Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 6

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 6
6 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR Fjármálaeftirlitið hefur beðið lög- reglu að rannsaka viðskipti með stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnar- fjarðar í fyrra. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir að erindi frá Fjármálaeftirlitinu hafi borist en vill ekki um hvað það fjallar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir rannsókn hafa beinst að því hvort virkur eignarhlutur hafi myndast í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Virkur eignarhlutur myndast í fjármálafyrirtæki þegar einn eða tengdir aðilar ráða beint eða óbeint yfir tíu prósentum stofnfjár eða hlutafjár. Samkvæmt lögum þarf sérstakt samþykki Fjármála- eftirlits fyrirfram til að fara með virkan eignarhlut. Slíkt samþykki liggur ekki fyrir í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er kannað hvort sam- komulagi um sölu og kaup á bréf- um í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafi verið haldið leyndu fyrir Fjármálaeftirlitinu. Á fundi stofn- fjáreigenda í júlí í sumar hafi setið einstaklingar sem voru skráðir eigendur bréfa en höfðu selt þau til annarra og fengið greiðslu fyrir. Þeir sem eiga virkan eignarhlut í sparisjóði, tíu prósent eða meira, mega einungis fara með fimm pró- sent atkvæða á fundum eigenda. Önnur atkvæði detta niður dauð. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins sátu fund eigenda Sparisjóðs Hafn- arfjarðar í sumar þar sem greint var frá því að fimmtán stofnfjár- hlutir af 93 hefðu skipt um hendur eða rúm 16 prósent. Meðal nýrra eigenda eru þekktir athafnamenn á borð við Sigurð G. Guðjónsson, Björn Þorra Viktorsson, Magnús Ármann og Sigurð Bollason. Íslandsbanki keypti einnig stofnfjárhluti og Þór Sigfússon segir að Sjóvá hafi keypt bréf af Árna M. Mathiesen fjármálaráð- herra á 50 milljónir króna. Árni segir að Fjármálaeftirlitinu hafi verið tilkynnt um viðskiptin áður en þau fóru fram. Engu hafi verið haldið leyndu. Sigurður G. Guðjónsson sagðist ekki hafa heyrt frá starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins frá því í haust og lögregla hafi ekki haft samband við sig. - bg/eþa Örfá herbergi laus í 9 nátta skíðaferð til Ítalíu 12.janúar! Verð 69.980* kr. á mann í tvíbýli Flugsæti á „2 fyrir 1 “ 26.630 kr. á mann með sköttum www.urvalutsyn.is Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡sinum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Beint leiguflug * Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í 9 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 9 daga skíðaferð 12.janúar Beint flug til Verona ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 08 52 0 1/ 20 06 ÚKRAÍNA, AP Fulltrúar ríkisrek- inna gasfyrirtækja Rússlands og Úkraínu komust í gær að sam- komulagi um að gassala Rússa til Úkraínu hæfist á ný en fyrir hana var skrúfað um áramótin vegna deilu um verð. Deilan olli áhyggj- um í Evrópu þar sem megnið af því rússneska gasi sem notað er í álfunni er flutt um Úkraínu. Samkomulagið gerði báðum deilendum kleift að hrósa sigri; Rússar fá fullt heimsmarkaðs- verð fyrir gasið og Úkraínumenn fá að laga sig í áföngum að þeirri margföldun gasverðsins sem í þessu felst. Vladimír Pútín Rússlands- forseti bar lofsorð á samkomu- lagið. Sagði það hafa jákvæð áhrif á samskipti grannlandanna tveggja. Á fundi með Alexei Miller, forstjóra Gazprom, í gær sagði Pútín að samkomulagið væri ekki aðeins „viðurkenning á réttmæti afstöðu Rússa“ í deilunni, heldur sýndi einnig að samskipti Rússa og Úkraínu væru að taka á sig nýja og uppbyggilegri mynd. Fyrirtæki í eigu Svisslendinga og Rússa gegnir lykilhlutverki í samkomulaginu. Öll gassala Rússa til Úkraínu fer samkvæmt samkomulaginu gegnum þetta fyrirtæki næstu fimm árin. - aa Samkomulag náðist í gasdeilu Rússa og Úkraínumanna: Gasstreymi til Evrópu hefur verið tryggt GASFORSTJÓRAR SÁTTIR Forstjóri úkraínska gasfyrirtækisins Naftogaz, Oleksiy Ivchenko, og Gazprom-forstjórinn Alexei Miller handsala samkomulagið