Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu: NOTAÐAR VÉLAR O&K L45,5 árg. ‘01 notkun 6.000 vst. Hyundai W95 árg. ‘03 notkun 2.372 vst. O&K RH 12,5 árg. ‘03 notkun 3.900 vst. Komatsu PC 210 árg. ‘03 notkun 3.300 vst. Hyundai 290LC árg. ‘02 notkun 3.900 vst. O&K MH Plus árg. ‘90 notkun ca. 11.000 vst. Lágmúla 9, 108 Reykjavík S: 899 5549 / 892 3996. Andabringurnar eru snyrtar og fjaðurstafir pillaðir úr þeim. Sker- ið jafnar rendur ofan í fituna, þétt og alveg niður í kjöt svo hún hverfi að mestu við steikingu. Bringurnar eru síðan steiktar á fituhliðinni í 3 mínútur og fitunni hellt af. Steikið í 1/2 mínútu á hinni hliðinni líka. Bringunum er raðað í ofn- skúffu með fituhliðina upp og þær steiktar áfram í 17 mínútur í vel heitum ofni. (200°) Saltið og piprið eftir steikingu. Bíðið í 3-4 mínútur áður en þær eru skornar í þunnar sneiðar og þeim raðað á fat eða á diska. Vínberin eru þvegin og þau steikt í smjöri á pönnu eða í potti í 4-5 mínútur. Sósa er búin til úr andasoði, vínberjum og safanum af þeim, maisenamjöli og jurtasalti. Nýjar, soðnar kartöflur eru góðar sem meðlæti. Hasselback- kartöflur eru einnig frambærileg- ar með andabringum. Skerið ofan í meðalstórar kartöflur, án þess að þær losni í sundur, penslið yfir þær með bræddu smöri, parmes- an-osti er stráð yfir kartöflurnar og þær ofnbakaðar með smjör- klípu í klukkutíma við 190° hita í miðjum ofni. Gljáður perlulaukur með furu- hnetum og kastaníusveppum 1 net perlulaukur (250 g) 1 askja kastaníusveppir 3 msk. furuhnetur 1 msk. hrásykur 1/2 tsk. maldonsalt 1 msk. balsamikedik 2 msk. smjör Afhýðið perlulaukinn og steik- ið hann í smjörinu við frekar lágan hita í 10 mínútur. Hreinsið sveppina, skerið þá í tvennt og bætið þeim út í laukinn. Saltið og steikið lauk og sveppi saman í 3 mínútur. Brúnið sykurinn á pönnunni, hrærið öllu saman og bragðbætið með balsamikedikinu. Að lokum er furuhnetum stráð yfir laukinn og sveppina. Borið fram heitt sem meðlæti með anda- bringum, rjúpum og allri annarri villibráð. EFTIRRÉTTIR Créme Brúlée 5 dl rjómi 1 vanillustöng 5 eggjarauður 2 msk. sykur 6 tesk. sykur til að brenna ofan á eggjahlaupinu 2-3 tímum fyrir mat. Hitið ofninn í 200° Skerið vanillu- stöngina langsum og sjóðið hana ásamt rjómanum í nokkrar mínút- ur. Þeytið eggjarauðurnar lítillega ásamt 2 matskeiðum af sykri. Takið vanillustöngina úr rjómanum og geymið hana þar sem hægt er að nota hana aftur seinna. Hrærið heitum rjómanum í eggjablönduna og sigtið í könnu. Hellið blöndunni í sex skálar. Volgt vatn er sett í ofnskúffu, skálarnar ofan í vatnsbaðið upp að rúmlega miðju skálanna og bakað í 15-16 mínútur í miðjum ofni eða þar til skán myndast ofan á eggja- hlaupinu. Vatnið má ekki bullsjóða heldur þarf að opna ofninn tvisv- ar til þrisvar til að kæla hann eða bæta smá köldu vatni í skúffuna til að halda hitastiginu réttu. Kælið skálarnar í minnst fjóra klukkutíma. Stráið tæpl. teskeið af sykri yfir hverja skál og brennið með gastæki eða undir grillinu ofar- lega í ofninum, 2-3 tímum áður en créme brúlée er borið fram. Skán- in á að vera þunn og stökk. (Hægt er að gera þennan rétt með allt að tveggja daga fyrirvara en sykurskánin þarf að koma rétt fyrir notkun.) Charlotte með jarðaberjafrómas 4 stór egg 4 msk. sykur 1/2 l rjómi 9 blöð matarlím 3 msk. sítrónusafi 1-2 öskjur jarðaber 1 granatepli 2 dl berjasósa 15-18 Lange Vingers kökur (líka nefndar Lady fingers) Hátt form er klætt innan með matarfilmu. Kökunum er raðað í formið, hlið við hlið og sykurhúðin látin snúa að forminu. Brjótið af kökunum til að raða þeim í botn- inn. Frómasinu er síðan hellt ofan á kökurnar. Frómas Leggið matarímið í kalt vatn í 7-10 mínútur og hitið það með sítrónu- safanum í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur saman. Þeytið rjómann sér. Blandið varlega saman eggja- þeytingnum, rjómanum og mat- arlíminu með sítrónusafanum. Bætið helmingnum af jarðaberj- unum, niðurskornum út í frómas- inn. Skerið granatepli í tvennt og sláið kornin úr með sleif í lófann, bætið rúmlega helmingi kornanna út í frómasinn og hrærið léttilega með sleif eða sleikju. Hellið frómasnum í formið, yfir kökurnar, lokið með matarf- ilmu og kælið í a.m.k. fjóra tíma. Gott er að gera þennan eftirrétt daginn áður en hann á að borð- ast. Hvolfið frómasnum á disk og skreytið með berjum og granat- eplum. Það má hella örlitlu af sós- unni yfir í lokin, afgangurinn er borinn fram í skál. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Versins Andabringur með gljáðum perlulauk. Charlotte með jarðaberjafrómas.Créme Brúlée. Ingibjörg Pétursdóttir og sonur hennar Nicolas Pétur Blin í Veisluþjónustunni Mensu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.