Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 74

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 74
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR34 NR. 10 A HISTORY OF VIOLENCE LEIKSTJÓRI DAVID CRONENBERG Ofbeldið var allt að því yfirgengilegt í þess- ari mynd en var þó notað á mjög óhefð- bundinn hátt. Eins og tónlist. Cronenberg sýndi það að hann er algjörlega óháður þessari Hollywoodframleiðslu og Viggo Mortensen kom skemmtilega á óvart. NR. 8 HOTEL RWANDA LEIKSTJÓRI TERRY GEORGE Hin skelfilegu þjóðarmorð í Rúanda voru rifjuð upp á óþægilegan hátt í þessari kvik- mynd um hótelstjórann Paul Rusesabagina sem reyndi að vernda ættmenni sín fyrir hörmungunum í landi sínu. Myndin hreppti Jökul, fyrstu verðlaun á IiFF-hátíðinni, sem besta myndin. NR. 7 MOTORCYCLE DIARIES LEIKSTJÓRI WALTER SALLES Ungstirnið Gael Garcia Bernal sló í gegn þegar hann túlkaði Che Guevara á eftir- minnilegan hátt en myndin fjallaði um ferð frelsishetjunnar um Suður-Ameríku. Bæði leikstjórinn og aðalleikarinn sóttu landið heim í tilefni frumsýningarinnar, sem dró ekki úr vinsældum hennar. NR. 9 DER UNTERGANG LEIKSTJÓRI OLIVER HIRSCHBIEGEL Myndin var sú besta á IIFF-hátíðinni. Bruno Ganz var stórkostlegur í hlutverki Hitlers en Der Untergang veitt innsýn í síðustu daga Þriðja ríkisins út frá augum Traudl Jung, einkaritara einræðisherrans. NR. 6 HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE LEIKSTJÓRI MIKE NEWELL Nú þýddi ekkert að vera einhver krakki. Harry Potter var ekki lengur töfrastrák- ur heldur var smám saman að skríða á táningsaldurinn. Unglingarnir voru látnir bera uppi myndina, sem reyndist vera frábær skemmtun. Fokdýrar risastórmyndir settu svip sinn á bíóárið 2005. Stjörustríðshringnum var lokað með miklum látum og dram- atík í vor og í kjölfarið reis svo Bat- man upp með miklum glæsibrag í Batman Begins. Myndasögur héldu áfram að nýtast kvikmynda- gerðarmönnum sem efniviður og yfirfærsla Roberts Rodriguez á Sin City-myndasögum Fransk Millers var tvímælalaust einn af hápunktum bíóarsins. Stórmynd- irnar héldu svo áfram að detta inn fram eftir árinu. Harry Potter tók gelgjuskeiðið með trompi í The Goblet of Fire en gamla Narníu- ævintýri C.S. Lewis veitti honum verðuga samkeppni. Árinu lauk svo með geðveikum hamförum þegar Peter Jackson sleppti risa- apanum King Kong lausum og tók af öll tvímæli um að hann væri arf- taki þeirra Lucasar og Spielbergs þegar það kemur að því að hrista fram skotheldar risamyndir. Þrátt fyrir allar þessar kræsing- ar virðist bíóárið hafa verið frekar rýrt í roðinu þegar litið er framhjá þessum stóru metaðsóknarmynd- um og ef ekki hefðu verið haldnar þrjár veglegar kvikmyndahátíðir í Reykjavík á árinu hefði gagnrýn- endum Fréttablaðsins reynst það þrautin þyngri að fylla lista yfir tíu bestu myndir ársins 2005. Kvikmyndahátíðir björguðu stórmyndaári NR. 5 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACT- ORY LEIKSTJÓRI TIM BURTON Hin sérvitri og hæfileikaríki Tim Burton hafði í nógu að snúast á árinu sem senn er að líða. Kalli og súkkulaðiverksmiðjan var frábær þar sem litir og tónlist fengu að njóta sín. Johnny Depp brást ekki vini sínum og var mjög eftirminnilegur í hlut- verki Willy Wonka. NR. 4 KING KONG LEIKSTJÓRI PETER JACKSON Þrátt fyrir þrjá tíma hefur Peter Jackson tekist að gera það sem fáum er gefið, að skemmta áhorfendanum frá upphafi til enda. Frábærar tæknibrellur og hugljúf saga uppskáru klapp í Háskólabíói. Loðna skrímslið hafði aldrei litið svona vel út. NR. 3 STAR WARS: REVENGE OF THE SITH LEIKSTJÓRI GEORGE LUCAS Loksins, loksins. Jar Jar Binks fékk ekki að segja eitt einasta orð og George Lucas gerði sér grein fyrir