Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 37

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 37
MARKAÐURINN Á R I Ð 2 0 0 5 7MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 ríkustu manna Norður-Evrópu.“ Margir fjárfestingasjóðir reyndu að kaupa félögin en einhverra hluta vegna enduðu bréfin í höndum Pálma og Jóhannesar. Pálmi sagði við þetta tækifæri að hann sæi fyrir sér samþjöppun á lággjaldaflug- félagamarkaði og að félögin yrðu stærri. Sterling væri því komið í góða stöðu til að taka þátt í þeirri þróun. „Sameinað félag verður mjög sterkt fjárhagslega,“ sagði Pálmi. Hann var spurður að því hvort Sterling eitt og sér hafi verið óhagkvæm eining og sagði svo ekki vera: „Sterling stóð vel fyrir sínu og hvatinn þeirra megin til sameiningar var meiri en hjá okkur.“ Íslendingarnir tóku rekstur nýju félaganna engum vettlingatökum og komu af miklum krafti inn. Almar Örn Hilmarsson, mágur Pálma, sem hafði verið framkvæmdastjóri Iceland Express, var ráðinn forstjóri Sterling og tók síðar við hinu sameinaða félagi. Skrifstofustarfsmönnum var fækkað og er stefnt að því að þeir verði 230 í stað 600 áður. Heildarfjöldi farþega hins samein- aða félags er áætlaður um fimm milljónir og velta áætluð 60 milljarðar króna á því ári sem er að líða. Sterling er fjórða stærsta lággjalda- flugfélag Evrópu á eftir Ryanair, easyJet og Air Berlin. FL GROUP KEMUR VIÐ SÖGU Viðræður Fons eignarhaldsfélags og FL Group fóru af stað um miðjan september og mánuði síðar höfðu náðst samningar um kaup FL Group á Sterling fyrir fimmt- án milljarða íslenskra króna. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir því hvernig afkoma ársins 2006 verð- ur og miðast við að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 3,5 milljarður króna á næsta ári. Kaupendur settu auk þess skilyrði að Sterling yrði afhent með þremur milljörðum króna í handbæru fé um næstkomandi áramót. Fons fékk ellefu milljarða greidda með peningum en fjóra milljarða í hlutabréfum sem miðaðist við útboðsgengi í hlutafjárútboði FL Group sem fram fór stuttu seinna. Óhætt er að fullyrða að hagnaður Fons hafi verið mikill á sölunni á Sterling til FL Group. Telja má fullvíst að söluhagnaður hafi numið að minnsta kosti sjö milljörð- um króna en danska pressan taldi að hagn- aður Fons hefði verið ellefu milljarðar króna. Salan var mjög umdeild, ekki síður vegna tíðra, neikvæðra frétta sem bárust úr herbúðum FL Group um þetta leyti. Um söluna sagði Pálmi Haraldsson við Markaðinn: „Kaupverð Maersk er trúnað- armál að þeirra [AP-Möller] kröfu og ég ætla mér ekki að rjúfa þann trúnað. Ég get þó sagt að þær tölur um tíu eða ellefu milljarða hagnað af sölunni sem verið hafa nefndar eru fjarri lagi.“ HAGSTÆÐ VIÐSKIPTI Báðir aðilar - Fons og Hannes Smárason, forstjóri FL Group og aðaleigandi - eru sannfærðir að viðskiptin hafi verið hag- stæð fyrir báða aðila. Hannes benti á að kaupin væru hagstæð ef gerður væri samanburður á rekstri Sterling við önnur stór lággjaldaflugfélög. Miðað við þær forsendur sem kaupin byggjast á getur verðmæti félagsins fimmfaldast á næsta ári að mati forstjóra FL Group. Sterling verður rekið sem sjálfstætt rekstrarfélag innan FL Group-samstæð- unnar og verða bæði Almar og Pálmi við stjórnvölinn. Fons hefur þar með ekki sagt skilið við flugfélagarekstur á Norðurlöndum með beinum hætti þar sem félagið er stærsti eigandinn í sænska lág- gjaldaflugfélaginu FlyMe. Tíminn einn mun leiða það í ljóst hvort verulegur viðsnúningur verði á rekstri Sterling, sem skili þeim væntingum sem til þess eru gerðar. Hitt er þó víst að koma Pálma og Jóhannesar í Fons inn á norræn- an lággjaldaflugfélagamarkað á árinu 2005 fer í sögubækur íslensks viðskiptalífs. ALMAR ÖRN HILMARSSON, FORSTJÓRI STERLING Pálmi tók hann með sér frá Iceland Express. PÁLMI HARALDSSON “Ég ætlaði mér alltaf að ná í Maersk þegar ég keypti Sterling. Þetta átti sér langan aðdrag- anda. Það var ekki eins og maður læsi bara Börsen einn daginn og ákveddi að kaupa Sterling.”

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.