Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 40

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 40
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR10 A N N Á L L 2 0 0 5 Samskip kaupa frystigeymslur í Hollandi, Noregi og Færeyjum af hollenska flutn- ingafyrirtækinu Kloosterboer. Rúma þær samtals 84 þúsund tonn. Það eru tvær megináherslur í Samskipum; annars vegar gámaflutningar og hins vegar frystiflutningarnir. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, 27. apríl. Harðar deilur verða á milli meirihluta stjórnar Íslandsbanka og Straums vegna sölu á Sjóvá til félags í eigu Karls Wernerssonar. Gamlir vinir, Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson, stjórnendur bankanna, takast á. Hlutabréf Íslandsbanka hækka í verði. MAÍ KB banki slær enn eitt hagnaðarmetið. Hagnaður bankans fyrstu þrjá mánuði ársins nam um ellefu milljörðum króna eftir skatta. Tilkynnt er að bankinn ætlar að kaupa Singer & Friedlander. Straumur skilaði 4,6 milljörðum í hagn- að sömu mánuði, Íslandsbanki rúmum þremur milljörðum, Og Vodafone 200 millj- ónum og Össur 195 milljónum. Burðarás græðir milljarð króna. Breska verslunarkeðjan Mosaic Fashions ætlar að skrá sig í Kauphöllina í júní. Hluthafar Morgunblaðsins nýttu sér forkaupsrétt á sextán prósenta eignarhlut Haraldar Sveinssonar sem Íslandsbanki hafði boðið í fyrir hönd nokkurra einstakl- inga. Þessi hlutur hefur verið keyptur og greiddur. Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums, 4. maí. Mikil vinna fer fram bak við tjöldin við að mynda fjárfestahópa sem bjóða eiga saman í Símann. Enginn einn aðili eða tengdir aðilar mega kaupa meira en 45 prósent í fyrirtækinu. Sagt er frá sex heimsþekktum álfyr- irtækjum sem íhuga byggingu álvers á Íslandi. Framkvæmdastjóri í Norðuráli segir þá hafa áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi til viðbótar. Bakkavör tekur formlega yfir Geest föstudaginn 13. maí. Fá stjórnendur afhenta lykla að verksmiðjunni í Bretlandi og öllum formsatriðum er þá lokið. Heildarkaupverðið er um sjötíu milljarðar króna. Í ljós kemur að HB Grandi ræður yfir mestum kvóta. Hlutdeild félagsins í heildarkvótanum er rúm ellefu prósent en kvótaþakið er samkvæmt lögum tólf prósent. Jón Sveinsson, formaður einkavæð- ingarnefndar, gerir grein fyrir söluferli Símans í Markaðnum. Þar kemur fram að tilboð verða opnuð í viðurvist bjóðenda daginn sem þeim er skilað. Verði minni en fimm prósenta munur á tilboðum mega hæstbjóðendur bjóða aftur. Landsbankinn skilar sex milljarða króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins. Burðarás er næststærsti einstaki hluthaf- inn í Skandia. Íslenska auglýsingastofan, sú stærsta á Íslandi, tilkynnir um úrsögn úr Sambandi íslenskra auglýsingastofa, SÍA, vegna ósættis. Telja eigendur stofunnar sam- tökin of gjörn á að gefa eftir skuldir, til dæmis hvað varðar þrot Góðs fólks. Við erum ekki sáttir við stjórnina í einstökum málum. Ólafur Ingi Ólafsson, framkvæmda- stjóri Íslensku auglýsingastofunnar, 18. maí. Lífeyrissjóðir skiluðu yfir tíu prósenta raunávöxtun að meðaltali annað árið í röð 2004. Lífeyrissjóður sjómanna skilar bestri ávöxtun. Fagfjárfestar vilja fjórfalt meira af hlutabréfum í bresku tískukeðjunni Mosaic en í boði var. Björgólfur Thor Björgólfsson er á góðri leið með að yfirtaka finnska símafélagið Saunalahti. Fjórtán óbindandi tilboð bárust í Símann sem 37 aðilar stóðu að. Trúnaðarákvæði hindrar tilboðsgjafa í því að gefa sig upp. FL Group leigir fimm þotur til Kína. Samskip auka hlutafé um fjóra milljarða króna. Actavis kaupir bandaríska samheita- lyfjafyrirtækið Amide. Kaupverðið er 33 milljarðar króna auk árangurstengdra greiðslna. Viðskiptaráðherra skipar Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, formann stjórnar samkeppniseftirlitsins sem tekur til starfa 1. júní. JÚNÍ Nýr mánuður byrjar á tilkynningu um að Avion Group hefur keypt Eimskip af Burðarási. Stefnt að skráningu Avion fyrir lok janúar 2006. Magnús Þorsteinsson hverfur úr fjárfestingum Samson, sem Björgólfsfeðgar þá stjórna. Segir það ekki tengjast kaupunum á Eimskipi. Himinn og haf hefur verkefn- ið verið kallað. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, 1. júní. Færeyska olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sækir um skráningu á Íslandi. Er þetta fyrsta færeyska félagið sem er skráð á hlutabréfamarkað. Markaðsverðmætið er um tveir milljarðar króna. Fjármálaeftirlitið skoðar viðskipti með hlutabréf í Actavis í aðdraganda kaupanna á Amide. Viðskipti með bréf í Actavis voru stöðvuð þegar grunur vaknaði um að upp- lýsingar hefðu lekið út. Framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfesting- arbankans segir það hafa verið hugsunar- leysi að tilkynna ekki til Kauphallarinnar að bankinn væri stærsti eigandi Sláturfélags Suðurlands. Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, selur 4,11 prósent hlut sinn í Íslandsbanka til Burðaráss. Átök eru í eigendahópnum. Pálmi Haraldsson heltist úr lestinni í kapphlaupi um að kaupa litháiska ríkis- flugfélagið Lithuanian Airlines. Enginn virðist vita hver var sjötti stærsti hluthafinn í almenningshluta- félaginu Icelandic Group eftir sam- einingu SH og Sjóvíkur. Penninn er seldur og 36 ára setu Gunnars Dungal í forstjórastjóli er lokið. Kristinn Vilbergsson tekur sér það sæti. Ég var tvítugur þegar ég tók við stjórnartaumunum í Pennanum eftir að faðir minn féll skyndilega frá. Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, 16. júní. Átök standa um völd í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Fjölmargir stofnfjáraðilar fá tilboð í hluti sína og Fjármálaeftirlitið óskar eftir skýringum. Markaðurinn upplýsir að eigandi huldu- félagsins í Icelandic Group var Ólafur Ólafsson í Samskipum. Fjármálaeftirlitið skoðar viðskipti félagsins, Serafin Shipping. Stofnfjárbréf í SPRON hafa tvöfaldast í verði frá því þau voru sett á markaði í október árið 2004. JÚLÍ Forsvarsmönnum Baugs eru birtar ákærur vegna meintra efnahagsbrota. Árni Oddur Þórðarson, Hreggviður Jónsson og Inga Jóna Þórðardóttir segja sig úr stjórn FL Group. Ágreiningur er um stjórnun Hannesar Smárasonar stjórnar- formanns á félaginu. Eigendur Lyfja og heilsu tilkynna um kaup á sjötíu prósent hlut í breska fyrir- tækinu Per-Scent sem markaðssetur og dreifir ilmvatni. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Sigurður Bollason og Magnús Ármann kaupa 27 prósenta hlut Saxbyggs og fleiri í FL Group. Ný stjórn kosin. Samskip kaupir breska skipafélagið Seawheel. Eimskip kaupir helmingshlut í kanadíska skipafélaginu Halship. Upplýst er að Íbúðalánasjóður lánar bönkum og sparisjóðum milljarðana sem hafa streymt inn vegna uppgreiðslna íbúðalána. Peningarnir verða ekki geymdir undir koddanum. Guðmundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs, 6. júlí. Markaðurinn segir frá því að tuttugu stærstu kaup íslenskra fyrirtækja erlend- is á síðustu átján mánuðum nema 450 milljörðum króna. Björgólfur Thor Björgólfsson sækist eftir því að kaupa 35 prósent hlut í búlgarska bankanum EI bank. Baugur þarf hins vegar að draga sig út úr kaup- endahópi Somerfield vegna ákæru fyrir efnahagsbrot. Hagnast samt um þrjá millj- arða við að selja bréf sín í félaginu. Íslensku bankarnir þrír eru meðal þeirra banka sem hækka hvað mest á lista breska tímaritsins The Banker yfir 1.000 stærstu banka heims. Íslendingar fjárfestu sem aldrei fyrr í sögunni í útlöndum í fyrra. Tölur frá Seðlabankanum eru birtar og kemur í ljós að erlendar fjárfestingar jókst um 580 prósent. Erlendir fjárfestar bjóða ekki í Símann samkvæmt heimildum Markaðarins. Greint er frá því að þrír hópar fjárfest- ar, allir skipaðir íslenskum aðilum, muni bjóða í Símann. Jón Sveinsson vildi ekki staðfesta þetta. Sæplast kaupir Bonar Plastics, dóttur- félag Low and Bonar, fyrir rúma 2,9 millj- arða króna. Sæplast er breytt í Promens og til verður eitt stærsta iðnaðarfyrirtæki í eigu Íslendinga. Bindandi tilboð í Símann eru opnuð í viðurvist bjóðenda á Hótel Nordica 28. júlí. Skipti ehf. er með hæsta tilboð 66,7 milljarða króna. Exista og KB banki eru með stærstan hlut í Skipti. Enginn vissi nákvæmlega hvað upp úr umslögunum kæmi. Jón Sveinsson, formaður einkavæðing- arnefndar, 28. júlí. Burðarás skilar methagnaði á öðrum árs- fjórðungi, tæpum tuttugu milljörðum SJÓVÁ Stjórn Íslandsbanka ákveður að selja Karli Wernerssyni og fjölskyldu tryggingafélag- ið Sjóvá. EIMSKIP SELT Avion Group, með Magnús Þorsteinsson í broddi fylkingar, kaupir Eimskip fyrir 22 milljarða. Greiðir Avion tæpa þrettán milljarða í reiðufé og níu milljarða með hlutafé í sjálfu félaginu. BÚINN Á VAKT Gunnar Dungal kvaddi viðskiptavini og starfsfólk Pennans eftir að hafa staðið vaktina um áratugaskeið. Kristinn Vilbergsson leiddi kaupin á Pennanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.