Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
FIMMTUDAGUR
5. janúar 2006 — 4. tölublað — 6. árgangur
AY
GO
AY
GO
AY
GO
AY
GO
AY
GO
OFKEYRSLU
TÓNLEIKAR
LAUGARDALSHÖLL
06.01.2006 kl. 18.00
ÓKEYP
IS MIÐA
R:
Náðu þé
r í ókeyp
is miða
í Aygo h
jólhýsin
u á Læk
jartorgi
milli fim
m og át
ta alla d
aga
fram að
tónleiku
m.
www.aygo.is
GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON
Á alltaf sultur í
ísskápnum
Heimsækir ísbúðina á Hagamel til að láta
sér líða betur
MATUR 42
LEÓPOLD KRISTJÁNSSON
Með nýtilkomna
skódellu
Tíska Heilsa Heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA
57%
37%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Fólk undir
fimmtugu velur
Fréttablaðið!
KÓLNANDI HÆG SUÐLÆG átt
vestast en strekkingur austast. Skúrir á
sunnan- og vestanverðu landinu en bjart
með köflum norðaustan til. Kólnandi
veður með éljum vestan til síðdegis..
VEÐUR 4
VEÐRIÐ Í DAG
DÓMSMÁL Karl Sigurbjörnsson
biskup sagði fyrir héraðsdómi í
gær að hann hefði ekki vitað að
tengdasonur hans, séra Sigurð-
ur Arnarson, hefði sótt um stöðu
sendiráðsprests í London, fyrr en
að loknum umsóknarfresti.
Séra Sigríður Guðmarsdóttir,
sem einnig sótti um stöðu sendi-
ráðsprests í London, höfðaði mál
gegn Biskupsstofu eftir að ljóst
var að hún yrði ekki skipuð. Hún
sakar biskup um að hafa gerst
brotlegur við stjórnsýslulög og
telur að hann hafi átt að segja
sig frá málinu mun fyrr en hann
gerði, auk þess sem gagnrýnd er
önnur aðkoma biskups að prests-
skipaninni. - óká / Sjá síðu 2
Biskup Íslands fyrir dómi:
Vissi ekki um
tengdasoninn
Leikaradóttir á
hausaveiðum
Nýjasta spennumynd
Tonys Scott byggir á ævi
Domino Harvey sem sneri
baki við gjálífi og gerðist
mannaveiðari. Keira
Knightley leikur Domino
en töffarinn Mickey
Rourke er henni til halds
og trausts.
BÍÓ 38
BISKUP Í RÉTTARSAL Karl Sigurbjörnsson biskup var kvaddur fyrir héraðsdóm í gær, til að
bera vitni í máli séra Sigríðar Guðmarsdóttur gegn Biskupsstofu. Í stefnu Sigríðar er biskup
sagður hafa gerst brotlegur við stjórnsýslulög. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
LÖGREGLA Tveir ungir menn eru í
gæsluvarðhaldi vegna fjársvika
hjá fjarskiptafyrirtækinu Og
Vodafone. Fyrirtækið óskaði eftir
rannsókn lögreglu milli jóla og
nýárs þegar upp komst um falsað-
ar beiðnir sem leystar voru út hjá
birgjum í nafni þess.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir
gæsluvarðhald yfir manni sem
handtekinn var í síðustu viku hafa
verið framlengt um viku í gær.
Hinn hafi verið tekinn í fyrra-
dag og vikulangt gæsluvarðhald
úrskurðað í Hæstarétti í gær.
Hann geti hvorki upplýst hvern-
ig mennirnir tengjast né um hve
háa upphæð sé að ræða þar sem
rannsóknin sé á viðkvæmu stigi.
Samkvæmt heimildum er talið að
mennirnir hafi að minnsta kosti
svikið út vörur fyrir allt að þrett-
án milljónir króna.
Gísli Þorsteinsson, upplýs-
ingafulltrúi Og Vodafone, vildi
lítið upplýsa um málið annað en
að upp hafi komist um falsaðar
beiðnir í dreifingu. Hann vildi
ekki staðfesta hvort fleiri atriði
væru í rannsókn: „Málið kom upp
milli jóla og nýárs. Við náðum að
komast fljótt fyrir það, því við
brugðumst hratt og örugglega
við þessu. Að öðru leyti viljum
við ekki tjá okkur um málið til að
stofna ekki rannsóknarhagsmun-
um í hættu.“
Heimildir herma að annar
mannanna hafi verið starfsmaður
í verslun Og Vodafone. Hann hafi
brotist inn í fyrirtækið eftir að
hafa verið sagt upp störfum. Fyr-
irtækið hefur því aukið öryggið
eftir að málið komst upp. Starfs-
menn þess þurftu meðal annars
að breyta öllum lykilorðum að
þeim kerfum sem þar eru notuð
þar sem hann hafði nýtt sér ein-
hver þeirra. - gag
Tveir í varðhaldi vegna
fjársvika hjá Og Vodafone
Tveir menn eru grunaðir um fjársvik hjá Og Vodafone. Mennirnir sitja báðir í gæsluvarðhaldi. Ann-
ar braust inn í fyrirtækið eftir að honum var sagt upp störfum. Lögreglan verst fregna af málinu.
GÍSLI ÞORSTEINSSON Upplýsingafulltrúi Og
Vodafone.
HÖRÐUR JÓHANNESSON Yfirlögregluþjónn
í Reykjavík.
KJARAMÁL Aðeins tvö ár eru síðan
Alþingi samþykkti frumvarp um
verulega hækkun á eftirlaunum
þingmanna og ráðherra. Kostn-
aðaraukinn fyrir ríkissjóð vegna
þess nam 650 milljónum króna
í byrjun árs 2004. Sumir þeirra
sem samþykktu frumvarpið gagn-
rýna nú starfslokasamninga FL
Group.
Þegar frumvarpið var sam-
þykkt í lok árs 2004 sagði Grétar
Þorsteinsson, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, að verkalýðsfor-
ystunni væri gróflega misboðið.
„Frumvarpið hefur auðvitað allt
yfirbragð starfslokasamnings
við forsætisráðherra og síðan er
stungið myndarlegum dúsum upp
í stjórnarandstöðuna,“ sagði Grét-
ar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem
greiddi atkvæði með frumvarpinu
á sínum tíma telur ósanngjarnt að
bera saman starfslokasamningana
og eftirlaunafrumvarpið. Helgi
Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar sem greiddi atkvæði
gegn frumvarpinu, segir að eftir
höfðinu dansi limirnir. Synd væri
að segja að Alþingi hafi gengið á
undan með góðu fordæmi.
- jh/ghs / Sjá síðu 20
Tvöfeldni í gagnrýni þingmanna á starfslokasamninga:
Eftirlaunafrumvarp
var slæmt fordæmi
GRÉTAR ÞORSTEINSSON Forseti ASÍ gagn-
rýndi eftirlaunafrumvarið harðlega.
Frelsi á matvörumarkaði
Eigi Íslendingar að búa við sams kon-
ar neytendaumhverfi og er í öðrum
Evrópulöndum þarf miklar breytingar
á núverandi fyrirkomulagi, segir Jón
Ásgeir Jóhannesson.
UMRÆÐAN 28
Áfram í Svíþjóð?
Þjálfari Gunnars Heiðars
Þorvaldssonar hjá
Halmstad segir best
fyrir Eyjapeyjann að
vera áfram í herbúð-
um sænska félagsins.
Stjórnarfor-
maðurinn
hefur ekki
trú á því
að Gunnar
Heiðar fari
frá félaginu.
ÍÞRÓTTIR 48