Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 66

Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 66
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR26 Stefán Hermannsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur, er sjötug- ur í dag. Stefán ákvað að skreppa úr kuldanum og myrkrinu á Íslandi og fljúga til Kanaríeyja með fjölskylduna sína í gær. „Ég flýg til Kanaríeyja með konuna, synina okkar, þeirra maka og barnabörnin. Við ætlum að halda smá fjölskylduveislu þar,“ sagði Stefán þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Stefán segir að eftirminnilegustu afmælin hafi verið þegar hann var ungur strákur á Akureyri. Stefán seg- ist ekki vera mikið afmælisbarn en þegar hann er spurður um eftirminni- lega afmælisgjöf kemur strax ein upp í hugann. „Þegar ég varð fimmtugur þá fékk ég fallegt málverk sem mér þykir mjög vænt um. Málverkið er eftir Ragnheiði Riem og var gjöf frá tengdafólki mínu. Ég hélt einmitt smá veislu þegar ég varð fimmtugur, en annars hef ég ekki haldið sérstaklega upp á afmælið svona á efri árum.“ Þeir sem eiga afmæli á milli jóla og nýárs kvarta stundum yfir því að afmælisdagurinn gleymist í hátíðar- fögnuðinum. Stefán segir að það hafi aldrei truflað hann að eiga afmæli á þessum tíma. „Að eiga afmæli á þess- um tíma gerir það að verkum að það er jafnvel enn minna tilefni til að halda upp á afmælisdaginn en ef hann væri á öðrum árstíma. En ég hef aldrei haft áhyggjur af því að afmælið mitt gleymdist. Þetta var ágætt á mínum skólaárum, en þá spiluðum við félag- arnir brids frá því fyrir jól og fram yfir áramót og afmæli mitt féll þar inn í.“ Þrátt fyrir að vera kominn á átt- ræðisaldur gegnir Stefán nú stöðu framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu Austurhöfn-TR sem er í eigu ríkis og borgar. Fyrirtækið var stofnað til að vinna að uppbyggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á austur- bakka Reykjavíkurhafnar. „Verkefn- inu miðar vel, við vinnum núna hörð- um höndum að því að klára samninga við fyrirtækið sem sér um sérfræði- ráðgjöf við byggingu tónlistarhúss- ins,“ segir hann. Spurður um viðbrögð almennings við byggingu hússins segir Stefán að hann haldi að fólk muni ekki sjá á eftir peningunum sem fara í byggingu hússins. „Eins og eðlilegt er hefur almenningur mestar áhyggjur af því að peningunum sé ekki eytt að óþörfu, og að skattinum sem það borg- ar sé vel varið.“ Hann bendir þó á að fólk sem sér á eftir peningunum geti huggað sig við það að ekki verði borg- að meira fyrir byggingu hússins held- ur en ákveðið var í upphafi. „Það er óþarfi að sjá á eftir peningunum sem fara í tónlistarhúsið því það er mjög mikilvægt fyrir þjóðina að búa vel að sínu öfluga tónlistarlífi,“ segir Stefán að lokum. STEFÁN HERMANNSSON Ætlar að fagna sjötugsafmælinu með fjölskyldunni á Kanaríeyjum. Hér sést hann við módelið af tónlistarhúsinu sem mun rísa innan skamms. STEFÁN HERMANNSSON: Á SJÖTUGSAFMÆLI Í DAG Fjölskylduveisla á Kanarí Biskup Íslands bauð fulltrúum nokkurra hópa sem lögðu sitt af mörkum til hjálpar- starfs á aðventunni til helgistundar fyrir jól. Eftir ritningarlestur og söng var boðið upp á súkkulaði og smákökur. Með þessu vildi biskup þakka fólki gott starf í aðdrag- anda jólahátíðarinnar. Meðal þeirra hópa sem sóttu biskup heim voru aðstandendur endurútgáfu lagsins Hjálpum þeim, hópur ungs fólks sem hóf söfnun fyrir brunni í Afríku með aðstoð netsíðna sinna, Mæðra- styrksnefnd, starfsfólk SPRON í miðbæn- um, starfsfólk dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins og starfsfólk Alþjóðahúss. Helgistund á Biskupsstofu MÆÐRASTYRKSNEFND Biskup Íslands, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfsins og þrír stjórnarmenn í Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur. BRUNNUR Í AFRÍKU Linda Heiðarsdóttir, Andri Fannar Ottósson, Bjarni Þór Pétursson, Haukur Snær Hauksson, Hendrik Geir Garcia, Karl Sigurbjörnsson, Baldur Knútsson, Arna Ólafsdóttir og Jónas Þórisson. HJÁLPUM ÞEIM Vignir Snær Vigfússon, Einar Bárðarson, Helga Lilja Gunnarsdóttir, Karl Sigurbjörnsson, Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson, Þórunn Geirsdóttir og Jónas Þórisson. Það var 28. desember árið 1965 sem lítil eyja reis úr sæ suðvestur af Surtsey. Varð hún til við neðansjáv- argos en Surtsey varð fyrst vart við svipað gos rúmum tveimur árum áður. Litla eyjan var nefnd Jólnir þar sem hún varð til um jól. Gosið var nokkuð kröftugt í fyrstu og stóð fram í ágúst 1966. Mest náði eyjan um sjötíu metra hæð en líftími hennar var skammur, hún hvar sjónum manna í októb- er 1966. SURTSEY Augu alheimsins beindust að Surtsey þegar gos hófst fyrst í nóvember 1963. MYND/BORGÞÓR MAGNÚSSON Jólnir rís úr sæ MAURICE RAVEL (1875-1937) LÉST ÞENNAN DAG. „Tónlist er að mínu mati í fyrsta lagi til- finningarík og í öðru lagi vitsmunaleg.