður perlulaukur með furu- hnetum og kastaníusveppum 1 net perlulaukur (250 g) 1 askja kastaníusveppir 3 msk. furuhnetur 1 msk. hrásykur 1/2 tsk. maldonsalt 1 msk. balsamikedik 2 msk. smjör Afhýðið perlulaukinn og steik- ið hann í smjörinu við frekar lágan hita í 10 mínútur. Hreinsið sveppina, skerið þá í tvennt og bætið þeim út í laukinn. Saltið og steikið lauk og sveppi saman í 3 mínútur. Brúnið sykurinn á pönnunni, hrærið öllu saman og bragðbætið með balsamikedikinu. Að lokum er furuhnetum stráð yfir laukinn og sveppina. Borið fram heitt sem meðlæti með anda- bringum, rjúpum og allri annarri villibráð. EFTIRRÉTTIR Créme Brúlée 5 dl rjómi 1 vanillustöng 5 eggjarauður 2 msk. sykur 6 tesk. sykur til að brenna ofan á eggjahlaupinu 2-3 tímum fyrir mat. Hitið ofninn í 200° Skerið vanillu- stöngina langsum og sjóðið hana ásamt rjómanum í nokkrar mínút- ur. Þeytið eggjarauðurnar lítillega ásamt 2 matskeiðum af sykri. Takið vanillustöngina úr rjómanum og geymið hana þar sem hægt er að nota hana aftur seinna. Hrærið heitum rjómanum í eggjablönduna og sigtið í könnu. Hellið blöndunni í sex skálar. Volgt vatn er sett í ofnskúffu, skálarnar ofan í vatnsbaðið upp að rúmlega miðju skálanna og bakað í 15-16 mínútur í miðjum ofni eða þar til skán myndast ofan á eggja- hlaupinu. Vatnið má ekki bullsjóða heldur þarf að opna ofninn tvisv- ar til þrisvar til að kæla hann eða bæta smá köldu vatni í skúffuna til að halda hitastiginu réttu. Kælið skálarnar í minnst fjóra klukkutíma. Stráið tæpl. teskeið af sykri yfir hverja skál og brennið með gastæki eða undir grillinu ofar- lega í ofninum, 2-3 tímum áður en créme brúlée er borið fram. Skán- in á að vera þunn og stökk. (Hægt er að gera þennan rétt með allt að tveggja daga fyrirvara en sykurskánin þarf að koma rétt fyrir notkun.) Charlotte með jarðaberjafrómas 4 stór egg 4 msk. sykur 1/2 l rjómi 9 blöð matarlím 3 msk. sítrónusafi 1-2 öskjur jarðaber 1 granatepli 2 dl berjasósa 15-18 Lange Vingers kökur (líka nefndar Lady fingers) Hátt form er klætt innan með matarfilmu. Kökunum er raðað í formið, hlið við hlið og sykurhúðin látin snúa að forminu. Brjótið af kökunum til að raða þeim í botn- inn. Frómasinu er síðan hellt ofan á kökurnar. Frómas Leggið matarímið í kalt vatn í 7-10 mínútur og hitið það með sítrónu- safanum í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur saman. Þeytið rjómann sér. Blandið varlega saman eggja- þeytingnum, rjómanum og mat- arlíminu með sítrónusafanum. Bætið helmingnum af jarðaberj- unum, niðurskornum út í frómas- inn. Skerið granatepli í tvennt og sláið kornin úr með sleif í lófann, bætið rúmlega helmingi kornanna út í frómasinn og hrærið léttilega með sleif eða sleikju. Hellið frómasnum í formið, yfir kökurnar, lokið með matarf- ilmu og kælið í a.m.k. fjóra tíma. Gott er að gera þennan eftirrétt daginn áður en hann á að borð- ast. Hvolfið frómasnum á disk og skreytið með berjum og granat- eplum. Það má hella örlitlu af sós- unni yfir í lokin, afgangurinn er borinn fram í skál. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Versins Andabringur með gljáðum perlulauk. Charlotte með jarðaberjafrómas.Créme Brúlée. Ingibjörg Pétursdóttir og sonur hennar Nicolas Pétur Blin í Veisluþjónustunni Mensu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.