Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 82

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 82
 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 KÖRFUBOLTI Shaquille O´Neal hló í fyrstu þegar hann heyrði af hug- myndinni að láta feita menn með bleyju æfa gegn honum. Hann sá ekki hvernig það ætti að gera hann að betri leikmanni. Hann hlær ekki mikið í dag því svo virð- ist sem Pat Riley, þjálfari Miami Heat, ætli að láta verða af hug- myndinni og eru eflaust margir til í að borga háar fjárhæðir til að fylgjast með súmóköppunum gegn Shaq á körfuboltavellinum. Menn- irnir sem koma til greina í starfið eru í sama þyngdarflokki og Shaq en talsvert lægri. „Við ætlum að láta þá setja þunga sinn á Shaq og hann mun ekki komast upp með að bakka í gegnum þá. Síðan þarf hann að taka 100 stökkskot og 100 húkk- skot,“ sagði Riley, sem sér lítinn mun á því hvernig súmókapparnir og miðherjar NBA-deildarinnar verjast Shaq. Súmóglímur taka venjulega 10-15 sekúndur og þá takast á tveir fílefldir karlmenn sem ýta hver öðrum út úr litlum hring. Að verjast Shaq snýst nákvæmlega um það sama. Að henda honum frá körfunni með öllum tiltækum ráðum. „Eina leiðin sem andstæðing- arnir hafa til að verjast Shaq er að komast í góða stöðu eða hreinlega að halda honum eða hrinda,“ sagði Alonzo Mourning, sem leysir Shaq af hjá Heat og veit manna best við hvað Shaq þarf að glíma á degi hverjum í vinnuni. Andstæðingar Shaq nota oftast báðar hendur, og jafnvel olnboga, til að halda Shaq frá körfunni. Ef Shaq myndi verjast af álíka kappi myndu andstæðingarnir fjúka upp í stúku og hann myndi horfa á flesta leiki af hliðarlínunni með sex villur á bakinu. Það er talið eitt verst geymda leyndarmál deildarinnar að Shaq kemst ekki upp með það sama og andstæðing- arnir. Miami er orðið þreytt á því að aðrir leikmenn komist upp með hluti sem Shaq gæti aldrei komist upp með en í stað þess að væla stanslaust ætlar Riley að nota þessa nýstárlegu aðferð til að gera Shaq að betri leikmanni. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. henry@frettabladid.is Shaq látinn æfa sig gegn súmóglímuköppum Pat Riley, þjálfari Miami Heat, er með nýstárlegar þjálfunaraðferðir fyrir mið- herjann sinn, Shaquille O´Neal. Hann ætlar að láta súmókappa berja á tröllinu því Shaq er í slíkum átökum í hverjum einasta leik. TRÖLLIÐ OG HLUNKARNIR Shaq gæti fengið frí frá Alonzo Mourning á næstu æfingum og þess í stað þurft að glíma við litla feita karla með bleyju. SAMSETT MYND/KRISTINN FÓTBOLTI Franski framherjinn Thi- erry Henry gerði sitt besta til þess í gær að draga úr sögusögnum um að hann væri á leið til Barcelona en sem kunnugt er hefur spænska liðið lýst því yfir að það ætli að gera allt sem það getur til að fá Henry til félagsins næsta sumar. „Mér líkar að fólk hafi áhuga á mér en eins og staðan er þá er ekkert að gerast. Ég er að spila með Arsenal og við erum að ein- beita okkur að Evrópukeppninni,“ sagði Henry, sem kaupir væntan- lega fá prik með þessum yfirlýs- ingum sem eru loðnar og eftir því var tekið að hann aftekur ekki að ganga í raðir spænska liðsins. Þess vegna hafa þessar yfirlýsing- ar styrkt marga í trúnni að hann muni fara til Spánar næsta sumar en samningur hans við Arsenal rennur út árið 2007. - hbg Thierry Henry: Hugsar ekki um Barca THIERRY HENRY Fer hann til Barcelona? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið það í skyn að hann muni hugsanlega semja við Robert Pires til tveggja ára en það væri stefnubreyting af hans hálfu þar sem hann hefur alltaf boðið leikmönnum yfir þrítugt eins árs samning. „Það er alltaf hægt að gera undantekningar. Hann er mjög mikilvægur leikmaður og hefur alltaf verið stór hluti af liðinu,“ sagði Wenger, sem mun setjast að samningaborðinu með Pires í janúar en Pires getur á þeim tíma einnig rætt við önnur félög enda aðeins sex mánuðir eftir af samn- ingnum hans. Robert Pires: Fær kannski 2 ára samning ROBERT PIRES Vill tveggja ára samning við Arsenal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI John Arne Riise, norski landsliðsmaðurinn í herbúðum Liverpool, viðurkenndi í sam- tali við norska fjölmiðla í gær að lið hans ætti litla möguleika á enska meistaratitlinum á meðan Chelsea er í sama formi og af er leiktíðinni. Þrátt fyrir frábært gengi að undanförnu er Liver- pool enn fimmtán stigum á eftir Chelsea en á reyndar tvo leiki til góða. „Það eina sem við getum gert er að halda áfram að vinna og vona að Chelsea skriki fótur. En málið er að liðið tapar varla stigi. Það er erfitt að ná slíkum liðum,“ segir Riise en Liverpool hefur unnið átta leiki í röð. - vig John Arne Riise: Liverpool á litla von FÓTBOLTI Chris Coleman, knatt- spyrnustjóri Fulham, greindi frá því í gær að hann hefði verið mjög ánægður með frammistöðu Heið- ars Helgusonar í tapleiknum gegn Chelsea á öðrum degi jóla. Heiðar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Coleman í vetur en var óvænt í byrjunarliðinu gegn Chelsea þar sem hann skoraði annað marka Fulham úr vítaspyrnu. „Við ákváðum að breyta leik- kerfinu örlítið og þess vegna var Heiðar í liðinu. Mér fannst hann og Brian McBride vera framúr- skarandi í framlínunni,“ sagði Coleman. - vig Chris Coleman, stjóri Fulham: Mjög ánægður með Heiðar HANDBOLTI Kiel er komið í afar góða stöðu í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handbolta eftir frækinn 32-34 útisigur á Gummers- bach í gærkvöldi fyrir framan tæplega tuttugu þúsund manns í íþróttahöllinni í Köln. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem áhorfendur fengu að sjá handbolta eins og hann gerist bestur. Kiel er nú komið með 34 stig á toppi þýsku deild- arinnar, þremur stigum meira en Flensburg sem sigraði botn- lið Delitzch í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu er Gummers- bach dottið niður í þriðja sæti og virðist vera búið að missa af lest- inni. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson fengu úr litlu að moða í leiknum í gær en skil- uðu báðir sínu og vel það. Ótrúlegur hraði í sóknarleikn- um er það sem einkennir Kiel og í leiknum gegn Gummersbach í gær nýtti liðið sér þann styrkleika til hins ítrasta. Langstærstur hluti þeirra 34 marka kom eftir annað hvort snilldarlega útfærð hraða- upphlaup eða hraða miðju og má nánast telja þær sóknir liðsins í leiknum sem voru yfir fimmtán sekúndna langar á fingrum annar- ar handar. Kiel bókstaflega keyrði yfir heimamenn í upphafi beggja hálfleika og náði 3-8 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þegar á hægði náði Gummersbach að minnka forskotið niður í 10-9 en þá gaf Kiel í að nýju og náði tveggja marka forystu fyrir hálf- leik, 14-16. Gestirnir hófu síðari hálfleik- inn með látum, komust í 14-19 og síðan 19-26, en með mikilli baráttu og harðfylgi náði Gummerbach að saxa jafnt og þétt á forskot Kiel. Þegar þrjár mínútur voru eftir minnkaði Daniel Narcisse, franski landsliðsmaðurinn hjá Gummers- bach, muninn í 30-31 en reynsla leikmanna Kiel vóg þungt á end- anum þar sem Stefan Lövgren fór fremstur í flokki. Lokatölur urðu 32-34 þar sem Róbert skoraði eitt fjögurra marka sinna á síðustu sekúndu leiksins. Róbert var, rétt eins og Guð- jón Valur, í strangri gæslu hjá leikmönnum Kiel allan leikinn en Guðjón náði engu að síður að skora sex mörk, flest úr hraðaupp- hlaupum og vítaköstum. Narcisse var markahæstur liðsins með tíu mörk en hjá Kiel skoruðu þeir Marcus Ahlm, Viktor Szilagyi og Nikola Karabatic allir sex mörk. Stórleikur ársins í þýska handboltanum fór fram í gærkvöldi: Ótrúlegur hraði Kiel skilaði sigri RÓBERT GUNNARSSON Var í strangri gæslu allan leikinn í gær en náði engu að síður að skora fjögur góð mörk af línunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.