Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 4

Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 4
4 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Þremur tímum eftir að fjölskyldum námuverkamanna, sem lokuðust inni í kolanámu nærri Tallmansville í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum á mánudag, var tilkynnt að allir nema einn þeirra lifðu, kom í ljós að eingöngu einn hafði lifað af innilokunina sem varði í 41 klukkustund. Fólkið varð örvinglað við frétt- irnar og margir eru ákaflega reiðir út í yfirvöld. „Ég get eingöngu sagt að eng- inn gerði neitt viljandi annað en að hætta lífi sínu til að bjarga ást- vinum þeirra,“ sagði fylkisstjóri Vestur-Virginíu, Joe Manchin, í morgunþætti ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar, Good Morning America. Manchin hafði fagnað með ástvin- um hinna látnu seint á þriðjudags- kvöld, og tilkynnt fólki um orðróm- inn þó hann hefði hvergi fengið hann staðfestan. Slysið varð við sprengingu í Sago-kolanámunni og voru verka- mennirnir rúma þrjá kílómetra inni í námunni og 80 metra undir yfirborði jarðar. Þegar var hafist handa við að ná þeim út, en fljótlega sýndu rannsóknir að magn eitraðs kolmónoxíðs var margfalt meira en óhætt gat talist. Mennirnir fundust allir á bak við sérhannaðan varnarvegg sem þeir höfðu fest upp til að forðast gasið, nærri loftgati sem námufyrirtækið hafði látið bora á þriðjudag í til- raun til að ná sambandi við menn- ina. Allir höfðu þeir notað neyðar- öndunartæki sem verkamennirnir bera í námunni. Maðurinn sem lifði, 27 ára gam- all karlmaður, er illa á sig kominn en sýnir þó merki um heilastarf- semi, að sögn lækna. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Eftir að sprengingin varð söfn- uðust aðstandendur saman í kirkju í Sago, og seint á þriðjudagskvöld komst sá orðrómur á kreik að mennirnir væru flestir á lífi. Fólk streymdi út úr kirkjunni og faðm- aði hvort annað á meðan kirkju- klukkurnar hringdu. Síðar sagði forstjóri fyrirtæk- isins sem á og rekur námuna, að kvitturinn hefði byrjað þegar ein- hver utanaðkomandi heyrði björg- unarmenn staðfesta í farsíma að tólf manns hefðu fundist og að verið væri að kanna hvort þeir væru á lífi. Þegar hið rétta fréttist brutust út áflog og lögreglan kallaði til sér- sveitarmenn til að stilla til friðar. smk@frettabladid.is EINN LIFÐI Eigandi kleinuhringjaverslunar í Vestur-Virginíuríki breytir skilti þar sem tilkynnt er að einn maður af þrettán lifði af innilokun í 41 klukkustund í kjölfar námu- slyss sem varð á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Reiði vegna rangra frétta Aðstandendur námuverkamanna sem lokuðust inni í kolanámu í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum voru örvinglaðir þegar þeim var sagt í gærmorgun að eingöngu einn mannanna hefði lifað slysið af. Harmafregnin kom þremur tímum eftir að fólkinu hafði verið tilkynnt að allir nema einn væru á lífi. RÍKISSTJÓRINN Joe Manchin, ríkisstjóri Vestur-Virginíu, huggar einn aðstandenda námuverkamannanna við kirkjuna þar sem beðið var fyrir þeim. Myndin var tekin áður en hinar misvísandi fréttir um afdrif mannanna komu fram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 04.