Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.01.2006, Qupperneq 46
46 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR Námskeið hefjast 19. september 5. -16. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar - einkatímar Námskeið fyrir börn Kennum í fyrirtækjum alliance@simnet.is 2. - 13. janúar Námskeið hefjast 16. janúar Kennum í fyrirtækjum Með hækkandi menntunarstigi þjóðarinnar hefur mikilvægi háskólanáms aukist mikið undan- farin ár, og kemur það einna skýrast fram í þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur á háskólanemum á Íslandi síðustu ár. Háskóli Íslands finnur fyrir þessu og augljóst að ekki er auðvelt fyrir stofnun af slíkri stærð að bregðast við svo örum breytingum. Því er mikilvægt að allir sem skólanum tengjast leggi sitt af mörkum svo hægt sé að gera Háskólann að eins góðum vinnustað og mögulegt er, bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Hópur Vökuliða tók sig saman í vor og lagði út í vinnu við að meta stöðu HÍ og skoða hvernig hægt er að bæta starf Háskólans, ekki hvað síst það sem snýr að nem- endum. Einn af útgangspunktum hópsins var að umfjölluninni og hugmyndunum yrði ekki leyft að snúast eingöngu um hugsanlega upptöku skólagjalda við skólann enda eru þau vandamál sem blasa við hinum almenna nemanda á hverjum degi, of mikilvæg til að falla í skuggann af eilífu þrasi um fjármál. Þessi vandamál fela oftar en ekki í sér einfaldar lausnir. Í þessari grein verður farið laus- lega yfir nokkrar af þeim hug- myndum sem hópurinn vann úr og gaf út í skýrslu undir titlinum „Frumkvæði til framfara“. Einingar fyrir kennslu HÍ stendur sig vel í ýmsum deildum við að halda nemendahópum fámennum og auka þannig nánd milli nemenda og kennara, en í sumum af stærri deildunum bitnar stærð hópa á þeirri kennslu sem þar fer fram. Helsta ástæðan fyrir þessu er sú að í reiknilíkani Háskólans er innbyggður hvati fyrir mjög fjölmenn námskeið með fáum kennurum, þar sem kennslan byggist eingöngu á fyrirlestrum og námsmatið er aðeins í formi 100% lokaprófs. Það er sérstaklega mikilvægt í slíkum námskeiðum að geta boðið uppá umræðutíma og/eða verkefnatíma til að brjóta hópinn upp og bjóða hverjum og einum nemenda uppá námsvænna umhverfi og aukna örvun. Við teljum að til að bæta úr þessu gæti skólinn boðið meist- ara- og doktorsnemum greiðslu í formi eininga, í staðinn fyrir að greiða nemendum fyrir slíka kennslu með peningum. Um sameiginlegan ávinning væri að ræða þar sem hægt yrði að bjóða nemendunum upp á persónulegri og gagnvirkari kennslu en fyr- irlestraformið gefur kost á, um leið og meistaraneminn lærir að miðla efninu til annarra. Próftöflur tilbúnar við skrán- ingu – aukin fjárframlög? Í Háskóla Íslands skrá stúdent- ar sig í námskeið á vorin og við skráningu er ekki vitað hvenær lokapróf eru haldin í viðkomandi námskeiði. Það er ekki fyrr en um tveimur mánuðum fyrir lokapróf að nemendum eru birtar próf- töflur. Þetta gerir það að verkum að nemendur lenda oft í þungum prófum dag eftir dag eða jafnvel tvisvar á dag sem leiðir of oft til þess að nemendur segja sig úr einu af prófunum. Þá verður Háskól- inn af dýrmætu kennsluframlagi frá ríkinu fyrir þann nemanda og er þarna um verulegar fjárhæðir að ræða. Það hefur sýnt sig að erlendir háskólar, bæði stærri og minni en Háskóli Íslands, geta auðveldlega birt próftöflur fyrir skráningar í námskeið. Í því fælist hagræði fyrir bæði stjórn- sýsluna og nemendur sjálfa, sem gætu skipulagt nám sitt með skil- virkari hætti. Framkvæmdastjórastaða við deildir Háskólans Stjórnkerfi Háskóla Íslands á að vera í stöðugri endurskoðun. Í dag er kerfið byggt á svonefndri jafningastjórnun en með því fyr- irkomulagi eru æðstu ákvarðanir deilda á hendi deildarfundar, sem