Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 79

Fréttablaðið - 28.12.2005, Side 79
Hinn ítalskættaði leikari Vinc- ent Schiavelli andaðist á heimili sínu á Sikiley annan í jólum eftir erfiða baráttu við lungnakrabba- mein. Schiavelli, sem var 57 ára, var árið 1997 útnefndur einn besti skapgerðarleikari sögunnar af tímaritinu Vanity Fair en hann lék í rúmlega 120 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vincent Schiavelli ólst upp hjá afa sínum í Brooklyn og ákvað snemma að gefa sig á vald leik- listargyðjunnar. Hann landaði hlutverki geðsjúklingsins Fred- erickson í Gaukshreiðrinu sem hlaut fimm Óskarsverðlaun á sínum tíma en djúp augu og sér- stætt útlit öfluðu honum nokkurr- ar sérstöðu í kvikmyndaborginni. Leikarinn var oftar en ekki í litl- um en minnisstæðum hlutverkum og lék meðal annars leigumorð- ingja í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Þá ætti hann einnig að vera mörgum að góðu kunnur í hlutverki draugsins í Ghost sem kenndi Patrick Swayze að hreyfa hluti þrátt fyrir að vera dauður. Ótvíræðir hæfileikar hans á leiklistarsviðinu voru þó ekki þeir einu sem leikarinn hafði til brunns að bera því Schiavelli skrifaði einnig þrjár matreiðslu- bækur en hann var mikill smekk- maður á mat og vín. Fyrir átta árum fluttist hann til smábæj- arins Polizzi Generosa á Sikiley þaðan sem hann er ættaður en afi hans var kokkur hjá aðalsfólki í bænum. Að sögn bæjarstjórans var Schiavelli hvers manns hug- ljúfi og honum lýst sem frábærum vini og kokki. „Það var frábært að ræða við hann um allt milli him- ins og jarðar því hann var þeim hæfileikum gæddur að geta gert allt merkilegt,“ sagði bæjarstjór- inn. „Ég hef misst bróður,“ bætti hann við. Vincent Schiavelli fallinn frá VINCENT SCHIAVELLI Leikarinn stendur hér við plakat myndarinnar Amadeus þegar hún var sýnd í endurbættri útgáfu en hann lék þjón Antonio Salieri í myndinni. Meðlimir New York-sveitarinnar The Strokes eru ánægðir með að nýja platan þeirra sé að koma út á undan áætlun. Útgáfu plötunnar, sem nefnist First Impressions of Earth, var flýtt eftir að fyrsta smáskífulaginu, Juicebox, var lekið á netið. Kemur hún út 2. janúar, en smáskífulagið var gefið út 5. desember síðastlið- inn. „Ég er mjög ánægður með stöð- una eins og hún er,“ sagði gítarleik- arinn Nick Valensi. „Ég er tilbúinn fyrir útgáfu plötunnar. Mér finnst við hafa beðið með hana ansi lengi. Ég vil fara að sleppa henni lausri eins og fugli úr búri,“ sagði hann. First Impressions of Earth er þriðja plata The Strokes. Síðasta plata sveitarinnar, Room on Fire, kom út fyrir tveimur árum en sú fyrsta, Is This It, kom út 2001. ■ The Strokes sleppir fuglinum úr búrinu THE STROKES Rokksveitin bandaríska er að gefa út sína þriðju plötu. Miðasala á tónleika Lisu Ekdahl í Háskólabíói hinn 24. mars næst- komandi hófst í gær. Hin sænska Ekdahl er mörgum kunn á Íslandi enda kom hún hingað til lands og hélt tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi í Austurbæ fyrir einu og hálfu ári síðan. Miðar á þá tónleika seld- ust upp á tveimur klukkutímum og er því ljóst að Ekdahl á marga aðdáendur á Íslandi. Tónleikarnir í mars eru hluti af tónleikaferð hennar um Norð- urlöndin sem hefst í Danmörku 10. febrúar í tilefni af útgáfu plöt- unnar Pärlor av Glas sem kemur út 18. janúar. ■ Miðasala á Ekdahl hafin LISA EKDAHL Söngkonan heldur tónleika í Háskólabíói 24. mars á næsta ári. Hin þokkafulla leikkona Jennifer Garner hefur ákveðið að breyta eftirnafni sínu úr Garner í Affleck eftir að hún giftist leikaranum Ben Affleck í júní síðastliðnum. Ástæð- an fyrir breytingunni ku vera sú að hún vill vera með sama eftir- nafn og dóttir þeirra hjóna sem fæddist fyrr í þessum mánuði. Fjölmiðlar komust á snoðir um þetta eftir að Jennifer skrifaði eig- inhandaráritun með eftirnafninu Affleck nú á dögunum. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.