Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 52
 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! ���������������������������������� ���������� ��������������������������� ����������� ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������������������������������� ��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ��������������� ������������ ����������������������������������������� � ������������ �������������� �� ����������� Kl. 22.15 Þær Ása Briem, Berglind María Tómasdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir sjá um þáttinn Úr tón- listarlífinu á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í kvöld þar sem þær leika valda kafla úr tónleikahljóðritunum liðins árs. Hvað er betra en að hefja nýtt ár með því að bregða sér á tangóball í Iðnó? Þar ætlar Tangósveit Lýðveldisins að stíga á stokk eins og jafnan fyrsta þriðjudag hvers mán- aðar í vetur. Tangósveit lýðveldisins lætur ekki deigan síga og hefur hið nýja ár með tangókvöldi í Iðnó annað kvöld. Að venju er boðið upp á leiðsögn í hinum funheita dansi frá klukkan tuttugu en stundvíslega klukkan 21 stígur síðan Tangósveit lýðveldins á svið og leik- ur til klukkan 23. Tangókvöldin hafa nú fest sig sessi sem einn af hornsteinum mið- bæjarmenningarinnar og koma gestir ýmist til að stíga dansspor eða eingöngu til að hlusta á góða tón- list í lifandi flutningi og í einstöku umhverfi. Tangósveitina skipa þeir Hjörleif- ur Valsson fiðluleikari, Tatu Kant- omaa bandoneonleikari, Ástvaldur Traustason harmónikuleikari, Vign- ir Þór Stefánsson píanóleikari og Gunnlaugur T. Stefánsson kontra- bassaleikari. Tangósveit Lýðveldisins hefur staðið fyrir reglulegum tangók- völdum í Iðnó fyrsta þriðjudag hvers mánaðar allar götur frá því haustið 2003. Hugmyndin er sú að gefa fólki tækifæri til að dansa tangó snemma kvölds, frekar en að þurfa að treysta á þau stopulu tæki- færi sem gefast til þess að nætur- lagi um helgar þegar skemmtana- lífið er á fullu. Tangósveitin leikur bæði finnska og argentínska afbrigðið af tangó- tónlistinni, en gerir það með sínum eigin hætti og leikur íslensk lög ekki síður en erlend. Árinu fagnað með tangó TANGÓSVEIT LÝÐVELDISINS Lætur ekki deigan síga og fagnar nýju ári með tangósveiflu í Iðnó. > Ekki missa af ... ... Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói, sem verða fjögur kvöld í röð, frá miðvikudegi til laugardags í þessari viku. ... hádegistónleikum í Hafnarborg á fimmtudaginn þar sem Hlín Pétursdóttir sópran syngur franska tónlist. Með henni leikur Antonia Hevesi á píanó. ... „öðruvísi“ Vínartónleikum í Íslensku óperunni á sunnudaginn kemur, þar sem Kammersveitin Ísafold leikur óhefðbundna tónlist frá Vínarborg. Með sveitinni syngur Ágúst Ólafsson barítón. Á fimmtudaginn kemur verða haldnir hádegis- tónleikar í Hafnarborg í Hafnarfirði, eins og jafnan í hádeginu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Að þessu sinni fær Antonia Hevesi píanóleikari, sem skipuleggur tónleikana, til sín Hlín Pétursdóttur sópransöngkonu. Þær ætla að flytja frönsk sönglög og aríur undir fyrirsögninni „Franskt og freistandi“. Hlín Pétursdóttir flutti heim haustið 2004 eftir nærri tíu ára dvöl við nám og störf sem óperusöngkona í Þýskalandi. Hún hefur síðan þá haldið ljóðakvöld og sungið á kammertónleikum, meðal annars á Sumartónleikum í Skálholti. Næsta verkefni Hlínar í Íslensku óperunni er hlutverk Clorindu í Öskubusku sem verður frumsýnd 5. febrúar næstkomandi. Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi. Hún hóf píanónám tíu ára gömul og hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanó-meðleikari í Ungverjalandi, Austurríki, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, á Spáni og á Íslandi. Hér hefur hún leikið á tónleikum víða um land og spilað inn á geisladiska. Hafnarborg hefur frá því í ágúst 2002 staðið fyrir tónleikum í hádeginu einu sinni í mánuði. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar, enginn aðgangseyrir, og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Franskt og freistandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.