einnig kýs sér deildarforseta. Við teljum réttara að skilja á milli akademískrar ábyrgðar og rekst- urs deilda þannig að þessir þættir væru ekki á ábyrgð sama aðilans. Deildarforsetar yrðu þá akadem- ískir leiðtogar innan deildarinnar en faglega ráðinn framkvæmda- stjóri myndi sjá um rekstur og fjármögnun. Slíkur framkvæmda- stjóri yrði ráðinn til frambúð- ar, en ekki í stuttan tíma eins og deildarforsetar, og myndi vinna náið með kjörnum deildarforseta hverju sinni. Einnig mætti vel hugsa sér að ráðinn yrði sameig- inlegur framkvæmdastjóri deilda á svipuðum sviðum. Með því að akademískir starfsmenn þyrftu ekki lengur að hafa áhyggjur af daglegum rekstri deildanna yrði stigið mikið framfaraspor í átt að betri skóla. Stúdentaráð vaktar Þjóðarbók- hlöðuna Þjóðarbókhlaðan er besta lesað- staða sem Háskóli Íslands býður sínum nemendum uppá. Nemend- ur við skólann eru um 90% gesta safnsins. Margir dvelja þar löng- um stundum og í próftíð er les- aðstaðan því sem næst fullnýtt. Hins vegar hefur reynst erfitt að tryggja opnunartíma safnsins um kvöld og helgar, þrátt fyrir að fulltrúar bæði safnsins og skól- ans segist fylgjandi rýmri opn- unartíma; fjárskortur skólans virðist standa í vegi fyrir samn- ingum. Ein hugmynd að lausn er að Stúdentaráð manni vaktir í sjálfboðavinnu á safninu á kvöld- in og um helgar og komi þannig tvennu til leiðar: auka möguleik- ann á enn rýmri opnunartíma og lækka launakostnað safnsins; gæti sá sparnaður nýst við end- urnýjun tækjakosts, bókakaup og fleira. Skýrslu sem við tókum saman um þessar hugmyndir og fleiri má nálgast inn á heimasíðu Vöku, www.vaka.hi.is. Við vonum að þessar hugmyndir verði inn- legg í þá umræðu sem á sér stað um Háskóla Íslands um þessar mundir. Höfundar eru félagar í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Hugmyndir um betri Háskóla UMRÆÐAN HÁSKÓLI ÍSLANDS ANDRI HEIÐAR KRISTINSSON OG ÞOR- GEIR ARNAR JÓNSSON Einn af útgangspunktum hópsins var að umfjölluninni og hugmyndunum yrði ekki leyft að snúast eingöngu um hugsanlega upptöku skóla- gjalda við skólann enda eru þau vandamál sem blasa við hinum almenna nemanda á hverjum degi, of mikilvæg til að falla í skuggann af eilífu þrasi um fjármál. Fæðingarþjónusta á höfuðborgar- svæðinu hefur verið nær óbreytt síðustu tíu ár. Fæðingardeild Landspítalans var í byrjun síðasta áratugar, eins og nú, stærsti fæðingarstaður landsins með 2.500 til 2.800 fæðingar á ári. Fæðingarheimilið var sameinað fæðingardeildinni 1994 og lokað endanlega 1995. Þar höfðu verið 300-500 fæðingar síðustu árin. Á þessum tíma var víða í nágrannalöndunum verið að koma á nýju þjónustuformi til að tryggja að konur hittu í sem mestum mæli einn eða tvo aðal umsjónaraðila (ljósmóður og heimilislækni eða fæðingarlækni) í mæðraverndinni, í fæðingunni og sængurlegu. Þessu var ábótavant hér, því konur sáu oft óþarflega margt fagfólk í mæðraverndinni og enn aðra þegar kom að fæðingu og sængurlegu, sem oft var 4 til 6 sólarhringa á spítalanum eftir eðlilega fæðingu. Til að bæta úr þessu var árið 1994 stofnuð lítil eining við Landspítalann sem fékk nafnið MFS, en það vísaði til þess markmiðs að veita sem mest samfellda þjónustu ljósmæðra og eftir atvikum fæðingarlækna í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu (MFS). Sex ljósmæður störfuðu við þessa einingu og var talið að þær gætu sinnt um 200 konum á ári. Þessi nýja þjónusta varð strax vinsæl og svaraði að miklu leyti þáverandi þörf fyrir fleiri þjónustuform í mæðravernd og við fæðingar. Sængurlegan var stytt í einn til tvo sólarhringa og lögð áhersla á að heilbrigðar konur eftir eðlilega fæðingu kæmust sem fyrst heim í umsjá sömu ljósmæðra fyrstu vikuna eftir fæðinguna. Forsenda þess var nýr þjónustusamningur