í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Á hluti hækkana á niðurgreiðsl- um til dagforeldra að renna til foreldranna sjálfra? Já 33% Nei 67% SPURNING DAGSINS Í DAG Er Eiður Smári Guðjohnsen besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar? Segðu skoðun þína á SLÖKKVILIÐ Ekki liðu nema nokkr- ar sekúndur frá því að rjúka fór úr eimingarpotti Efnamóttökunnar í Gufunesi, þar til allt húsið fylltist af reyk, að sögn starfsmanns. Gunnar Bragason, fram- kvæmdastjóri Efnamóttökunnar, segir ástæðu þess að rjúka tók úr pottinum enn á huldu en málið verði rannsakað. Hann segir skemmdir vegna atviksins óveru- legar, talið sé að eimingarpottur- inn sé í lagi og unnið sé að því að koma honum í gagnið á ný. Allar sveitir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út klukkan 09.09 í gærmorgun vegna málsins og var um mikinn viðbúnað var að ræða af hálfu slökkviliðsins vegna ótal hættulegra efna sem þar eru geymd. Jón Guðmundsson frá stöð slökkviliðsins á Tunguhálsi, sem var fyrsta stöðin á vettvang, segir húsið, sem eimingarpotturinn var í, hafa verið fullt af reyk þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Reykkafarar fóru inn í húsið og gerðu ekki annað en að lækka hitastillinguna á pottinum. Potturinn kældi sig því næst hægt og rólega og hætti að gefa frá sér reyk og þá var öðrum deildum slökkviliðsins snúið við. Að sögn Jóns voru hættuleg efni allt í kring og því hefði getað farið verr. Eimingarpotturinn er notaður til að eima spíra úr lita- hylkjum. - æþe Rauk úr eimingarpotti í húsnæði Efnamóttökunnar í Gufunesi: Fylltist af reyk á augabragði EIMINGARPOTTURINN SEM OFHITNAÐI Potturinn fyllti húsið af reyk á augabragði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Viðskipti stofnfjáreig- enda í SPH rannsökuð Stjórnvöld rannsaka hvort upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þeim og hvort einstaklingar hafi setið hluthafafund SPH í sumar á fölskum forsendum. SÆKJA FUND STOFNFJÁREIGENDA Verið er að rannsaka hverjir voru raunverulegir eigendur bréfa í Sparisjóði Hafnarfjarðar á fundi hluthafa í sumar. ÞÝSKALAND, AP Björgunarsveitar- menn grófu lík þriggja barna til viðbótar úr rústum skautahallar í bænum Bad Reichenhall syðst í Þýskalandi í gær, tveimur dögum eftir að þakið á byggingunni hrundi í mikilli snjókomu. Leit hélt áfram að fertugri konu sem enn var saknað. Alls var í gær búið að staðfesta dauða fjórtan manna í slysinu en þar af eru níu börn. Benedikt XVI páfi, sem ólst upp skammt frá slysstaðnum, lýsti hryggð sinni yfir harmleiknum í skeyti til bæj- arbúa í gær. ■ Skautahallarslys í Þýskalandi: Tala látinna komin í fjórtán SORG Í ALPABÆ Aldraður íbúi Bad Reichenhall stillir upp kerti á bráðabirðgaminnismerki um fórnarlömb slyssins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Árás á Íran „möguleg“ Dan Halutz, yfirmaður ísraelska heraflans, sagði í viðtali við útvarp Ísraelshers í gær að kjarnorkuáætlun Írana sé „hægt að eyðileggja.“ Hann skýrði þessi orð sín ekki frekar. Ísraelskir stjórnmálamenn hafa opinberlega rætt möguleikann á hnitmiðaðri hernaðarárás á Íran til að gera út af við meintar tilraunir Írana til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ÍSRAEL PALESTÍNA, AP Herskáir Palestínumenn beittu stolinni jarðýtu til að brjóta gat á vegginn á landamærum Gazasvæðisins og Egyptalands í gær. Þeir hindruðu umferð og hertóku stjórnarbyggingar á staðnum. Þessar ólöglegu aðgerðir eru alvarlegasta uppreisnin gegn valdi Palestínuleiðtogans Mahmouds Abbas frá því hann tók við því hlutverki. Uppreisnarmennirnir eru úr herskáum armi Fatah- hreyfingar Abbas. Þeir kröfðust þess að foringi þeirra yrði látinn laus, en hann situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við mannrán á þremur Bretum á Gaza nýlega. Berserksgangur mannanna þykir bera vott um það vaxandi stjórnleysi sem ríkir á Gaza frá því Ísraelsher hafði sig þaðan á brott í september. ■ Stjórnleysi á Gaza: Jarðýtu beitt á landamærin HERSKÁIR STORKA ABBAS Liðsmaður Al-Aqsa-píslarvottanna, herskás arms Fatah-hreyfingarinnar, á vettvangi við landamæravegginn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.