Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 22
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR22 hagur heimilanna Ávextir og grænmeti eru fallegir á litinn, bragðgóð- ir og fjölbreyttir og lífga þannig upp á hversdaglega tilveruna. Þeir gera fleira sem ekki er eins augljóst því að rann- sóknir sýna að rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum virðist minnka líkur á mörg- um alvarlegum sjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum teg- undum krabbameina og offitu. Hvernig ávextir og grænmeti fara að þessu er ekki alveg ljóst. Það er hins vegar vitað að þeir innihalda fáar hita- einingar en aftur á móti mikið af vítam- ínum, steinefnum, trefjum og mörgum öðrum minna þekktum hollustuefnum. Það er ekki ólíklegt að þessi góðu áhrif stafi af samsetningu og samspili þess- ara efna frekar en af einstökum efnum. Þess vegna hefur það ekki sömu áhrif að taka inn stök vítamín, steinefni eða önnur hollustuefni í töfluformi. Vernd- andi áhrif af neyslu ávaxta og græn- metis á heilsuna, virðast meiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum. Þess vegna er fólki ráðlagt að borða fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum í nægjanlegu magni. Ávaxta- og grænmetisneysla Íslend- inga hefur aukist talsvert á undanförn- um árum en hún þarf samt að vera mun meiri til að uppfylla ráðleggingar um hollt mataræði. Íslendingar borða að meðaltali aðeins tæp- lega helminginn af því sem ráðlagt er, sem er að minnsta kosti 500 grömm á dag eða fimm skammtar eins og oft er talað um. Skammturinn getur verið meðalstór ávöxtur eða um 100 grömm af grænmeti. Ávaxtasafi er einn- ig talinn með en hann reiknast aldrei nema sem einn skammtur, sama hvað mikið er drukkið. Mörgum finnst þetta mikið og vex í augum að innbyrða allt þetta magn af ávöxtum og grænmeti en það er auðveldara en menn halda. Það getur til dæmis verið einn ávöxtur, eða glas af ávaxtasafa að morgni og græn- metissalat með hádegismatnum, annar ávöxtur síðdegis, tvær tegundir af græn- meti með kvöldmatnum. Skammtarn- ir eru orðnir fimm og þar sem engin ástæða er til að hætta er hægt að fá sér ferska ávexti í eftirrétt. Það má ekki heldur gleyma því að grænmeti, sem er notað í matseldina, til dæmis í pottrétti, pastarétti og á pítsuna, reiknast með. Það eykur svo á fjölbreytnina að borða bæði hrátt og soðið grænmeti með matnum. Einnig er góð leið að fá sér ávexti og grænmeti ofan á brauðið, til dæmis banana, epli, tómata og gúrku og skera ávexti út í súrmjólkina. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvað hægt er að gera til að auka hlut ávaxta og grænmetis í mat- aræðinu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsuna á einfaldan hátt. Munið fimm á dag! www.mni.is ��� �� ������� ��������������������������� ����������������������������� �������� ������������������ ������������������������������������ ����� ��������������������������� ���������� ���������������������������� ����������������� �������������� ���������������������������������� ������������������� ��������������� ����������������������������������� �������������� ����������� MATUR & NÆRING HÓLMFRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR Grænmeti og ávextir lífga upp á tilveruna Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, segir að bestu kaupin sem hann muni eftir hafi verið gamall rauður Willys blæjujeppi. „Þetta var ´65 módel og ég eignaðist hann þegar ég var 18 ára gamall. Bíllinn veitti mér ómælda ánægju og gerði mér kleift að uppgötva Ísland og hálendi landsins. Það voru ótal stundir sem það kom sér vel að eiga svona fínan jeppa sem brást manni aldrei.