Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 81
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 41
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
DESEMBER
25 26 27 28 29 30 31
Miðvikudagur
■ ■ SJÓNVARP
11.45 Heimsbikarinn á skíðum
á Sýn.
19.00 Aflraunir Arnolds á Sýn.
19.30 Bestu bikarmörkin á Sýn.
20.25 Meistaradeildin á Sýn.
Leikur Liverpool og AC Milan.
22.20 Landsbankadeildin á Sýn.
NFL Indianapolis Colts er besta
liðið í ameríska fótboltanum í ár
og tryggði sér heimaleikjarétt út
úrslitakeppnina með því að vinna
þrettán fyrstu leiki sína í NFL-
deildinni. Liðið hefur í kjölfarið
slaka á klónni og byrjað að búa sig
undir úrslitakeppnina. Fyrir vikið
hafa síðustu tveir leikir tapast.
Aðeins ein umferð er eftir af
deildarkeppninni og ekki er búist
við því að Tony Dungy, þjálfari
Colts, stýri liðinu í lokaleiknum.
Ástæðan er sú að átján ára sonur
hans lést 22. desember og bráða-
birgðakrufning hefur leitt í ljós að
hann framdi sjálfsmorð. Dungy-
hjónin jarðsettu son sinn í Tampa
í gær en ætla síðan saman í frí þar
sem þau munu reyna að vinna úr
sorginni.
Allt Colts-liðið flaug til Tampa
til að vera viðstatt útförina en þar
voru einnig fjölmargir aðrir leik-
menn úr NFL-deildinni sem og
eigendur en margir þeirra stóðu
í röð í þrjá tíma til þess að geta
vottað hinum látna virðingu sína
í kistulagningunni.
- hbg
Þjálfari besta liðs NFL-deildarinnar farinn í frí:
Sonurinn framdi
sjálfsmorð
ÞUNGBÆR ATHÖFN Tony Dungy sést hér koma til kistulagningarinnar um helgina en
hundruð manna mættu og sýndu honum og fjölskyldu hans stuðning.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Samkvæmt fréttum frá
Portúgal bendir flest til þess að
portúgalski landsliðsmaðurinn
Maniche sé á leið til Chelsea en
Atletico Madrid hefur einnig
verið á höttunum eftir honum.
Portúgölsk blöð greindu frá því
í gær að Chelsea hefði náð sam-
komulagi við Dinamo Moskvu.
Maniche gekk í raðir rússneska
liðsins fyrir sex mánuðum síðan
en hefur átt erfitt með að aðlagast
rússnesku líferni og vill því kom-
ast burt hið fyrsta.
Maniche er löglegur til að leika
í Evrópukeppni, sem gerir hann
mjög fýsilegan kost. Jose Mour-
inho, stjóri Chelsea, þekkir vel
til kappans, sem var lykilmaður
í Evrópumeistaraliði Porto sem
Mourinho stýrði. - hbg
Chelsea:
Að kaupa
Maniche?
NUNO MANICHE Aftur á leið til Mourinho?
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Graeme Souness, stjóri
Newcastle, var ekki sáttur við að
Peter Crouch skyldi sleppa við
rautt spjald þegar Lee Bowyer
var hent af velli í leik Liverpoool
og Newcastle. Bowyer fékk rautt
fyrir tæklingu á Xabi Alonso en
Crouch slapp með gult fyrir að
hrinda Bowyer í kjölfarið.
„Ég sá ekki atvikið sjálfur en
þeir sem stóðu næst mér segja
að hann hefði átt að fá líka rautt
spjald,“ sagði Souness. „Annars
ætla ég ekki að verja Bowyer
enda eru menn alltaf komnir í
vandræði þegar þeir lyfta báðum
fótum af jörðinni.“ - hbg
Graeme Souness:
Crouch hefði
átt að fá rautt
GRAEME SOUNESS Sár yfir því að Crouch
skyldi sleppa með gult. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Salomon Kalau er 20 ára
vinstri fótar vængmaður hjá Fey-
enoord í Hollandi og þykir einn
besti leikmaður liðsins. Hann er
fæddur í bænum Oume á Fíla-
beinsströndunum en hefur búið
og leikið fótbolta í Hollandi síð-
ustu tvö og hálft ár. Hann á ekki
hollenska konu, hann á ekki börn
með hollenskri konu og það vottar
ekki fyrir hollensku blóði í æðum
hans. Tengsl hans við Holland eru
engin, fyrir utan þau að hann fær
sitt lifibrauð af því að spila fót-
bolta í landinu. Þrátt fyrir þetta
er Marco van Basten, þjálfari hol-
lenska landsliðsins, vongóður um
að hann nái að koma því í kring að
Kalau fái hollenska ríkisborgara-
rétt áður en HM hefst á næsta ári,
en þar hefur Van Basten hugsað
Kalou sem helsta vængmann liðs-
ins ásamt Arjen Robben.
Van Basten hefur, ásamt Johan
Cruyff sem vinnur með honum í
þessu verkefni, mátt þola mikla
gagnrýni frá almenningi í Hol-
landi sem eins og gefur að skilja
þrífst á eigin þjóðerniskennd og
vilja meina að það sé engin þörf á
utanaðomandi leikmanni í lands-
liðið sitt - nóg sé af frambærileg-
um fótboltamönnum sem engin
vafi leikur á að séu hollenskir.
Ljái þeim það enginn að hafa þá
skoðun.