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,05 62,35 Sterlingspund 108,93 109,45 Evra 74,82 75,24 Dönsk króna 10,026 10,084 Norsk króna 9,42 9,476 Sænsk króna 8,015 8,061 Japanskt jen 0,5332 0,5364 SDR 89,68 90,22 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,9033 VIÐSKIPTI Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Íslenskrar útivistar, sem rak verslunina Nanoq í Kringl- unni og varð gjaldþrota árið 2002, er lokið. Kröfur í þrotabúið námu alls 563 milljónum króna og þar af voru veðkröfur upp á rúmar 400 milljónir. Fyrir eignir þrotabús- ins fengust tæpar 340 milljónir króna . Ríflega 280 milljónir gengu upp í veðkröfur, tíu milljónir króna fóru til greiðslu á búskröf- um og 46 milljónir gengu upp í forgangskröfur. Þrotabú Íslenskr- ar útivistar var selt Kaupþingi fyrir ríflega 270 milljónir. ■ Gjaldþrot Nanoq: Um 200 millj- ónir vantaðiÍrak, AP Sjálfsmorðssprengju- maður drap í gær 32 menn og særði tugi í jarðarför frænda stjórnmálamanns úr röðum íraks- kra sjía-múslima norður af Bag- dad. Tilræðið var það mannskæð- asta af röð árása sem alls dró um 50 manns til bana í Írak í gær. Þar með var dagurinn sá blóðugasti síðan þingkosningar fóru fram í landinu um miðjan desember. Þessar blóðugu árásir áttu sér stað á sama tíma og fulltrúar þriggja helstu stjórnmálafylk- inga landsins voru langt komnir í samningum um myndun þjóð- stjórnar - með þátttöku sjía, Kúrda og súnní-araba. Yfirkjörstjórn þingkosninganna tilkynnti ennfremur í gær að hún áformaði að birta fyrir vikulokin niðurstöður sínar úr rannsókn á þeim um það bil tvö þúsund kvört- unum um meintar misfellur á framkvæmd kosninganna. Jarðarfararárásin varð í graf- reit í Muqdadiyah, um 90 km norður af Bagdad. Þar voru um 100 syrgjendur ungs frænda Ahmeds al-Bakka saman komnir er sjálfsmorðssprengjumaðurinn lét til skarar skríða. Al-Bakka lifði af banatilræði á þriðjudag sem frændinn lést í. - aa BLÓÐUG JARÐARFÖR Einn þeirra 42 sem særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði í jarðarför í Muqdadiyah norður af Bagdad í gær. Blóðugur dagur í Írak á lokaspretti stjórnarmyndunar: Fimmtíu manns falla í árásum VIÐSKIPTI Mun færri kaupsamn- ingum um fasteignir var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desem- ber borið saman við sama tíma fyrir ári. 620 kaupsamningum var þinglýst í desember 2005, en 1.078 samningum í desember árið áður. Þetta kemur fram á vef Fast- eignamats ríkisins. Veltan á íbúðamarkaði nam tæpum 18 milljörðum í desember og meðalupphæð á hvern kaup- samning var því um 29 milljón- ir. Það er hærri upphæð á hvern kaupsamning en dæmi hafa áður verið um. ■ Fasteignamarkaður: Rólegri desem- bermánuður Ók á kyrrstæðan bíl Ung kona ók á kyrrstæðan bilaðan bíl sem kranabíll var að fjarlægja af þjóðveginum seinnipart þriðjudags. Akstursskilyrði voru slæm að sögn lögreglu. Konan slapp án meiðsla en bílinn sem hún ók er gjörónýtur. Hinn bíllinn skemmdist lítilsháttar. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Fl Group fór í gær upp fyrir fimm prósenta hlut í Finnair með kaupum á hlut í félaginu. FL Group ræður nú ríflega sex prósenta hlut í Finnair. Fyrir á Straumur Burðarás um 10,7 prósenta hlut í Finnair. Íslenskir fjárfestar eiga því um sautján prósent í flugfélaginu. Virði hlutar FL Group í Finnair er um 4,5 milljarðar króna. „Þetta er áhugavert félag og við teljum þetta spennandi fjárfestingu,“ segir Hannes Smárason, forstjóri Fl Group. Hann vill ekkert láta uppi um frekari áform með fjárfestingunni. Finnska ríkið er stærsti eigandi Finnair með um 57 prósenta hlut. -hh Fjárfestingar Fl Group: Kaupir stærri hlut í Finnair

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.