Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 51
H A U S
MARKAÐURINN 21MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005
Árið 2005 var afar viðburðaríkt og að
sama skapi árangursríkt fyrir Milestone
ehf. Félagið hefur verið í lykilhlut-
verki í umbreytingum á íslenskum fjár-
málamarkaði. Í lok ársins fer félagið
með virkan hlut í Íslandsbanka og í
Sjóvá og hefur sérstöðu að þessu leyti.
Jafnframt hefur félagið og tengd félög
staðið að og tekið þátt í fjárfestingum í
Bretlandi, Danmörku, Króatíu, Rúmeníu
og Þýskalandi.
ÁRÆÐNI ÍSLENDINGA VAKIÐ ATHYGLI
Almennt hefur framgangur íslenskra
fyrirtækja bæði innanlands og kannski
ekki síður erlendis vakið aðdáun og eft-
irtekt. Athafnasemi Íslendinga virðast
fá takmörk sett. Í stórum dráttum virð-
ist sem flest þeirra verkefna sem ráðist
hefur verið í hafi gengið vel hvort sem
um hefur verið að ræða fjárfestingar í
smásölu, útrás í matvælaiðnaði, fjárfest-
ingar í lyfjaiðnaði eða uppbyggingu fjar-
skiptaþjónustu að ónefndum flugrekstri.
Í alþjóðlegu samhengi hefur áræðni
Íslendinga í viðskiptum vakið athygli
og ljóst er að það er svolítið undir okkur
sjálfum komið hvers konar orðstír við
viljum byggja upp á erlendum vett-
vangi. Næstu ár mun ímynd okkar mót-
ast og mikilvægt að við stöndum undir
þeim væntingum sem við höfum byggt
upp og til okkar eru gerðar.
EIGIN STARFSREGLUR
Ör þróun á markaði hefur jafnframt
skapað aukna hvatningu á eftirlitsaðila
sem eiga að leggja línurnar í samskipt-
um hins opinbera, einstaklinga og fyrir-
tækja. Spennandi verður að sjá hvernig
þessum aðilum tekst til að móta sér
stöðu en jafnframt að skapa fyrirtækj-
um og einstaklingum nægilegt svigrúm
og tækifæri til athafna. Hér er hlut-
verk fyrirtækjanna sjálfra einnig mikið
en við höfum tækifæri til að ganga
á undan í ýmsum efnum, setja okkur
eigin leiðbeiningar og starfsreglur.
Samkeppnisstaða Íslands ræðst mikið af
því hvernig til tekst í þessum efnum.
SKATTAMÁL OFARLEGA Á BLAÐI
Að sama skapi er mikilvægt að áfram
verði unnið að því að skýra starfsum-
hverfi fyrirtækja á Íslandi. Það verður
að vera eftirsóknarvert að stofna og
reka fyrirtæki á Íslandi í alþjóðlegu
umhverfi. Skattamál eru þar
ofarlega á blaði
en einnig er
lykilatriði
að hér sé
á v a l l t
hægt að
laða til
sín hæfasta fólk sem völ er á. Við erum
einfaldlega í samkeppni við miklu stærri
þjóðfélög og verðum að standa okkur.
Þjóðfélagsumgjörðin þarf þar
af leiðandi að vera aðlaðandi
bæði fyrir fyrirtækin og fjöl-
skyldurnar í landinu. Það er þó
rétt að taka fram að hvað þetta
varðar hefur okkur tekist afar
vel til eins og dæmin sanna.
AÐKOMA AÐ SJÓVÁ EITT ÞAÐ
VIÐAMESTA
Bjartsýni, kraftur og gleði hafa
einkennt Íslendinga á árinu.
Persónulega hef ég kynnst
fjölmörgu nýju og góðu fólki.
Aðkoma okkar að Sjóvá, öfl-
ugasta og traustasta trygg-
ingafélagi landsins, var eitt af
viðameiri verkefnum ársins.
