Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 28.12.2005, Síða 80
40 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is JÖTUNVAXNAR RISASKOTKÖKUR Margar gerðir, stærðir og nýjungar !! Blævængir, sveipblævængir, tjaldsveipir og þríhleypur !! Þú færð þær hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar. Goðheima- og Jötunheima-risaskotkökurnar munu fylla himinhvolfin um áramótin. HANDBOLTI Ekki er enn loku fyrir það skotið að Jaliesky Garcia Padron fari með íslenska landslið- inu á EM í Sviss. Hann tábrotnaði í byrjun nóvember og það leiddi til þess að hann lagðist undir hnífinn rétt fyrir jól. Félag hans, Göpping- en, vill meina að hann verði ekki leikhæfur fyrir EM sem hefst 26. janúar en Garcia vill láta á það reyna hvort hann verði ekki búinn að jafna sig fyrir mótið. HSÍ mun fljúga honum til lands- ins 5. janúar og hann mun fara strax í skoðun hjá Brynjólfi Jóns- syni, lækni landsliðsins. „Garcia vill reyna að sanna sig, sem er gott. Við tökum strax ákvörðun með framhaldið þegar Brynjólf- ur er búinn að skoða hann. Það verður hans að meta hvaða mögu- leikar eru í stöðunni,“ segir Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari, sem mun tilkynna fimmtánda leik- manninn í hópinn væntanlega á föstudag og mun svo halda sæti Garcia aðeins opnu. Þó Viggó kvarti ekki yfir viðhorfi Garcia er hann ekki eins ánægður með félag Garcia, Göppingen. „Það er dónaskapur hjá þeim að láta okkur ekki vita af því að maðurinn sé að fara í aðgerð. Þeir segja að hann geti ekki spilað og þá er hann að taka sæti í hópnum af öðrum því við fáum ekki að vita af þessu fyrr en við erum búnir að senda inn hópinn,“ sagði Viggó en Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, staðfesti við Fréttablaðið í gær að HSÍ hefði borist fax frá Göppingen um upp- skurðinn eftir að Garcia hafði lagst undir hnífinn og eftir að Einar hafði talað við Garcia per- sónulega á sjúkrabeðinum. Einar er sammála Viggó í því að vinnubrögð Göppingen séu ekki til fyrirmyndar og telur slæmt að allar ákvarðanir um málið hafi verið teknar án nokkurs samráðs við HSÍ. henry@frettabladid.is Garcia kemur eftir áramót HSÍ ætlar að fá Jaliesky Garcia til landsins í byrjun ársins svo læknir landsliðs- ins, Brynjólfur Jónsson, geti metið hvort hann eigi möguleika að komast á EM. JALIESKY GARCIA PADRON Þáttaka hans á EM í Sviss er í miklu uppnámi en það verður læknir íslenska landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, sem tekur ákvörðun um framhaldið eftir að hafa skoðað Garcia. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR KÖRFUBOLTI Larry Bird, forseti Indiana Pacers, hefur loksins tjáð sig um beiðni Rons Artest, sem hefur farið fram að verða skipt til annars félags. Bird finnst Artest vera að svíkja sig enda stóð Pac- ers, og Bird, þétt við bak Artests eftir slagsmálin frægu í Detroit. „Ég veit ekki hvort það er rétt að segja það en mér finnst ég hafa verið svikinn. Við hjá félaginu erum mjög vonsvikin með þessa hegðun. Mér hefur alltaf líkað vel að vinna með honum og hann er einn af tólf bestu leikmönnum deildarinnar en við verðum að halda áfram. Það er nóg komið. Ronnie mun halda áfram að spjara sig í deildinni en það verður ekki hjá okkur,“ sagði Bird, sem er nýkominn úr tíu daga „njósnaferðalagi“ í Evrópu. Indiana vill helst senda Art- est til félags í Vesturdeildinni en meðal þeirra félaga sem hafa verið nefnd eru Denver, LA Clippers, Minnesota, Golden State, Sacra- mento, Atlanta og LA Lakers. Það verður erfitt fyrir Bird að finna arftaka Artest enda er hann frekar lágt launaður miðað við getu. - hbg Larry Bird, forseti Indiana Pacers, opnar sig: Finnst Ron Artest hafa svikið sig illilega EKKI SÁTTUR VIÐ ARTEST Larry Bird gefur lítið fyrir hegðun Rons Artest. