Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 52
MARKAÐURINN
Árið 2005 hefur verið viðburða-
ríkt og ánægjulegt. Flest þeirra
fyrirtækja sem ég hef afskipti
af hafa gengið í gegnum miklar
breytingar á árinu og mun ég
rekja hér í stuttu máli það helsta.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna sameinaðist Sjóvík á fyrri
hluta ársins og nafni félagsins
var í kjölfarið breytt í Icelandic
Group hf. Með þeirri sameiningu
var undirstaða félagsins styrkt
verulega. Íslensku verksmiðj-
urnar í Bandaríkjunum voru sam-
einaðar og félagið er nú mjög
umfangsmikið í vinnslu og við-
skiptum með fisk í Asíu. Nýgerð
kaup á Pickenpack, Hussmann
og Hahn í Þýskalandi munu síðan
styrkja verulega stöðu félagsins
í framleiðslu í Evrópu. Icelandic
Group er einstakt fyrirtæki á
veraldarvísu. Ekkert sambæri-
legt félag er til og býður stærðin
upp á verulegt tækifæri til vaxt-
ar og bættrar afkomu. Enn var
sú breyting á félaginu að meiri-
hluti hlutafjár skipti um hendur
og verða þrír aðilar kjölfesta í
félaginu en það eru ISP hf. í
eigu Tryggingamiðstöðvarinnar
og Sunds, Eimskip og að end-
ingu Samherji. Allt eru þetta eig-
endur sem hafa þekkingu, áhuga
og reynslu af rekstri tengdum
sjávarútvegi. Er það félaginu
dýrmætt á leið sinni til frekari
vaxtar.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN
Forstjóraskipti urðu í
Tryggingamiðstöðinni er Gunnar
Felixson lét af störfum eftir ára-
tuga farsælt starf í þágu félag-
ins og við tók Óskar Magnússon.
Það er ekki ofsögum sagt að fer-
ill Gunnars hjá TM sé einstak-
ur. Hann naut virðingar í starfi
sínu og samband hans við við-
skiptavini félagsins var einstakt.
Hafði hann byggt félagið upp
af öryggi og mikilli skynsemi
í gegnum árin. Hafði Gunnar
djúpan skilning á eðli trygg-
ingareksturs. Óskar Magnússon
hefur þegar sett svipmót sitt á
félagið og hefur það gengið í
gegnum töluverða endurnýj-
un og algjöra endurskipulagn-
ingu. Við hefur tekið góð blanda
stjórnenda sem ýmist eru nýir í
starfi hjá félaginu eða hafa unnið
sig upp í starfi þar. Eru mikl-
ar vonir við það fólk bundnar.
Straumur fjárfestingabanki seldi
þriðjungs hlut sinn í félaginu á
árinu og var stærsti kaupandinn
Sund hf. Er það sérstakt fagnað-
refni fyrir Tryggingamiðstöðina
að fá þá fjölskyldu til samstarf
við stjórnun félagsins. Segja má
að þrjár fjölskyldur leiði þetta
merka tryggingafélag en það eru
Guðbjörg Matthíasdóttir og fjöl-
skylda, Gunnþórunn Jónsdóttir
og fjölskylda og Geir Zöega og
fjölskylda. Eitt eiga þessir aðilar
sammerkt og það er stefnu- og
trúfesta við þau verkefni sem
þau eiga aðild að.
LÝSI FLYTUR
Þáttaskil urðu í rekstri Lýsis hf.
á árinu er tekin var í notkun ný
verksmiðja félagsins í Örfirisey.
Leysti sú verksmiðja af hólmi 60
ára gamla og úr sér gengna verk-
smiðju við Grandaveg. Hin nýja
verksmiðja er án efa sú glæsi-
legasta sem til er. Hefur verið
einstaklega ánægjulegt að fá að
vera þátttakandi í endurreisn
þessa merka félags og fylgj-
ast með atorkusemi Katrínar
Pétursdóttur og hennar öfluga
samstarfsfólks. Félagið er orðið
eitt af leiðandi fyrirtækjum í
veröldinni í vinnslu á lýsisafurð-
um og hefur yfir að ráða þekk-
ingu sem er einstök. Vöxtur í
neyslu lýsisafurða er gríðarlegur
og enginn véfengir hollustu vör-
unnar. Er því óhætt að segja að
tímasetning á uppsetningu verk-
smiðjunnar hafi verið afar góð.
LOÐNUSTOFNINN ÁHYGGJUEFNI
Horfur á árinu 2006 eru almennt
í þessum rekstri þokkalegar.
Helstu áhyggjuefnin eru þó
staða loðnustofnsins og styrkur
íslensku krónunnar. Við höfum
nú séð loðnustofninn í góðu horfi
í rúman áratug. Mikil óvissa
er um stofnstærðina og menn
spyrja eðlilega hvort lægð sé í
nánd. Væri það mikið áfall ekki
síst vegna þess að verð á loðnu-
afurðum er í sögulegu hámarki
um þessar mundir. Merkilegt er
hvernig íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa haldið sjó þrátt
fyrir styrk krónunnar. Fer þó
án efa að reyna á þolrifin hjá
mörgum þeirra verði framhald
á. Hátt verð á erlendum mörkuð-
um hefur þó heldur hjálpað til.