Þar hefur tekist að leiða saman
kraftmikinn hóp nýrra einstaklinga við
traust og reynslumikið starfsfólk félags-
ins. Í Sjóvá býr mikill metnaður og kraft-
ur sem við bindum miklar vonir við.
GETGÁTUR UM STÖÐU HLUTHAFA
Hluthafamál í Íslandsbanka hafa verið í
deiglunni á árinu eins og oft áður. Töluverð
orka virðist hafa farið í getgátur fram og
til baka um stöðu einstakra hluthafa eða
hræringar í hópnum. Á sama tíma hefur
bankanum gengið afbragðsvel bæði hér
á landi og með markvissri útrás. Góð
samstaða hefur verið í stjórn bankans
um helstu áherslur og með breytingum
sem orðið hafa á hluthafahópnum er útlit
fyrir enn markvissari stuðning að þessu
leyti.
Bjartsýni og kraftur einkennandi
Baugi Group og félögum sem það er hluthafi í, hefur
flestum gengið vel í viðskiptum á því ári sem er að líða,
bæði hér heima og erlendis. Innanlands vil ég nefna
tvö mál sérstaklega. Annars vegar að í fyrsta sinn
eru fjölmiðlar reknir innan skráðs almenn-
ingshlutafélags með fullkomnu gegnsæi um
rekstur og eignarhald. Allir geta nú kynnt
sér hvernig fjölmiðlar á vegum 365 ganga
og er það eina fyrirtækið á því sviði sem svo
er ástatt um. Reksturinn hefur gengið vel og
hagnaður góður. Hins vegar eru gríðarlega
góðar undirtektir hlutabréfamarkaðarins við
útboði á nýju hlutafé FL-group hf. nú í haust.
Greinilegt er að markaðurinn hefur trú á
framtíðarsýn forystu félagsins og vill taka
þátt í að láta hana verða að veruleika.
ÞEKKT SEM ÖFLUGUR FJÁRFESTIR
Í Danmörku hefur fjárfestingum Baugs fjölg-
að á árinu bæði í smásöluverslun og fasteign-
um. Er svo komið að Baugur er orðið þekkt
þar í landi sem öflugur fjárfestir á þeim svið-
um og oft nefnt sem mögulegur yfirtökuaðili þegar
þannig fyrirtæki eru til sölu. Viðsnúningur Magasin
du Nord og Merlin er á áætlun og rekstur Illum og
Keops gengur vel. Góður arður hefur þegar orðið af
fjárfestingum félagsins í Danmörku. Félagar okkar
í Bretlandi hafa einnig verið í sókn þó að illvígar
aðgerðir íslenskra yfirvalda hafi bitnað meira á þeim
en okkur sem störfum hér á landi og í Danmörku. Öll
höfum við þó þurft að hafa mikið fyrir að útskýra mál-
stað fyrirtækisins með tilheyrandi óhagræði, kostnaði
og glötuðum tækifærum.
STÆKKANDI EFTIRLITSIÐNAÐUR
Á nýju ári geri ég ráð fyrir áframhaldandi sókn okkar.
Nóg er af tækifærunum og ég er sannfærður um að
við munum áfram hafa gæfu til að notfæra okkur þau.
Það eru helst aðgerðir stjórnvalda sem maður óttast
að geti sett strik í áframhaldandi sókn. Fyrir utan
það sem fyrr er nefnt þá hafa stjórnvöld viljað setja
atvinnulífinu strangari skorður en áður hefur verið en
hygla ríkisrekstri. Yfirvofandi fjölmiðlalög og sífellt
stækkandi eftirlitsiðnaður eru dæmi um það. Ég vona
að þar verði breyting á.
Glötuð tækifæri
SKARPHÉÐINN BERG FRAMKVÆMDASTJÓRI BAUGS
GROUP Skarphéðinn segir að Baugur sé orðið þekkt í Danmörku
sem öflugur fjárfestir í smásölu og fasteignum.
