Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 57

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 57
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 27MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 Ég er nú einu sinni þannig, þrátt fyrir að vera mikill raunsæis- maður að ég les alla spádóma sem ég kemst yfir. Ekki það að ég taki fullt mark á þeim, en allur er varinn góður þegar athafnir manns krefjast þess að sjá hið ófyrirséða. Ég hef nokkrum sinnum farið til spákonu og haft gaman af og er ekki frá því að þær hafi stundum hitt naglann á hðfuðið. Alla vega sú sem sagði við mig, þegar ekkert í fari mínu gaf til kynna að ég ætti eftir að ná langt, að ég ætti eftir að verða ríkur og gæfusamur í einkalífi og gott ef hún minntist ekki á að kynlífið ætti eftir að verða gott. Ekki get ég rengt þennan spádóm, án þess að ég kunni skýringar á hvernig sú gamla rataði á rétta framtíð fyrir mig. Eitt hef ég hins vegar aldrei skilið. Það er að ég sem bý ekki yfir neinum dulrænum hæfileik- um, en veit mínu viti um markað- inn, hef grætt svona mikið meðan spákonurnar sitja við eldhúsborð úr Rúmfatalagernum í íbúð á vegum Féló og spá í bolla fyrir tvöþúsund kall. Ef þær vita hvað er á seyði, þá ættu þær náttúrlega að fjárfesta svolítið til að hafa það betra. Það er kannski verkefni fyrir mig á næsta ári að sameina krafta spákaupmanna og spákvenna og búa til úr því ósigrandi fjárfest- ingarfélag. Jæja, maður þarf nú reynd- ar ekki að vera með beint sam- band við almættið til að sjá að Straumur er í þann veginn að selja hlutinn sinn í Íslandsbanka. Gæti meira að segja hafa gerst þegar pistillinn birtist. Annars þarf sennilega meiri spádóms- gáfu en oft áður til þess að koma vel út úr næsta ári. Ég fór alveg óttalaus inn í þetta sem nú er að líða og sé ekki eftir því. Kominn með góðan hagnað af verulega skuldsettum stöðum í hlutabréf- um. Ég var allan tímann sann- færður um að krónan yrði sterk út árið og hafði engar áhyggjur af veikingartali. Það voru dýrar jólagjafi heima hjá mér þessi árin og ég er ekki svefnlaus yfir því að plasmassjónvarpið endist ekki nema í í fimm ár. Þá kaup ég mér bara nýtt. Næsta ár er flóknara. Ég spái því að KB banki kaupi banka- starfsemi Sampó og klári loks- ins kaup á verðbréfafyrirtæki í Bretlandi. Þeir gætu líka átt eftir að styrkja sig í Hollandi eða Luxemburg. Hinir bankarn- ir verða áfram í útrásarhug og spennandi að sjá hvaða áherslur muni fylgja nýjum hluthöfum í íslandsbanka. Ég sé líka fyrir mér að trygg- ingafélög eigi eftir að fara í frek- ari útrás. Synd hvað fá þeirra eru á markaði. Kannski að það breyt- ist aftur á árinu. Hver veit. Krónan á sennilega eftir að gefa eftir á síðari hluta ársins og þá hugsanlega hlutabréfa- markaðurinn einnig. Ég ætla alla vega að vera minna skuld- settur í hlutabréfum á komandi ári, en ég var á þessu. Ég fékk smá hroll eftir Avionútboðið og hækkunina á FL Group. Keypti auðvitað hlut í Avion, enda gar- anteruð veisla framundan í þeim bréfum. Samt verður maður smá stressaður þegar allir á markaðn- um virðast kaup með það fyrir augum að innleysa hagnað fljótt. Markaðurinn er komin með smá greater fool einkenni og þá gæti toppurinn verið skammt undan. Maður hefur séð slíkt áður og náð að forða sér í tíma. Samt verður örugglega fullt í gangi. Ég býst líka við því að Bakkavör kaupi félag á árinu framundan og noti tækifærið og auki hlutaféð sitt smá. Ég hef trölla trú á þeim. Annað fyr- irtæki sem gæti átt eftir að blómstra, sérstaklega ef krónan bakkar er Marel. Þar eru spenn- andi hlutir í gangi og þetta félag sem er eitt af mínum uppáhalds í gegnum tíðina gæti átt eftir að koma á óvart á árinu. Össur og Actavis lofa líka ágætu og spennandi að sjá hvernig vinnst úr Alpharmakaupunum. Ef vel tekst til að vinna úr fjárfestingu Actavis í Bandaríkjunum, spái ég því að félagið verði skráð á Nasdaq, en ekki London eins og margir hafa haldið. það verður spennandi að fylgjast með Straumi á nýju ári. Bankinn mun sennilega verða meira í útlöndum en hér heima. Ég spái því að Straumur eigi eftir að verða meira áberandi í erlendum fjárfestingum Björgólfs Thors. Björgólfur verður sjálfur vænt- anlega á fleygiferð á komandi ári. Hann þarf að púsla saman þess- um símafjárfestingum sínum og tengja þær saman. Ég býst við að Straumur komi að einhverju leyti inn í þær breytingar. FL Group og Baugur verða áfram áberandi á komandi ári. FL Group mun fara yfir tuttugu prósent í easyJet og jafnvel reyna yfirtöku. Baugur á líka eftir að kaupa stórt fyrirtæki í Bretlandi á næsta ári, ef þetta eilífðar Baugsmál verður ekki enn og aftur að þvælast fyrir þeim. Er ég að gleyma einhverju? Alveg örugglega. Þó ég hafi ekki jafn mikla trú á næsta ári og því sem er að líða, þá er ég sann- færður um að það eru nokkuð góðir tímar framundan. Þeir sem hafa farið fremstir í viðskiptalíf- inu eru ekkert farnir að hægja á sér og ekkert útlit fyrir stöðn- un í bráð. Veislan heldur áfram vel fram á næsta ár, en þá taka kannski við óvissari tímar. Þá verð ég búinn að tryggja mig sæmilega gegn hugsanlegum áföllum og held áfram að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma, enda er það mér í blóð borið og ég get ekkert að því gert. Spákaupmaðurinn á horninu. Þeir sem fljóta sigra straum tímans Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 Spurðu um + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar Dreifðu staðgreiðslunni VISA Lán er ný og hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Ný tt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.