því að aðdáendur Stjörnustríðs voru fullorðnir karlmenn. Myndin var dökk yfirlitum og var bönnuð innan tólf. Frábær lokahnykkur. NR. 2 SIN CITY LEIKSTJÓRAR FRANK MILLER OG ROBERT RODRIGUEZ Hasarblaðahöfundurinn Frank Miller hafði miklar efasemdir um að það tækist að festa Sin City á filmu. Rodriguez sannaði svo ekki varð um villst að það var vel gerlegt. Sin City reyndist vera svalasta mynd ársins. NR. 1 BATMAN BEGINS LEIKSTJÓRI CHRISTOPHER NOLAN Frábær kvikmynd um upphaf Leðurblöku- mannsins. Loksins, loksins sögðu aðdáend- ur hetjunnar en hún hafði lent í klónum á Hollywood sem vildi breyta henni í einhverja barnastjörnu. Leðurblökumaður- inn varð aftur riddari næturinnar. 8. SIDEWAYS Sérstaklega vel skrifuð, látlaus og skemmti- leg mynd um vínsmökkunarferðalag tveggja lúsera. Leikurinn er frábær og rauðvínslegin heimspeki myndarinnar hittir beint í mark. NR. 7 SHI MIAN MAI FU (THE HOUSE OF FLYING DAGGERS) Þessi stílfærða kínverska bardagamynd hverfist um einfalda og sígilda ástarsögu um elskendur sem fá ekki að njótast. Myndin, sem er frá árinu 2004 en rataði ekki í bíó hér fyrr en á IIFF-hátíðinni, er samt fyrst og fremst veisla fyrir augað þar sem litadýrð og ótrúlegar æfingar með tökuvélina dáleiða áhorfendur. NR. 6 THE DESCENT Það var sem betur fer mikið um hryllings- myndir í bíó í ár en þessi stendur upp úr. Hér er spilað á innilokunarkennd og myrkfælni með glæisbrag. Þar fyrir utan er myndin þrælspennandi og mátulega ógeðsleg. NR. 4 BATMAN BEGINS Flestir töldu að Joel Schumacher hefði tek- ist að drepa Batman með hinni skelfilegu Batman & Robin. NR. 3 STAR WARS: REVENGE OF THE SITH Það eru einungis tilfinningarök sem koma þessari mynd svona ofarlega á listann en fyrir gamla Star Wars-áhorfendur sem Lucas hafði brugðist í tvígang með Episode I og II er þessi magnaði lokakafli himna- sending. Drama sem jafnast á við The Empire Strikes Back. NR. 2 KING KONG Alvörurisamynd sem rígheldur þrátt fyrir mikla lengd. Peter Jackson er orðinn það sem Spielberg og George Lucas voru fyrir tuttugu árum. Afgreiðsla hans á Lord of The Rings og King Kong gerir hann að krýndum konungi ævintýranna. NR. 1 SIN CITY Langbesta og skemmtilegasta mynd ársins þótt lengra aftur í tímann væri leitað. Myndasögu hafa aldrei verið gerð jafn góð skil á hvíta tjaldinu. Teikningar Franks Miller lifna við í þessu tækniundri og leikararnir skila kaldhömruðum texta hans fullkom- lega. Sin City er film noir í sinni tærustu mynd og ekki spillir fyrir að Mickey Rourke gerir magnaðasta „comeback“ allra tíma. Það var heilmikið fjör í kvikmyndahúsum á Íslandi árið 2005. Freyr Gígja Gunnarsson og Þórarinn B. Þór- arinsson, kvikmyndagagnrýnendur Fréttablaðsins, litu um öxl og völdu tíu bestu myndir ársins. BATMAN Á ÍSLANDI Atriðin sem tekin voru upp hér landi í myndinni voru nánast öll notuð. FREYR GÍGJA GUNNARSSON 9. OLDBOY Þetta meistarastykki frá Suður-Kóreu er elsta myndin á listanum, framleidd árið 2003, en er svo mögnuð að það er ekki hægt að sleppa henni. Sagan er átakanleg og ofbeldið yfirgengilegt þannig að maður verður ekki samur eftir að hafa tekið virkan þátt í hremmingum Oh Dae-Su sem Min- sik Choi leikur með fádæma tilþrifum. ÞÓRARINN B. ÞÓRARINSSON NR. 5 DER UNTERGANG Ógleymanleg stríðsmynd þar sem Bruno Ganz breyttist í Hitler með undraverðum hætti. 10. HOTEL RWANDA Önnur mynd frá 2004 sem þakka má IIFF fyrir að hafi komist í bíó á Íslandi. Þetta er alls ekki gallalaus mynd en skilur mikið eftir sig, einna helst samviskubit hjá vestrænum góðborgurum sem lokuðu augunum fyrir þjóðarmorðunum í Rúanda. Don Cheadle er í toppformi að vanda í aðalhlutverkinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.