Almennt séð hlýtur þó að gæta
almennrar bjartsýni um þessi
áramót en mjög verður að treysta
á að hið opinbera bregðist hvergi
í því að viðhalda hér stöðugleika
og frelsi í viðskiptum sem er
grunnforsenda gróskumikils
atvinnulífs.
28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR22
�������������
�����������������������������
����������������������
������������������������������������������ ���������������������������
Einstakt fyrirtæki á veraldarvísu
GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON Gunnlaugur segir um Gunnar Felixson, fyrrverandi forstjóra, að ferill hans hjá TM sé einstakur.
Það sem stendur upp úr hjá
okkur á árinu er án efa yfir-
taka Bakkavör Group á breska
matvælafyrirtækinu Geest og
svo kaup Exista, fjárfestingar-
félagi sem er í meirihluta eigu
okkar bræðra, á kjölfestuhlut í
Símanum. Bæði fyrirtækin hafa
trausta innviði, sterkt fjárstreymi
og mikla vaxtarmöguleika. Þau
endurspegla því vel þær áherslur
sem við höfum ávallt haft að leið-
arljósi í fjárfesting-
um okkar. Þá hefur
áframhaldandi góður
rekstur á KB banka
verið okkur ánægju-
efni.
VELTA SEXFALDAST
Eftir yfirtökuna á
Geest erum við orðnir
stærsti framleiðandi
á ferskum tilbúnum
matvælum í Bretlandi
með um 28% markaðs-
hlutdeild. Yfirtakan
á Geest hefur í för
með sér meira en sex-
földun í veltu og eftir
kaupin rekum við 40
verksmiðjur í fimm
löndum með um 14.000 starfs-
mönnum. Við höfum komið auga
á fjölmörg tækifæri þar sem ná
má fram samlegðaráhrifum og
nýta stærðarhagkvæmni. Búast
má við frekari samþjöppun á
breska matvælamarkaðnum,
enda er tæplega 50% markaðar-
ins enn í höndum margra smárra
framleiðenda. Við ætlum hér
eftir sem hingað til að leiða þá
þróun. Á næsta ári fögnum við
20 ára afmæli Bakkavarar og ég
er þess fullviss að við byggjum á
góðum grunni til frekari sóknar.
TÆKIFÆRI Í FJARSKIPTATÆKNI
Á þeim tíma sem við höfum komið
að rekstri Símans hef ég sannfærst
enn betur um þau miklu tækifæri
sem felast í hröðum framförum
í fjarskiptatækni og sífellt auk-
inni notkun á möguleikum þeirrar
tækni, t.d. á sviði afþreyingar. Við
kaupin á Símanum var okkur gert
að gefa öðrum hluthöfum kost á
að selja hlut sinn í fyr-
irtækinu. Það var sér-
lega ánægjulegt að sjá
hve fáir nýttu sér þann
rétt en ákváðu í þess
stað að sitja á vagnin-
um með nýjum eigend-
um. Á næsta ári fagnar
Síminn 100 ára afmæli
og það er mér til efs að
margir öldungar beri
aldurinn jafn vel og
Síminn gerir.
BÆTT REKSTRARUM-
HVERFI
Af öðrum málum
vil ég nefna frum-
kvæði stjórnvalda,
Viðskiptaráðs og fleiri
aðila við að kanna leiðir til að
bæta rekstrarumhverfi hér á
landi. Í því sambandi má t.d. sér-
staklega geta nefndar á vegum
forsætisráðherra undir forystu
Sigurðar Einarssonar, stjórnar-
formanns Kaupþing banka, sem
fjalla á um forsendur alþjóðlegr-
ar fjármálastarfsemi á Íslandi
og samkeppnishæfni landsins á
því sviði. Ég er viss um að ef
við vinnum skipulega að þessum
málum og orðum fylgja gjörðir
þá mun okkur farnast vel.
Yfirtaka Bakkavör
Group á Geest
stendur upp úr
LÝÐUR GUÐMUNDSSON FORSTJÓRI BAKKAVARAR Lýður segir að eftir yfirtökuna á
Geest sé Bakkavör stærsti framleiðandi í ferskum tilbúnum matvælum í Bretlandi.
Þáttaskil urðu í rekstri Lýsis hf. á árinu er tekin var í
notkun ný verksmiðja félagsins í Örfirisey. Leysti sú
verksmiðja af hólmi 60 ára gamla og úr sér gengna
verksmiðju við Grandaveg
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður Icelandic Group
Lýður Guðmundsson forstjóri Bakkavarar
Eftir kaupin
rekum við 40
verksmiðjur í
fimm löndum
með um 14.000
starfsmönnum
V I Ð Á R A M Ó T