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrir- liði Liverpool, gerðist svo djarfur að gagnrýna hluta af stuðnings- mönnum Liverpool eftir leikinn gegn Newcastle en honum líkaði ekki að heyra baul úr stúkunni hjá þessum fáu einstaklingum þegar Owen var kynntur til leiks. „Ég er vonsvikinn. Hann á að vera goðsögn hjá félaginu vegna allra markanna sem hann hefur skorað fyrir félagið. Það átti ekki að baula á hann þar sem hann átti skilið að fólk stæði upp fyrir honum,“ sagði Gerrard en sumir af stuðningsmönnum gerðu grín að Owen í leiknum og spurðu hann að því hvar hann hefði verið í Istanbul og af hverju hann hefði ekki gengið í raðir stórs félags. - hbg Steven Gerrard: Svekktur vegna Owens VINIR OG FÉLAGAR Það ríkir enn ást á milli Owens og Gerrard. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé búið að leggja Meistaradeild- ardrauginn á hilluna með fjórum sigrum í fimm leikjum eftir að liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni. United er sem stendur níu stigum á eftir toppliði Chelsea. „Það var skelfilegt að tapa gegn Benifca en við erum búnir að snúa genginu við. Við verðum að halda áfram á sömu braut og ef Chelsea misstígur sig erum við klárir að stökkva í slaginn. Við erum stolt lið sem þarf að halda sínu striki sjálfs okkar vegna sem og fyrir stuðningsmennina,“ sagði Ferguson. - hbg Sir Alex Ferguson: Tekur gleði sína á ný SIR ALEX FERGUSON Byrjaður að brosa á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Ekki alvarlegt hjá Snorra Axlarmeiðsli landsliðsmannsins Snorra Steins Guðjónssonar eru ekki alvarleg og í samtali við Fréttablaðið í gær kvaðst Snorri Steinn stefna á að taka þátt í leik Minden í þysku úrvalsdeildinni á föstu- daginn. Snorri Steinn varð fyrir hnjaski á æfingu á aðfangadag og gat ekki leikið með liði sínu gegn Magdeburg á öðrum degi jóla. „Lækn- arnir telja að þetta sé eitthvað í sambandi við sinarnar en það er ekkert brotið og ekkert slitið. Ég er í meðferð vegna þessa tvisvar á dag núna og ætti að verða orðinn klar í slaginn fyrr en síðar,“ segir Snorri Steinn. Bristol látin fara Bandaríkjamaðurinn Reshea Bristol er farin frá kvennaliði Keflavíkur eftir að hafa ekki náð að standa undir vænt- ingum, að því er Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins, sagði við Víkurfréttir. Félagið hefur þegar fengið til sín nýjan erlendan leikmann, 23 ára bakvörð sem heitir Lakiste Barkus. Grindavíkurbær hefur fest kaup á stúkunni við knattspyrnuvöll bæjarins af hlutafélag- inu GK99, sem staðið hefur að hinum ýmsu málum sem tengjast rekstri knattspyrnu- deildar Grindavíkur. Með kaupunum hefur bærinn þar með eignast öll mannvirki í kringum völlinn og segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, það löngu hafa verið tímabært. „Svona er þetta hjá öllum öðrum bæjarfélögum og eftir á að hyggja er það í raun fásinna að GK99 hafi verið að sýna frumkvæði og safna fyrir byggingu mannvirkis á borð við það sem stúkan er. Nú er bæjarfélagið búið að eignast mannvirkið sem það hefði upphaflega átt að byggja,“ sagði Jónas en upphaflega var GK99 stofnað sem stoð við knattspyrnudeildina og átti hvergi að koma að byggingu stúkunnar. En vegna tregðu bæjarstjórnar við að ráðast í framkvæmdir á stúku sem myndi uppfylla kröfur alþóða knattspyrnusambandsins tók hlutafélagið af skarið og féllst Grindavíkurbær á að reiða fram krónu á móti hverri krónu sem GK99 myndi ná að safna. „Kostnaðurinn við framkvæmd stúkunnar hljóp á 80-90 milljónum króna og lagði bærinn 39 milljónir í þær framkvæmdir,“ segir Jónas en samhliða kaupunum færist rekstur stúkunnar úr höndum knattspyrnu- deildarinnar til Grindavíkurbæjar og um leið falla skuldir GK99 niður. Jónas vonast til þess að þessi viðleitni bæjarins sé aðeins byrjunin á því sem koma skuli. „Fótboltinn í Grindavík er ekki með neina aðstöðu yfir veturinn og það er ekki sæmandi fyrir félag í efstu deild í dag. Ef við ætlum að vera samkeppnishæfir verður bærinn að búa yfir knattspyrnuhöll,“ segir Jónas og sparar ekki stóru orðin. „Ef bæjar- félög vilja fá fólk til sín eiga þau að sjá sóma sinn í því að byggja upp aðstöðu fyrir fólkið. Bygging knattspyrnuhallar er á borðinu hjá bæjarstjórn og ef ekki verður ráðist í byggingu hennar er ekki lengur grundvöllur fyrir því að vera með efstu deildar félag í Grindavík.“ GK99 Í GRINDAVÍK: HEFUR SELT STÚKUNA Á KNATTSPYRNUVELLI BÆJARINS Næst er það bygging knattspyrnuhallar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.