Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 46
MARKAÐURINN OKTÓBER Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, leggur fram fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2006. Í fyrsta sinn er gert ráð fyrir að vaxta- gjöld verði lægri en vaxtatekjur. Stjórnendur Landsbankans sniðgengu hluthafa Grettis þegar ný stjórn Burðaráss var kosin. Landsbankinn er ekki meirihluta- eigandi í Gretti. Aðrir hluthafar eru Tryggingamiðstöðin, fjár- festingarfélagið Sund og Nordic Partners. Mistökum kennt um. Seðlabanki Íslands hækk- ar stýrivexti um 0,75 prósent. Verðbólga er fyrir ofan þolmörk- in og Birgir Ísleifur Gunnarsson slær í borðið. Hann vill ná verð- bólgunni niður. Seðlabankinn telur brýnt að peninga- stefnan standist þessa prófraun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri 5. október. Árni Oddur Þórðarson tekur við stjórnarformennsku í Marel. Sigurjón Sighvatsson kaupir í danska fasteignafélaginu VG Investment. Skuldabréfaútgáfa erlendis í íslenskum krónum heldur áfram. Í heild hafa verið gefin út skulda- bréf erlendis fyrir um áttatíu milljarða íslenskra króna. Svava Johansen kaupir hlut Bolla Kristinssonar í verslunar- keðjunni NTC og á því fyrirtækið á fullu. NTC er ein stærsta tísku- verslanakeðja landsins og rekur meðal annars fjórtán verslanir í Kringlunni, við Laugaveginn og í Smáralind. Þórólfi Árnasyni er sagt upp störfum sem forstjóri Icelandic Group. Uppsögn Þórólfs kemur í kjölfar þess að Straumur, Landsbankinn og fleiri selja yfir helming hlutafjár í Icelandic. Mér var birt bréf af lögmanni um klukkan hálf sex og gert að ljúka störfum án tafar. Þórólfur Árnason, fráfarandi forstjóri Icelandic Group, 15. október. Bakkavör Group kaupir fyrir- tækið Hitchen Foods fyrir 4,7 milljarða króna. Það framleiðir ferskt niðurskorið grænmeti og salat. FL Group og Fons eignarhalds- félag, þar sem Pálmi Haraldsson er annar eigenda, undirrita samn- ing um sölu flugfélagsins Sterling til FL Group. Fær félag Pálma 15 milljarða króna fyrir félagið. Iceland Express fer í söluferli. Ragnhildur Geirsdóttir hætt- ir sem forstjóri FL Group eftir aðeins nokkurra mánaða starf. Hannes Smárason tekur við starfi forstjóra en Skarphéðinn Berg Steinarsson verður stjórn- arformaður. Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson tekur við forstjórastarfi annars brottrekins forstjóra, Þórólfs Árnasonar, í Icelandic Group. Ármann Þorvaldsson verður forstjóri KB banka í Bretlandi. NÓVEMBER Sænska fjármálaeftirlitið áminnir Kaupþing banka í Svíþjóð fyrir meðferð á eignarhlutum í tveimur sjóðum bankans. Síminn er afskráður úr Kauphöll Íslands. 162 af 1.252 hluthöfum Símans taka tilboði Skipta. Lýður Guðmundsson stjórnarformaður er ánægður að svo margir vildu halda áfram með þeim. Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins nam um 66 milljörðum króna. Sjö stjórnendur hjá KB banka ákveða að nýta sér kauprétt á hlutum í bankanum. Markaðsvirði hlutanna er um 929 milljónir króna. Icelandic Group kaupir Pickenpack, þýskt fyrirtæki sem framleiðir frystar sjávarafurð- ir. Kaupverðið er 5,5 milljarðar króna. Síðan unnum við nótt sem nýtan dag til að ná þessum samning- um. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Icelandic Group, 2. nóvember. STÓRA STUNDIN Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, opnar tilboð í Símann. Skipti ehf. býður hæst, alls 66,7 milljarða króna. A N N Á L L 2 0 0 5 ÍRLAND NUMIÐ Bankastjórar Landsbankans halda áfram kaupum á verðbréfafyrirtækjun. Nú var það Merrion Capital sem varð fyrir valinu. MOSAIC FASHION Breskt tískufyrirtæki sækir um skráningu í Kauphöll Íslands. Tískusýning haldin á skauta- svellinu í Laugardal af því tilefni. NÝR Í SEÐLABANKANUM Davíð Oddsson er skipaður formaður bankastjórnar og seðlabankastjóri til sjö ára. MAÐUR SAMKEPPNINNAR Gylfi Magnússon, prófessor í Háskóla Íslands, er skipaður formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. LYFJAFORSTJÓRAR Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Divya Patel, forstjóri Amide, voru fulltrúar sinna fyrirtækja í samningaviðræðunum. Fór svo að Actavis keypti bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide. 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.