Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 8
8 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR SJÚKRATRYGGINGAR Gjald fyrir sjúkraþjálfun hækkaði um fimm- tíu krónur á tímann um nýlið- in áramót. Er þetta samkvæmt samningi Félags sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara og Trygginga- stofnunar frá 1. mars 2005. Að sögn Friðriks Hjörleifsson- ar, tryggingafulltrúa hjá Trygg- ingastofnun, felur samningurinn í sér kaup á þjónustu sjúkraþjálf- ara og er hvert verk metið á ákveðinn fjölda eininga. Verðgildi hverrar einingar var 26,60 krónur fyrir áramót, en er nú 27,35. Hver klukkustund kostaði 1.788 krónur fyrir hækkun en 1.838 krónur nú. Sem fyrr greiðir Tryggingastofn- un 60 prósent kostnaðarins en sjúklingurinn 40 prósent í þeim tilvikum þar sem um er að ræða almenna sjúklinga. -jss Verðbreytingar hjá Tryggingastofnun ríkisins: Gjald fyrir sjúkra- þjálfun hækkar 26,60 1. mars 2005 1. jan. 2006 1. jan 2007 1. jan. 2008 SJÚKRAÞJÁLFUN VERÐ Á EININGU (Í KRÓNUM) 27,35 27,97 28,11 UPPLÝSINGATÆKNI Microsoft hefur varað við alvarlegri öryggisveilu sem hrjáir allar útgáfur Windows- stýrikerfisins. Síðan veilan upp- götvaðist í desemberlok hafa stór- aukist árásir orma og annarrar tölvuóværu á netinu sem nýtir sé veikleikann. Óværan er þá gjarnan dulbúin sem hefðbundin .jpg mynd á vefsíðu eða send í tölvupósti. Vírusvarnafyrirtæki um heim allan hvetja notendur til að bregð- ast við með því að taka úr sam- bandi sjálfgefna myndameðhöndl- un stýrikerfisins, Windows Picture and Fax Viewer. Microsoft hefur ekki enn sent frá sér lagfæringu, eða plástur. Fyrirtækið segir hins vegar að lagfæring verði gefin út á vefnum þriðjudaginn 10. janúar. Í tilkynningu Friðriks Skúla- sonar kemur fram að veikleikann sé að finna í öllum útgáfum Wind- ows-stýrikerfisins, allt frá útgáfu 3.0 sem kom út fyrir rúmlega fimmtán árum. „Þetta er því stórt vandamál sem nær til allra Wind- ows-notenda,“ segir þar. - óká Tölvuóværa sem nær til nálægt því allra sem nota Windows-stýrikerfið: Varað við alvarlegri öryggisveilu VEILA Í STÝRIKERFI Microsoft-tölvurisinn tilkynnti í gær að lagfæring á alvarlegri veilu sem hrjáir allar útgáfur Windows- stýrikerfisins verði gefin út 10. þessa mánaðar. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða borgarfulltrúi hefur farið frá vinstri grænum í Samfylkinguna? 2 Hver var í öðru sæti um kjör á íþróttamanni ársins? 3 Í hvaða ríki Bandaríkjanna varð mannskætt slys í kolanámu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 KJARAMÁLUm áramót hækkuðu niðurgreiðslur Reykjavíkurborg- ar til dagforeldra. Hækkunin er um þúsund krónur á klukkutíma. Samkvæmt heimildum blaðsins er ríkjandi óánægja á meðal foreldra vegna þess að hækkunin hefur í sumum tilfellum ekki skilað sér í lækkunum á dagvistunargjöldum. Dagforeldrar vinna sem verk- takar og eru því með sjálfstæða verðskrá. Samkvæmt reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu má dagforeldri mest hafa fimm börn í sinni umsjá og er greiðsla fyrir hvert barn á bilinu 40 til 55 þús- und krónur. Snjólaug Óskarsdóttir sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra, segir að félag- ið hafi beint því til félagsmanna sinna að líta á aukninguna sem launaleiðréttingu. Um leið eru dagforeldrar hvattir til að hækka ekki gjöld til foreldra. „Við höfum miðað hækkanir okkar í gegnum tíðina við það sem gengur og ger- ist hjá Eflingu og ASÍ. Ef allt ætti að vera rétt miðað við kjarasamn- ingana sem Reykjavíkurborg var að gera nú um