Fréttablaðið - 02.01.2006, Síða 21

Fréttablaðið - 02.01.2006, Síða 21
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 02 61 11 /2 00 5 Kynntu þér kostina við fasteignalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Með faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum fasteignalánum hjálpum við þér að eignast þitt draumaheimili. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Fasteignalán Við hjálpum þér að eignast draumaheimilið Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 11.18 13.32 15.46 Akureyri 11.30 13.16 15.03 Heimild: Almanak Háskólans Góðan dag! Í dag er mánudagurinn 2. janúar 2. dagur ársins 2006 Sjö hundruð og fimm athugasemdir bárust við skipulag miðsvæðisins á Álftanesi. Alls skrifuðu 683 íbúar undir undirskriftalista sem afhentur var bæjarstjóra fyrir jól, þar af voru 39 með lögheimili utan Álftaness og 11 íbúar eru undir lögaldri en 26 skrifuðu undir undirskrifta- listann oftar en einu sinni. Önnur hæð sundhallarhússins á Ísafirði verður breytt í skólahúsnæði í náinni framtíð. Gert er ráð fyrir þremur kennslustofum þar á stærðarbilinu 50-65 m² auk salernis og neyðar- útgangs. Kostnaður við breyt- ingarnar er áætlaður um 19,2 milljónir. Ráðhús Húsavíkur verður selt og sömuleiðis leikskólinn Bestibær. Meirihluti bæjar- stjórnar hefur samþykkt að selja hlutafélaginu Fasteign eignirnar en það er eigu Íslandsbanka og sveitarfélaga. Í ráði er að endurbyggja leikskólann og stækka hann. Tilboð Fasteignar hljóðaði upp á 175 miljónir. Nokkur sveitarfélög hafa farið svipaða leið. LIGGUR Í LOFTINU [ FASTEIGNIR ] Halla Vilhjálmsdóttir og Þjóðleikhúsið bls. 3 Raki í gluggum bls. 2 Ekki er allt sem sýnist bls. 5 Hverfið mitt bls. 10 Glæsilegt einbýlishús með innbyggðum bílskúr, mikilli lofthæð og fallegum innréttingum. Bifröst fasteignasala er með 230 fermetra einbýlishús í Krókabyggð í Mosfellsbæ til sölu. Húsið sem er á einni hæð stendur á hornlóð og er teiknað af Jóni Guðmunds- syni en innanhúsarkitekt er Finnur P. Fróðason. Allar innréttingar, skápar og hurðir eru sérsmíðaðar úr lerki, innfeld halogen-lýsing er í öllu húsinu og lofthæð sérlega góð. Gegnheilt parket úr hlyn er á stofu, gangi og öllum herbergjum en granítflísar á eldhúsi, forstofu, báðum baðherbergjum og þvottahúsi. Forstofa er með klæðaskáp og gesta- snyrtingu og þaðan gengt í opið rými. Eldhús er rúmgott með útgengi á suðvestur-verönd. Baðherbergi er með fallegri innréttingu, gufubaði og sturtu. Þvottahús er með hvítri innréttingu og útgengi á sólpall. Á svefnherbergisgangi er stór klæðaskápur og tvö rúmgóð herbergi. Stofan er um 50 fermetrar og þaðan er opið út á verönd. Bílskúrinn er rúmgóður með tveimur fjarstýrðum hurðum og hvítri innréttingu. Steyptur kjallari er undir bílskúrnum. Verðlaunagarður er við húsið með tveimur sólpöllum, skjólveggjum, heitum potti og markísuhita í stéttum og bílaplani. Stutt er í alla almenna þjónustu svo og gönguleiðir í óspilltri náttúrunni. Ásett verð er 59 milljónir. Verðlaunagarður og heitur pottur FASTEIGNASÖLUR Ás 8-9 Bifröst 13 Draumahús 16-17 Eignastýring 15 Fasteignastofan 12 Hraunhamar 14 Nýtt 6 Lundur 11 Lyngvík 7 Neteign 4 �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Húsið er teiknað af Jóni Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.