Umræðan um að veita utanað-
komandi afreksmönnum í íþrótt-
um ríkisborgararétt er ekki ný
af nálinni og skýtur upp kollinum
með reglulegu millibili. Þekktasta
dæmið um slíkt er mál langhlaup-
arans Zolu Budd sem hefði aldri
náð að keppa á ÓL í Los Angeles
án þess að hafa fengið breskan
ríkisborgararétt á mettíma. Þó að
veiting ríkisborgararéttarins hafi
verið mjög umdeild á sínum tíma
gat Zola varið sig á bakvið þá stað-
reynd að afi hennar var breskur.
Svo er ekki með Kalau. Sam-
kvæmt reglum hollenska ríkis-
ins þurfa innflytjendur að vera
búsettir á landinu í lágmark fimm
ár til að geta átt möguleika á rík-
isborgararétti og vantar honum
tvö og hálft ár til að uppfylla það
skilyrði. Hins vegar eru Van Bas-
ten, Cruyff og félagar í hollenska
knattspyrnusambandinu að reyna
að fá undanþágu með því að vísa
í klásúlu í reglunum sem segir
að „menningarleg verðmæti“
geti fengið réttinn án þess að
uppfylla skilyrðið um fimm ára
búsetu. Einhverjir kunna að efast
um tenginuna á milli fótbolta og
menningar en engu að síður eru
rök knattspyrnusambandsins þau
að „menningarlegt verðmæti“
Kalau felist í hæfileika hans til
að spila fótbolta á það háu stigi
að hann geti aflað peninga til hol-
lensks samfélgs með því að vera
seldur frá Feyenoord. Í því sam-
hengi sé HM besti mögulegi leik-
mannaglugginn og að evrópskt
vegabréf myndi gera stórlðum
Evrópu mun auðveldara fyrir að
geta notað hann.
Dómur í máli Kalau mun lík-
lega falla í byrjun nýs árs og telja
sérfræðingar að mjög líklegt sé
að Kalau fái ríkisborgararéttinn
og setji þannig nýja viðmiðun í
viðleitni þjóða við að veita ríkis-
borgararétt. Og fari svo að hann
verði valinn í HM-landsliðshópinn
hjá Van Basten, eins og reyndar
allt bendir til, ræður kaldhæðni
örlaganna því að hann mun tengj-
ast blóðböndum á HM því bróðir
hans Bonaventure, sem leikur
með Paris St. Germain í Frakk-
landi, er nefnilega fastamaður í
landsliði Fílabeinsstrandarinnar.
Þeir munu því brjóta blað í sögu
HM með því að vera fyrstu bræð-
urnir til að mætast í lokakeppni
HM.
vignir@frettabladid.is
Almenningur í Hollandi er
óánægður með Van Basten
Marco van Basten og Johan Cruyff, forkálfar hollenska landsliðsins í knattspyrnu,
liggja undir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir að reyna að veita tvítugum
afríkubúa ríkisborgararétt án þess að hann eigi nokkurt tilkall til hans.
MARCO VAN BASTEN Harðlega gagnrýndur í Hollandi.
ÓVINSÆLL Líkegt er að Salomon Kalau verði ekki vinsælasti leikmaðurinn í hollenska
landsliðinu fari svo að hann fái ríkisborgararétt. Almenningur í Hollandi vill ekki sjá hann í
liðinu og vill meina að hann eigi sætið einfaldlega ekki skilið.
FÓTBOLTI Knattspyrnuhetjunni
Diego Armando Maradona hefur
verið boðið að spila með argent-
ínska 4. deildar liðinu Excursion-
istas út tímabilið. Forráðamenn
félagsins tóku Maradona á orðinu
en í nýlegum sjónvarpsþætti lýsti
hann yfir áhuga sínum á að spila
knattspyrnu opinberlega á ný en
að það yrði að vera með neðri-
deildar liði. „Það er minni pressa
þar,“ sagði Maradona, sem spilaði
í góðgerðaleik fyrir Zico, gamlan
landsliðsmann Brasilíu, rétt fyrir
jól og sýndi að hann kann ennþá
sitthvað fyrir sér í íþróttinni.
„Þegar ég sá viðtalið fæddist
þessi hugmynd undir eins. Við
höfum mikinn áhuga á því að
hafa Maradona í okkar liði,“ segir
Armando Mainoli, forseti Excur-
sionistas.
Maradona hefur ekki enn gefið
svar en hann spilaði síðasta í
alvöru fótboltaleik árið 1997. „Við
yrðum mjög stoltir af því að sjá
Maradona í treyju Excursionistas
og vonum að hann taki tilboði
okkar,“ segir Mainoli. - vig
Diego Armando Maradona:
Spilar hann í 4.
deildinni?
FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, segir að
hann muni leyfa öllum framherj-
um sínum að spreyta sig nán-
ast jafn mikið yfir jólatörnina.
Hernan Crespo var mjög óvænt
í byrjunarliðinu gegn Fulham
og þakkaði traustið með því að
skora sigurmark Chelsea í leikn-
um. Eftir leikinn gaf Mourinho
sterklega í skyn að Didier Drog-
ba, sem kom inn á sem varamaður
gegn Fulham, myndi byrja inni
á í næsta leik gegn Man. City í
kvöld.
„Ég er mjög ánægður með
framherjana mína. Crespo og
Drogba eru mjög ólíkir fram-
herjar og ég vel þá í liðið eftir
því hverjir andstæðingar okkar
eru. Hins vegar er mikið álag yfir
hátíðarnar og ég tel líklegt að þeir
fái tvo leiki hvor,“ sagði Mourinho
en athygli vekur að hann minnist
ekkert á okkar mann Eið Smára
Guðjohnsen og svo virðist sem að
portúgalski stjórinn sé farinn að
líta á hann fyrst og fremst sem
miðjumann. - vig
Jose Mourinho:
Skiptir á milli
framherja
JOSE MOURINHO Ánægður með Crespo
og Drogba.