“ Spurður hvort hann eigi bílinn ennþá segir Björgólfur að hann hafi selt hann fyrir mörgum árum en að hann sakni þess stundum að bíllinn sé ekki til staðar þegar haldið er út á land. „Þessir bílar voru svo einfaldir í allri gerð, ég gerði við hann sjálfur, þar sem ég hafði ekki efni á neinu öðru, tók hann í sundur og skoðaði gangverkið í honum og setti hann svo saman aftur. Ég var afskaplega hændur að bílnum á þessum árum,“ segir Björgólfur. Verstu kaup Björgólfs eru hins vegar nýrri af nálinni. Þá var hann að koma frá Lundúnum og ákvað að kaupa kveikjara. „Ég keypti stofukveikjara með svona löngu hlaupi, til að kveikja á kertum. Ég setti hann í handfarangurinn en var stoppaður á flugvellinum og tollverðirnir voru mjög lengi að finna hvar hann var, því kveikjarinn lítur ekki út eins og venjulegur kveikjari. Eftir langan tíma fundu þeir nú kveikjarann og tóku hann í sína vörslu, en þetta tafði mig um rúmar 30 mínútur,“ segir Björgólfur. Að sögn Björgólfs endaði kveikjarasagan ekki á flugvellinum. „Ég fékk hann svo með pósti rétt fyrir jól en ég náði bara að kveikja á þremur kertum áður en kveikjarinn dó, þannig að ég held að þetta séu verstu kaupin sem ég man eftir.“ NEYTANDINN: BJÖRGÓLFUR THORSTEINSSON FORMAÐUR LANDVERNDAR Grunsamlegur kveikjari Misjafnt er, eftir því í hvaða sveitarfélagi skroppið er í sund, hvað heimsóknin kostar. Fyrir fullorðinn einstakling í Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi kostar einstaka ferð 200 krónur en 250 krónur í Reykjavík og 280 í Kópavogi. Fyrir barn kostar ein heimsókn 50 krónur á Seltjarnarnesi, 100 krónur í Garðabæ og í Hafnarfirði, 110 krónur í Reykjavík, en 120 í Kópavogi. Ef kaupa á tíu miða kort fyrir fullorðinn, kostar það 1.500 krónur í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, 1.900 krónur í Reykjavík og 2.100 í Kópavogi. Fyrir börn er tíu miða kort ódýrast á Seltjarnarnesi og kostar 400 krónur en 500 í Hafnarfirði, 600 í Garðabæ, 750 í Reykjavík og 900 í Kópavogi. ■ Hvað kostar ... í sund? Dýrast í Kópavogi Eimskip tók við rekstri Herjólfs frá og með áramótum. Með þeirri breytingu var tekið upp nýtt bókunar- og greiðslukerfi, ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi. Farþegar Herjólfs geta nú bókað og greitt fyrir farmiða í gegnum nýja heimasíðu Herjólfs, herjolfur.is. Þar verður hægt að bóka og borga fyrir farmiða, svefnpláss og pláss fyrir einkabíla. Síðar verður hægt að kaupa afsláttarmiða í gegnum sama kerfi, en fyrst um sinn mun slík sala einungis fara fram í afgreiðslum Herjólfs í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Herjólfur siglir nú tvær ferðir, fram og til baka, á hverjum degi, utan vissa hátíðisdaga. ■ Verslun og þjónusta Nýtt bókunarkerfi Herjólfs > Verð á 100 lítrum af 95 oktana bensíni á þjónustustöðvum miðað við verðlag á öllu landinu í ágúst. Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Saga Boutique hafa gert með sér samning um rekstur verslunar í flugstöðinni. Í versluninni verður lögð áhersla á þekkt vörumerki í dömu- og herrafatnaði, skóm og fylgihlutum. Þar verður meðal annars að finna Boss, Burberry, Sand, Wolford og Lacoste, auk fatnaðar eftir íslenska hönnuði. Saga Boutique er eitt af þeim fyrirtækjum sem munu reka verslun á nýju verslunar- svæði flugstöðvarinnar og tekur samningur- inn gildi 1. júní 2006. ■ Verslun og þjónusta Saga Boutique með verslun í flugstöðinni ■ Dóra Pálsdóttir, kennari og stjórn- armaður Samtaka um betri byggð, lumar á þremur húsráðum sem hún miðlar lesendum. Í fyrsta lagi segir hún að þegar klippa skal stein- selju í mat sé einfalt og fljótlegt að klippa stilkana frá, stinga steinseljunni í vatnsglas og