Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 88

Fréttablaðið - 28.12.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SOLIS Expresso-kaffivél Verðlaunakaffivél Kr. 54.900 SAMSUNG LE40M61BX 40" LCD Háskerpusjónvarp (HDTV) Valið besta LCD sjónvarpið 2005–2006 Kr. 369.990 HELKAMA Vínskápur C165W Tekur 36 flöskur Hitastig frá 5 C til 17 C H: 90,5 x B: 55 x D: 60,2 cm Kr. 59.900 O O LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 Heimilistæki, raftæki ofl. SÍÐUMÚLA 9 SÍMI 530 2800 Hljómtæki, sjónvörp ofl. SMÁRALIND SÍMI 530 2900 Allt vöruúrvalið AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ����������������� Á nýársdag eigum við von á því að forsetinn útdeili fálkaorð- unni við hátíðlega athöfn. Vonandi á meiri sátt eftir að ríkja um hana en orðuveitinguna á þjóðhátíðar- daginn en þá fannst mörgum konur bera skarðan hlut frá borði. Aðeins tvær voru á meðal þeirra tólf sem þá voru heiðruð og það þegar níu- tíu ár voru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt. SAMKVÆMT upplýsingum á heimasíðu forsetans gáfu konungs- hjónin Kristján X og Alexandrine út konungsbréf um stofnun fálka- orðunnar árið 1921. Þar segir: „Oss hefur þótt rétt, til þess að geta veitt þeim mönnum og konum, innlend- um og útlendum, sem skarað hafa fram úr öðrum í því að efla heiður og hag fósturjarðarinnar að ein- hverju leyti, opinbera viðurkenn- ingu, að stofna íslenska orðu, sem Vér viljum að sé nefnd „Íslenski fálkinn“.“ ÞRÁTT fyrir óskir um að orðan yrði veitt báðum kynjum fann orðunefndin ekki fleiri konur í sumar sem gert höfðu fósturjörð- inni meira gagn en almennt þykir sjálfsagt og lét því þessar tvær duga. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að konur stofnuðu til sinnar eigin orðu. Í fyrstu fannst mér það ágæt hugmynd en eftir því sem ég hef velt málinu betur fyrir mér sé ég enga ástæða til þess að sérmerkja konum neinar viðurkenningar. Þess í stað ættu þær að gera það sama og karlarnir, efna til verðlauna, láta eins og þau séu fyrir bæði kyn en veita þau samt aðallega eigin kyni. ÞRÁTT fyrir kvenmannsleysið á Bessastöðum í sumar hef ég síður en svo misst trúna á fálkaorðuna og ætla því að gefa henni annað tækifæri. Í upphafi nýárs ætla ég að setjast niður og skrifa bréf þar sem ég sting upp á verðugum fálka- orðubera við orðunefndina, eins og reyndar öllum er heimilt að gera. Ég veit nefnilega um konu nokkra sem tókst að breyta lífi meðbræðra sinna til hins betra og veit ekki til þess að hún hafi fengið neina opin- bera viðurkenningu fyrir störf sín. Hún er komin hátt á áttræðisaldur svo ekki efa ég að nefndin eigi eftir að velta málinu ítarlega fyrir sér, enda alkunna að konur verða að hafa sannað sig almennilega áður en verk þeirra eru metin að verð- leikum. Verði ég ekki bænheyrð má vel vera að ég efni til minna eigin verðlauna en þau verða hvorki kennd við lóu, rjúpu né gæs. Nei, þau verða kennd við tófuna, enda harðgert og slóttugt dýr sem svífst einskis til að komast af og vernda ungana sína. ■ Fáein orð um orður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.