Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.12.2005, Qupperneq 64
 28. december 2005 WEDNESDAY12 18% 38% A Í S / n o t í F Yfir 111% fleiri lesendur að atvinnublaði Fréttablaðsins! Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til rúmlega tvöfalt fleiri Íslendinga á aldrinum 20 – 40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 38% af þeim lesa Allt – atvinnu, sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla sunnudaga. Aðeins 18% lesa hins vegar atvinnublað Morgunblaðsins og því eru 111% fleiri sem sjá auglýsinguna í Fréttablaðinu. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? Vantar þig starfskraft? – mest lesna atvinnublaðið 1. Big (1988). Var fyrsta mynd sögunnar sem leikstýrt var af konu og halaði inn meira en 100 milljónir dollara í miðasölu. Steven Spielberg átti upprunalega að leikstýra mynd- inni. Myndin fékk tvær óskarstil- nefningar. 2. Awakenings (1990). Byggð á sannri sögu eftir Oliver Sacks. Myndin er sannsöguleg og gerist árið 1969. Fékk óskarstilnefningu sem besta myndin. 3. Cinderella Man (2005). Leikstýrði myndinni ekki en framleiddi. Um tíma kom þó til greina að hún leikstýrði myndinni. Russell Crowe losaði sig við rúm tuttugu kíló fyrir myndina. Þetta er önnur myndin sem Marshall framleiðir á þessu ári en hin er Bewitched. 4. Jumpin Jack Flash (1986). Jumpin Jack Flash heitir lag eftir The Rolling Stones en í myndinni heyrist önnur útgáfa af laginu með Arethu Franklin. Myndin hét samt uppruna- lega Knock, Knock. Fyrsta myndin sem Marshall leikstýrði. 5. Riding in Cars with Boys (2001). Síðasta mynd sem Marshall leikstýrði en hún hefur nú aðallega snúið sér að framleiðslu kvikmynda. Byggð á samnefndri skáldsögu eftir Morgan Ward. Adam Garcia leikur son Drew Barrymore í myndinni þótt hann sé í raun og veru aðeins tveimur árum yngri en hún. TOPP 5: PENNY MARSHALL PENNY MARSHALL LEIKSTJÓRI Uppáhaldsstaður Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns ríkislögreglustjóra, er skíðasvæði í Austurríki. „Ég held ég verði að segja Hintertux-jökullinn í Austurríki,“ segir Arnar. Fallegt og friðsælt er á jöklinum, og auk þess segist Arnar eiga afar góðar minningar þaðan. „Maður er hátt uppi og sér víða. Þetta er skíðasvæði sem er opið bæði á sumrin og á veturna, og ég hef farið þangað á skíði með fjölskyldunni nokkrum sinnum. Þá hafa krakkarnir verið að læra á skíðin og við hjónin að skrölta í kringum þá,“ segir Arnar, sem finnst gaman á svigskíðum og börnin hans æfa og keppa í þeirri íþrótt. UPPÁHALDSSTAÐURINN: Hintertux-jökullinn í Austurríki ARNAR JENSSON AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA VISSIR ÞÚ... ...að aðeins einn þjóðfáni inni- heldur einungis einn lit? Það er þjóðfáni Líbíu. ...að fáni Líbíu er grænn? ...að grænn var litur sigurs í Grikk- landi til forna? ...að blár litur einkennisbúninga á rætur að rekja til Rómarveldis? Fólk í opinberum störfum í Róm klæddist bláum fötum. ...að í Íran er blár litur sorgar? ...að faróar Egyptalands klæddust bláu til varnar gegn illum öflum? ...að fjólublár er litur ekkju sem syrgir eiginmann í Taílandi? ...að fyrir það að særast eða deyja fá bandarískir hermenn „Purpuru- hjartað.“ ...að samkvæmt litakenningunni eykur fjólublár ímyndunarafl barna? ...að hvítt er litur sorgar í Kína og Japan? ...að egypskir faróar báru hvíta kórónu? ...að svartur litur sorgarinnar er kominn frá Egyptum og Rómverj- um? ...að Egyptar trúðu því að svartir kettir væru guðdómlegar verur? ...að hvítt flagg er alþjóðlegt merki friðar og vopnahlés? ...að Persar trúðu því að allir guðir klæddust hvítu? ...að kristnir englar eru oftast sýndir í hvítum klæðum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.