Árið 2005 var einstaklega hag-
fellt bankanum og hluthöfum
hans. Árið einkenndist enn-
fremur af frekari uppbyggingu
Straums-Burðaráss sem sér-
hæfðs fjárfestingabanka en nú
um áramótin eru tvö ár frá því
að Straumur-Burðarás fékk fjár-
festingabankaleyfi. Flestir þeir
markaðir sem bankinn byggir
afkomu sína á hækkuðu umtals-
vert og þá sérstaklega á Íslandi.
SAMRUNI STRAUMS OG
BURÐARÁSS
Það sem markverðasta á árinu
hjá bankanum er án efa sam-
runi Straums og Burðaráss. Við
samrunann varð til enn öflugri
og samkeppnishæfari fjárfest-
ingabanki með sterka fótfestu
bæði á Íslandi og erlendis.
Fjárhagslegur styrkur bankans
eykur tækifæri til sóknar en
eigið fé bankans og heildareignir
ríflega tvöfölduðust við samrun-
ann. Innlendur fjármagnsmark-
aður efldist til mikilla muna á
árinu sem hefur leitt af sér enn
skilvirkari verðmyndun á mark-
aði. Velta í Kauphöllinni hefur
aldrei verið eins mikil og árinu.
NÝTA STYRK TIL FREKARI VAXTAR
Ég er bjartsýnn á komandi ár
fyrir bankann en þróun alþjóð-
legra fjármálamarkaða mun
ráða umtalsverðu um þróunina
á næsta ári. Markmið okkar
verður að auka þátttöku í verk-
efnum erlendis, styðja við sókn
viðskiptavina bankans erlend-
is og nýta þann styrk sem býr
í bankanum til frekari vaxtar.
Jafnframt hefur bankinn til-
kynnt um áform um opnun skrif-
stofu í Kaupmannahöfn sem mun
styrkja enn frekar stoðir bank-
ans en það er afleiðing mikilla
umsvifa bankans þar á síðustu
tveimur árum.
SKAPA TRÚVERÐUGAN SESS
Almennt tel ég horfurnar góðar
fyrir fjármálafyrirtækin en það
byggist á því að vel takist til
með aukna starfsemi erlendis og
að skapa fyrirtækjunum trúverð-
ugan sess. Undirstöður innlendu
fjármálastofnananna eru sterk-
ar, bankarnir orðnir alþjóðlegri
og tekjumyndun þeirra hefur
breikkað.
Það er mikill kraftur í efna-
hagslífinu um þessar mundir en
jafnframt nokkur hættumerki.
Því er mjög mikilvægt að efna-
hagstjórnun verði trúverðug og
aðhaldsöm þar sem viðskiptahall-
inn er mikill, eignaverðshækkan-
ir hafa verið miklar og staða
krónunnar er mjög sterk.
Undirstöður fjár-
málafyrirtækja sterkar
ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON FORSTJÓRI STRAUMS Þórður telur horfurnar góðar
fyrir fjármálafyrirtækin en það byggist á því að vel takist til með aukna starfsemi erlendis.
Skarphéðinn Berg Steinarsson Framkvæmdastjóri Baugs Group
Það eru helst
aðgerðir
stjórnvalda
sem maður
óttast að geti
sett strik í
áframhaldandi
sókn
Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums
Innlendur fjármagnsmarkaður efldist til mikilla
muna á árinu sem hefur leitt af sér enn skilvirkari
verðmyndun á markaði
Karl Wernersson stjórnarformaður Milestone ehf.
Það verður
að vera eft-
irsóknarvert
að stofna og
reka fyrirtæki
á Íslandi í
alþjóðlegu
umhverfi
KARL WERNERSON STJÓRN-
ARFORMAÐUR MILESTONE
EHF Karl segir að það þurfi
að vera eftirsóknarvert að
stofna fyrirtæki á Íslandi, að
Íslendingar séu einfaldlega í
samkeppni við stærri þjóðfélög
og þurfi að standa sig