Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 58
66,7 milljarðar króna. Kaup Exista og annarra fjárfesta á öllum hlut ríkis-ins í Símanum. Hlutabréf Landsbankans, Bakkavarar Group og FL Group hafa tvöfaldast í virði á árinu. styrking krónunnar. Krónan hefur haldist sterk á árinu og haft mikil áhrif á starfsemi útflutningsfélaga.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Dómnefnd Markaðarins var ekki
jafn skýr í niðurstöðu sinni þegar
hún var beðin að nefna verstu
viðskipti ársins og þau bestu.
Atkvæði dreifðust nokkuð, en
þau viðskipti sem fengu flest
atkvæði voru kaup Árvakurs á
Ári og degi sem gefur út Blaðið.
Nú kann það að skýra hluta af
niðurstöðunni að kaupin voru
gerð á meðan dómnefnd var að
störfum og viðskiptin því fersk í
huga manna. Hins vegar virðist
engum blöðum um það að fletta
að sérfræðingarnir telja að ef
þessi viðskipti eigi sér framtíð
verði að snúa við blaðinu.
Hin hlið teningsins
Kaup Pálma Haraldssonar á
Sterling og salan til FL Group
voru ótvírætt viðskipti ársins
að mati dómnefndar. Hins vegar
var dómnendin ekki jafn sann-
færð um að sá sem sat hinum
megin borðsins hefði gert jafn
góð kaup. Næstflestar tilnefn-
ingar í flokknum verstu við-
skiptin fengu kaup FL Group á
Sterling.
Ljóst er að hvernig sem fer, þá
mun Pálmi hagnast vel á við-
skiptunum og því betur sem
betur gengur á þessu ári. Pálmi
telur sjálfur að FL Group hafi
gert afar góð kaup, en eins og
svo oft áður, þá er það tíminn
einn sem sker úr um það hvað
eru góð kaup og hvað slæm.
Fleiri í hópi verstu
Þeir sem seldu hlutabréf á árinu
sem er að líða fengu atkvæði
dómnefndar yfir verstu við-
skipti ársins. Icelandic Group
fékk atkvæði fyrir kaup sín á
Pickenpack, svo og Atorka fyrir
kaup á Austurbakka. Kaupin á
Merlin fengu einnig atkvæði
í hópi verstu viðskiptanna og
stjórnendur Íslandsbanka
fyrir sölu á bréfum í bankan-
um. Straumur fékk eitt prik í
flokki verstu viðskiptanna fyrir
að hafa tekið Burðarás á yfir-
verði. Þá fengu kaup Milestone
á Sjóvá athkvæði í hópi verstu
viðskiptanna.
Allt um það. Þeir sem fengu
atkvæði í þessum flokki hafa
nú framtíðina til að sanna hið
gagnstæða. Það er líka huggun
harmi gegn að sagan kennir að
margt það sem augnablikið kann
illa að meta reynist vel þegar
tíminn hefur fengið að dæma um
árangurinn.
Blaðið efst á blaði
100% 6,5%