stinga svo skærum ofan í glasið og klippa steinseljuna þar í jafna búta. Í öðru lagi segir hún gott að bera venjulega bökunarsítrónudropa á bletti undan límmiðum. Límið renni af þegar þurrkað sé yfir blettinn. Í þriðja lagi er gott að blanda saman til helminga rauðspritti og vatni, setja í úðabrúsa og nota blönduna á spegla og sandblásið gler og nota ekki endilega mjúka tusku. Þetta segir hún að sé ódýrara og fljótlegra en Ajax. GÓÐ HÚSRÁÐ HVERNIG KLIPPA SKAL STEINSELJU Áramótin eru liðin með tilheyrandi áti og afslöppun og í kjölfarið ákveða margir að hefja heilsuátak. Frétta- blaðið kannaði hvað kostar að púla í tækjasölum nokk- urra líkamsræktarstöðva. Mismunandi hvatir knúa menn áfram í baráttu fyrir betri heilsu, hjá sumum er það samviskubit en aðrir sækjast einfaldlega eftir þeirri vellíðan sem fylgir líkams- þjálfun. Líkamsræktarstöðvarn- ar bjóða allar upp á árskort og svo eru einhvers konar tilboð í gangi allt árið um kring. Einnig er aðstaða og þjónusta líkams- ræktarstöðvanna mismunandi og tilboðin miðast að einhverju leyti við það. Að sögn starfsmanna líkams- ræktarstöðvanna eru stöðvarn- ar alltaf vel sóttar fyrsta mánuð ársins. Kraftajötuninn Georg Ögmundsson er framkvæmda- stjóri líkamsræktarstöðvarinn- ar Orkuversins, en árskortið hjá þeim kostar rétt undir 30.000 krónum. „Það er eins og gengur og gerist, að landinn er nú ennþá hálf rauðvínsleginn út þessa viku. Fólk er svona að gíra sig upp fyrir átökin,“ segir Georg. Það vill oft gerast að fólk byrj- ar af krafti í líkamsrækt en svo fer að halla undan fæti og á end- anum er kortið farið að rykfalla ofan í skúffu. Georg segir að í janúarmánuði fyrir ári síðan hafi orðið mikil aukning í aðsókn hjá Orkuverinu og að flestir hafi hald- ið út í um þrjá mánuði, en svo hafi aðsóknin hægt og rólega minnkað. „Það var hins vegar ekki fyrr en um sumarið sem maður fór virki- lega að sjá fækkun hjá iðkendum. Það gerðist eitthvað fyrsta júní, líklega hefur fólk verið farið að hugsa um aðra hluti, tekið fram golfsettið eða farið út að skokka, ég vona alla vega að það hafi verið ástæðan,“ segir hann. Heilsuræktarstöðin Hreyfing býður sínum viðskiptavinum upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum. Árskortið hjá þeim er nokkru dýr- ara en hjá Orkuverinu og kostar tæpar 48.000 krónur. Ingibjörg Reynisdóttir, deildarstjóri ráð- gjafa hjá Hreyfingu, segir að þar sé ekki verið að stíla inn á að vera með verðsamkeppni heldur séu margir aðrir þættir sem ráði verðinu. „Við teljum okkur bjóða upp á mjög góð verð miðað við þá góðu þjónustu sem við veitum. Til dæmis eru allir þjálfararnir okkar vel menntaðir, þeir eru allir með ACE-einkaþjálfaragráðu og sumir eru einnig háskólamennt- aðir. Við leggjum mikla áherslu á gæði, góða þjónustu og heimil- islegt andrúmsloft og það er líka ástæðan fyrir því að fólk er hér ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. steinar@frettabladid.is Aðsóknin mest fyrstu þrjá mánuðina LÍKAMSRÆKT Margir vilja losna við nokkur aukakíló eftir mikil veisluhöld um jól og áramót og flykkjast þar af leiðandi á líkamsræktarstöðvar landsins. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES VERÐ Á REGLULEGRI LÍKAMSRÆKT Líkamsræktarstöð 3 mán 12 mán Hress 17.990 kr. 41.990 kr. Hreyfigreining 19.900 kr. 48.600 kr. Hreyfing 20.930 kr. 47.880 kr. Iceland Spa and Fit. 17.900 kr. 35.880 kr. Orkuverið 14.900 kr. 29.900 kr. Pumping Iron 12.900 kr. 33.900 kr. Technosport 17.900 kr. 43.900 kr. Veggsport 16.900 kr. 41.900 kr. World Class 20.100 kr. 52.800 kr. 1997 2001 20031999 2005 8. 24 0 9. 87 5 9. 76 0 7. 71 4 11 .6 60

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.