Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 30

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 30
28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR6 Hið árlega jólaball Sportkafara- félags Íslands var haldið á dögun- um. Það sem gerir þetta jólaball frábrugðið öðrum er að það fer fram á tíu metra dýpi í Silfru við Þingvallavatn. Fyrir um sjö árum tóku nokkr- ir kafarar sig saman og héldu jólaball í Kleifarvatni. Það þótti heppnast svo vel að ákveðið var að gera það að árlegum viðburði. 18. desember héldu þrjátíu kaf- arar þessari hefð við og dansað var í kringum jólatré á tíu metra dýpi. „Síðastliðin ár höfum við haldið jólaballið í Þingvalla- gjánni Silfru en hún er algjör kafaraparadís,“ segir Sveinbjörn Hjálmarsson formaður Sportkaf- arafélags Íslands. „Við sökkvum jólatré með seríu og skrauti og svo höfum við verið með neð- ansjávarhátalara svo við getum hlustað á jólatónlist.“ Í ár var brugðið út af vananum og notast við týrustauta (glow- sticks) í stað rafmagnsljósa því kuldinn hefur hrellt ballgesti. „Í fyrra og árið á undan var 18-20°C frost þannig að það fraus allt og við lentum í bölvuðu basli með tækin,“ segir Sveinbjörn. Þá liggur beinast við að spyrja hvort ballgestum verði ekki kalt? Á þessum tíma árs er vatnið í gjánni vart meira en 2°C og ekki er hægt að kafa í lopapeysu. „Nei þetta er ekkert kalt,“ segir Svein- björn. „Búnaðurinn er orðinn svo góður að maður finnur ekki fyrir neinum kulda nema aðeins í and- litinu. Þegar menn koma upp eftir rúmar fjörutíu mínútur er þeim kannski aðeins farið að kólna en versti parturinn er að hýrast upp á bakkanum. Vatnið er eiginlega heitt miðað við það.“ Þar sem jólasveinninn hefur ekki kafararéttindi er Sveinbjörn sérlegur sendisveinn hans á ball- inu. Sveinbjörn skartar myndar skeggi og jólasveinahúfu á ballinu og leiðir hópinn í dans en sökum tæknilegra örðugleika er söngn- um sleppt. Næsta blautball Sport- kafarafélagsins verður haldið í Silfru 8. janúar en þá mæta allir í grímubúningum. Áhugasömum er bennt á www.kofun.is. tryggvi@frettabladid.is Jólaball í bólakafi Sveinbjörn Hjálmarsson formaður Sportkafarafélags Íslands. SVEINBJÖRN HJÁLMARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.