um heimaþjónustu ljósmæðra við Tryggingastofnun. MFS- einingin var tvöfölduð nokkrum árum seinna og einni af deildum kvennasviðsins gjörbreytt til að skapa aðstæður sem urðu í senn heimilislegar og fjölskylduvænar. Þessi nýja deild, Hreiðrið, var smám saman opnuð fyrir stutta sængurlegu eftir allar eðlilegar fæðingar, ef foreldrarnir óskuðu eftir að vera þar. Þetta hefur verið vinsæll kostur. Hins vegar hafa þar nær einungis fætt konur sem hafa verið í MFS-einingunni. Nú þiggja yfir 60 prósent allra fæðandi kvenna heimaþjónustu og dvelja aðeins einn til tvo sólarhringa á spítala. Mæðravernd hefur færst í vaxandi mæli til heilsugæslunnar. Á nær öllum heilsugæslustöðvum starfa nú saman ljósmæður, heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar og þar er lögð áhersla á að konur fái samfellda þjónustu sem tengist ungbarnavernd í heilsu- gæslunni. Mikilvægur þáttur í samfelldri þjónustu er að heilbrigðisstarfsmenn vinni að sameiginlegu markmiði og að fræðsla og upplýsingar séu ekki misvísandi. Hugmyndin um samfellt þjónustuform í barneignaferlinu hefur nú teygt sig frá kvennasviði Landspítalans til heilsugæslunnar og til baka. Með því móti hafa skapast forsendur til að láta þjónustuna ná til mun fleiri kvenna, en ekki aðeins þess hóps kvenna sem MFS annaði (300-350 konur/ár). Stjórnendur á kvennasviði Landspítalans hafa oft fengið athugasemdir frá konum sem sótt hafa mæðravernd á „sinni“ heilsugæslustöð, um að óeðlilegt sé að ákveðinn hópur kvenna (sem eru í MFS) séu þær einu sem geti fætt í Hreiðrinu. Af þessum sökum er nú eðlilegt er að endurskoða þjónustuna og útfæra hana þannig að samfelld og fjölskylduvæn þjónusta verði að leiðarljósi í barneignarferlinu. Á kvennasviði LSH er veitt fjölbreytt þjónusta fyrir þungaðar og fæðandi konur. Oft þarf ýmis sérstök úrræði fyrir konur með áhættuþætti eða veikindi í meðgöngunni, en reynt er að koma í sem mestum mæli til móts við óskir konunnar (foreldranna). Minna má á þá valkosti sem eru í ágætri fæðingaraðstöðu á heilbrigðisstofnunum í nágrannabyggðunum (Keflavík, Selfossi og Akranesi) sem sumar konur af höfuðborgarsvæðinu notfæra sér. Stutt er frá þessum stöðum á LSH ef þörf verður á viðbúnaði og aðstöðu sem þar er stöðugt til reiðu. Þá fæða um 30 konur heima á hverju ári. Með þessu sýnist vera vel séð fyrir fæðingarvalkostum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins, auk þess sem fæðingardeildin á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sinnir konum hvarvetna að af landinu. Bæta þarf aðstöðu kvenna sem þurfa sérstakt eftirlit á fæðingardeildinni. Við það að opna Hreiðrið meira fyrir eðlilegar fæðingar skapast svigrúm til þess. Markmið með breytingum og þróun þjónustunnar nú eru að nýta aðstöðu Hreiðursins betur fyrir fleiri konur og útvíkka og þróa þá góðu reynslu sem fengist hefur af MFS-starfseminni við eðlilegar fæðingar. Með fyrirhuguðum breytingum má gera ráð fyrir að allt að 700 konur geti fætt í Hreiðrinu og með tímanum enn fleiri. Samhliða verður stofnað til enn nánara samstarfs milli Heilsugæslunnar og kvennasviðs LSH. Þannig verður vonandi hægt að koma betur til móts við óskir kvenna með ólíkar þarfir og bæta aðstöðu fyrir konur og fjölskyldur þeirra á kvennasviði LSH. Höfundar eru sviðsstjórar á kvennasviði (Kvennadeild) Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þróun og breyting á fæðingar- þjónustu á kvennasviði LHS UMRÆÐAN KVENNASVIÐ LHS MARGRÉT I. HALLGRÍMSSON OG REYNIR TÓMAS GEIRSSON Markmið með breytingum og þróun þjónustunnar nú eru að nýta aðstöðu Hreiðursins betur fyrir fleiri konur og útvíkka og þróa þá góðu reynslu sem feng- ist hefur af MFS-starfseminni við eðlilegar fæðingar. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.