daginn, hefði ég þurft að hækka gjald mitt til for- eldra um sautján þúsund krónur á barn,“ segir Snjólaug. Hún segir að dagforeldrar hafi farið fram á hærri niðurgreiðslur í viðræðum sínum við borgina í haust til þess að fá svigrúm til að lækka gjaldið til foreldra. Stefán Jón Hafstein segir að dagforeldrar hafi ekki viljað gera þjónustusamning við borgina í viðræðum í haust, heldur viljað halda rekstrinum út af fyrir sig. Þess vegna geti borgin ekki haft afskipti af því verði sem dagfor- eldrar ákveða fyrir sína þjónustu. Hins vegar sé það ávallt tilgangur borgarinnar með niðurgreiðslum að tryggja þjónustu á viðráðan- legu verði. Hann segir hóp dagforeldra hafa hótað því í haust að leggja niður störf ef niðurgreiðslur hækkuðu ekki. „Við ákváðum því að hækka niðurgreiðslurnar til að tryggja foreldrum borgarinnar þessa þjónustu áfram og vonuð- umst um leið að aukið svigrúm hjá dagforeldrum myndi ef til vill leiða til gjaldlækkunar í einhverj- um tilfellum,“ segir Stefán Jón. Hann segir svigrúm dagforeldra hafi gjörbreyst frá því sem var í haust í ljósi aukinna skattaíviln- ana og hækkunar á niðurgreiðslu borgarinnar. aegir@frettabladid.is Greiðslur skila sér ekki Foreldrar segja auknar niðurgreiðslur Reykjavíkur - borgar til dagforeldra ekki skila sér í lægri dag - vistunargjöldum. Borgin segist ekki koma að málinu. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Vonaði að niðurgreiðslur myndu lækka verð í einhverjum tilfellum. DÓMSMÁL Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður hefur höfðað mál á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna meintra meiðyrða Sigurðar í hans garð. Málsatvik eru þau að Sigurður Líndal var formaður sérstakrar rannsóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000 og hélt hann því fram að Friðrik, faðir eins piltsins sem lést eftir slysið, hefði brotið trúnað og lekið skýrslu um flugslysið til fjölmiðla áður en hún átti að birtast. Þetta segir Friðrik að sé alrangt. „Ég hafði enga hagsmuni af ótímabærri fréttaumfjöllun, ég vildi einmitt kynna mér skýrsluna rækilega áður en fjölmiðlaumfjöllun hæfist,“ segir hann. Friðrik telur að rekja megi ályktanir Sigurðar, um að hann hafi komið skýrslunni í hendur fjölmiðla, til andúðar í sinn garð. Friðrik segist ekki skilja hvaðan sú andúð sé sprottin. Að sögn Friðriks hefur hann ítrekað boðið Sigurði að draga ummæli sín til baka svo að ekki þurfi að leita afskipta dómstóla en Sigurður hafi hunsað þá ósk. Sigurður Líndal vildi ekki tjá sig um málið þegar haft var samband við hann. - sk Sigurði Líndal lagaprófessor hefur verið stefnt: Meiðyrðamál höfðað FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Friðrik sakar Sigurð Líndal um meiðyrði í sinn garð. Samstarf um aðfangasölu Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurfélag Reykjavíkur ætla í samstarf um aðfanga- sölu til búvöruframleiðslu. Líta félögin á það sem sameiginlegt hagsmunamál. SS hefur samhliða samstarfinu horfið frá áformum um frekari kaup á MR og selt MR sinn hlut í félaginu. LANDBÚNAÐUR DÓMSMÁL Íslandsbanki var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur til að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. 4,5 milljónir, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Íslandsbanki hafði fengið upphæðina greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þótti greiðslan brjóta gegn lögum um jafnræði lánardrottna. ■ Íslandsbanki braut lög: Þarf að endur- greiða þrotabúi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.