“ Maurice Ravel var franskt tónskáld sem samdi meðal annars verkið Bolero. MERKISATBURÐIR 1694 María II Englandsdrottning andast af völdum bólusóttar eftir fimm ára valdatíð. 1871 Skóladrengir í Reykjavík sýna leikritið Nýársnótt eftir Indriða Einarsson í fyrsta sinn. Leik- ritið var síðar sýnt við vígslu Þjóðleikhússins. 1895 Frönsku frumkvöðlarnir í kvikmyndum, bræðurnir Auguste og Louis Lumiére, sýna almenningi kvikmyndir á kaffihúsi í París. 1897 Franska leikritið Cyrano de Bergerac er frumsýnt í París. 1965 Eyja rís úr hafi skammt frá Surtsey en hvarf í október 1966. Eyjan var nefnd Jólnir vegna þess að goshrinan hófst á annan í jólum. 1973 Alexander Solsjenítsin gefur út fyrstu bók sína af þremur um lögregluríkið í Sovétríkj- unum. Á þessum degi árið 1908 gekk geysistór jarðskjálfti yfir Suður-Ítalíu með þeim afleiðingum að borgirnar Messina á Sikiley og Reggio di Calabria á megin- landinu jöfnuðust nánast við jörðu. Hátt í hundrað þúsund manns létust í jarðskjálftanum og flóðbylgj- unni sem kom í kjölfar hans. Sikiley og Calabria eru þekkt sem la terra ballerina, eða landið dansandi, vegna jarðskjálftavirkninnar á svæðinu. Mikið mannfall hefur orðið þar á undangengnum öldum en aldrei jafn mikið og á þessum afdrifaríka degi. Ástæðan er líklega sú að skjálftinn reið yfir snemma morguns meðan fólk lá enn sofandi heima. Talið er að stærsti skjálftinn hafi verið 7,5 á Richter-kvarða. Sá olli tólf metra hárri flóðbylgju sem gekk yfir þorp og borgir við ströndina. Um níutíu pró- sent allra bygginga í borgunum Messina og Reggio di Calabria gereyðilögðust. Ritsímalínur slitnuðu og járnbrautateinar skemmdust sem töfðu fyrir öllu hjálparstarfi. Þá dóu einnig margir björgunarmenn í þeim fjölmörgu smáskjálftum sem á eftir fylgdu. ÞETTA GERÐIST> 28. DESEMBER 1908 Jarðskjálfti skekur Ítalíu Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson áður til heimilis að Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 11.00. Ólafur Sigurpálsson Arndís Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Ísfjörð Unnur Sigfúsdóttir Gylfi Þ. Sigurpálsson Fríða Björk Pálsdóttir Árni Arnar Sigurpálsson Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir Hólmfríður Sigurpálsdóttir Styrmir Gíslason Símon Sigurpálsson Karítas Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, Þorleifur Hólm Gunnarsson Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að kvöldi aðfangadags. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirku miðvikudaginn 4. janúar 2006 kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir. AFMÆLI Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, er 74 ára. Stefán Edilstein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur, er 74 ára. Helga Jónsdóttir leikkona er sextug. Stefán Jökulsson, lektor og útvarpsmaður, er 56 ára. Albert Jónsson sendiherra er 53 ára. Edda Andrésdóttir fréttaþulur er 53 ára. Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur er 48 ára. Ágúst Jakobsson kvikmynda- gerðarmaður er fertugur. Ívar Benediktsson blaðamaður er fertugur. Björk Jakobsdóttir leikkona er 39 ára. Þorvaldur Örn Kristmundsson blaðaljósmyndari er 35 ára. Einar Örn Jónsson handbolta- maður er 29 ára. Edilon Hreinsson knattspyrnu- maður er 27 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1856 Woodrow Wilson, 28. forseti Bandaríkjanna. 1922 Stan Lee, bandarískur rithöfundur. 1953 Richard Clayderman, fransk- ur píanisti. 1954 Denzel Washington, banda- rískur leikari. 1956 Nigel Kennedy, enskur fiðluleikari. 1981 Sienna Miller, ensk leikkona. ANDLÁT Anna Jóna Ragnarsdóttir, Blikahöfða 5, Mosfellsbæ, lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi jóladagsmorgun 25. desember. Vilborg Sigfúsdóttir, Dvalarheim- ilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, lést 25. desember. JARÐARFARIR 11.00 Óli Björgvinsson, Sandbakka, Höfn, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju. 13.00 Ingibjörg Stefánsdóttir, Starengi 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.00 Hulda Þorbjörnsdóttir verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. 13.00 Þóra Aradóttir, Grensásvegi 56, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Bettý Marsellíusdóttir, Ásbyrgi, Hófsósi verður jarðsungin frá Hofsósskirkju. 14.00 Hreinn Elíasson listmálari, Jörundarholti 108, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Jóhanna (Stella) Haraldsdóttir, til heimilis á Lindargötu 57, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. Þau mistök urðu við vinnslu Fréttablaðsins í gær að birtur var rangur listi yfir jarðarfarir. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTTING timamot@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.