Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 44
MARKAÐURINN H A U S króna. Íslandsbanki hagnast um 7,5 milljarða króna á sama fjórð- ungi sem er umfram spár. ÁGÚST Mánuðurinn byrjar á risasamn- ingi. Burðarás rennur saman við Straum fjárfestingarbanka en Landsbankinn tekur ákveðnar eignir til sín auk þess að fá sautj- án milljarða króna í reiðufé. Samruninn er einn af stærstu samrunum sinnar tegundar á Íslandi. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðarás, 3. ágúst. KB banki hagnast um 25 millj- arða fyrstu sex mánuði ársins og slær enn eitt metið. Hagnaður bankanna á fyrri helmingi ársins er samtals 54 milljarðar króna. Það er meiri hagnaður en allt árið í fyrra. Össur kaupir bandaríska fyr- irtækið Royce Medical Holdings, sem framleiðir stuðningstæki. Baugur kaupir bresku verslunar- keðjuna Jane Norman fyrir 13,5 milljarða króna. Félag í eigu Baugs, Straums og Birgis Þórs Bieldvelt kaup- ir áttatíu prósenta hlut í danska vöruhúsinum Illum. Fyrir eiga þeir Magasin du Nord. Úrvalsvísistalan nær í fyrsta skipti yfir 4.500 stigum. Þriðju mestu viðskiptin á einum degi frá opnun Kauphallarinnar voru í byrjun mánaðarins. Bjarni í Brauðbæ Árnason selur Óðinsvé til félagsins Þórstorgs, sem er í eigu nokkurra aðila. Samskip kaupa Ísstöðina og þúsund tonna frystigeymslu. Yfirtökunefnd kemst að þeirri niðurstöðu að eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar er ekki yfirtökuskylt í FL Group í kjölfar breytinga á eigendahópnum. Til verður stærsta einkarekna fyrirtækið á sviði heilbrigðis- þjónustu á Íslandi með samein- ingu Liðsinnis og Sögu heilsu. Atlantis, alþjóðlegt sjávarút- vegsfyrirtæki, er með starfsemi í fjórtán löndum og stefnir á skráningu á markað. Helsti flöskuháls í söluaukningu er aðgangur að fjár- magni. Óli Valur Steindórsson, for- stjóri Atlantis, 31. ágúst. Upplýst í Markaðnum að Síminn breytti 750 milljóna skuld Skjás eins í hlutafé. Var þessi ákvörðun tekin áður en Síminn var einka- væddur. SEPTEMBER Eimskip undirritar kaup á hol- lenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex. Hollenska fyrirtæk- ið er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Forstjóri Íslandsbanka og fimm framkvæmdastjórar selja hlutafé í bankanum fyrir 3,7 millj- arða króna. Bjarni Ármannsson seldi sjálfur bréf fyrir 1,8 millj- arð króna. Hagnaður Bjarna af viðskiptunum, án þess að tillit sé tekið til fjármagnskostnaðar, er 195 milljónir króna. Styrmir Þór Bragason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Atorku Group. Menn voru með ólík- ar stefnur að hverju skyldi stefna. Styrmir Bragason, fram- kvæmdastjóri Atorku, 2. september. Rúmfatalagerinn hyggst hasla sér völl í Austur-Evrópu og auka umsvif sín í Kanada og Eystrasalti. Norska fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við störf Kaupthing Norge. Forsætisráðherra skip- ar Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins og utanríkis- ráðherra, bankastjóra og formann bankastjórnar Seðlabankans til sjö ára. Actavis festir kaup á búlg- arska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia AD. Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, opnar aðra Depó-verslun í Ríga í Lettlandi. Þeim verslunum svipar til versl- ana Byko á Íslandi. Stefnt er að því að opna þriðju verslun- ina næsta vor. Jón Helgi Guðmundsson í Byko 14. september. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er vanhæfur til að fjalla um sam- runa Straums og Burðaráss þar sem hann er hluthafi í Burðarási. Kosin er ný stjórn Símans og Lýður Guðmundsson, annar Bakkabræðra, tekur við stjórn- arformennsku. Árdegi, Baugur og Milestone kaupa saman dönsku raftækjakeðjuna Merlin. Sverrir Berg á Árdegi og Karl Wernersson Milestone. Vátryggingarfélag Íslands festir kaup á tæpum tíu prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Protector Forsikring. Latibær mun ná til 57 millj- ón sjónvarpsáhorfenda BBC á Bretlandi eftir samningur um sýningu þáttanna þar í landi var undirritaður. 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR14 A N N Á L L 2 0 0 5 Á BREMSUNA Birgir Ísleifur Gunnarsson varar markaðsaðila við of miklum verðbólgu- væntingum. Hækkar hann vextina um 0,75 prósent á sínum næstsíðasta degi sem Seðlabankastjóri. ENGIN LETI Magnús Scheving er duglegur að koma Latabæ á kortið og gerir góðan samning við BBC um dreifingu á efninu. UPPSTOKKUN Mikil viðskipti voru í byrjun ágúst þegar Burðarási var skipt á milli Landsbankans og Straums fjárfestingarbanka. Fulltrúar þessara hluthafa kynntu viðskiptin fyrir starfsfólki og eigendum á Hótel Nordica. REKINN Þórólfur Árnason hafði einung- is verið í forstjórastóli Icelandic Group í nokkra mánuði þegar honum var skyndi- lega sagt upp störfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.