Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 05.01.2006, Síða 28
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR28 Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að skoða og skil- greina ástæður þess hvers vegna matvöruverð hér á Íslandi er svo hátt sem raun ber vitni. Það er fagnaðarefni að forsætisráðherra skuli taka af skarið enda ljóst að ekki verður við það unað mikið lengur að hér á landi skuli mat- vöruverð vera hæst allra landa í Evrópu. Til þess að Íslendingar geti búið við sams konar neytendaum- hverfi og í öðrum Evrópulöndum þarf að gera miklar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Um slíkt verður að nást sátt og sam- komulag milli allra hagsmuna- aðila. Fyrsta skrefið í þessa átt hefur verið tekið og það er ástæða til líta björtum augum til þess að sú nefnd muni skila tillögum í átt til lausnar. Ekkert er því til fyrir- stöðu að hér á landi geti matvöru- verð verið það sama og hjá öðrum Evrópuþjóðum en til þess að svo verði, þurfa allir að leggjast á eitt. Íslenskur matvörumarkaður Samkeppnisumhverfi á íslensk- um matvörumarkaði er mjög frábrugðið því sem þekkist ann- ars staðar í Evrópu. Hér á landi hefur ekki náðst sátt um að opna landamæri Íslands fyrir inn- flutningi á nauðsynjavörum frá öðrum löndum. Ekki nema gegn því að innfluttar vörur séu skatt- lagðar svo hátt að innflutningur- inn verði ekki söluhæfur vegna þess að opinber gjöld þrýsta verðinu upp. Þetta er kjarni þeirrar umræðu sem nú á sér stað um leiðir til þess að lækka matvöruverð. Það er ekki hagkvæmt að flytja inn landbúnaðarvörur miðað við núverandi fyrirkomulag auk þess sem önnur innflutt matvara er óhóflega skattlögð. Þessi staðreynd hefur lengi verið ljós og kom m.a. fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar HÍ, í fréttum Ríkisútvarpsins á mánudaginn en þar sagði Tryggvi að það væri „alveg augljóst“ að stór sökudólgur á hinu háa matvöruverði væri verð á landbúnaðarvörum. Það var einnig niðurstaða í skýrslu samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndunum á dögunum að innflutningshömlur á búvörum væru helsta ástæða þess að hér á landi væri matvöruverð svo hátt í samanburði við önnur lönd. Það sjá það allir að framlegð í matvöru sem er að meðaltali 17 prósent í verslunum Haga hf., sem reka Bónus, Hagkaup og 10-11, er ekki ástæða fyrir háu matvöruverði. Sú framlegð er nokkuð lægri en framlegð matvöruverslana í samanburð- arlöndum okkar. Hagkvæmni í rekstri verslana Haga stenst því allan alþjóðlegan samanburð. Ef Hagar hefðu enga álagningu væri mismunurinn enn 23 prósent en þá ætti verslunin eftir að greiða laun, húsaleigu og annan rekstrartengdan kostnað. Álagning í framkvæmd Þetta er hverjum manni ljóst þegar skoðað er hvernig toll- ar, vörugjöld og skattar hins opinbera hafa áhrif á innkaups- verð á nauðsynjavörum erlendis frá. Í dæminu hér að neðan má sjá hvernig fjórar mismunandi vörutegundir taka á sig tolla og skatta ofan á innkaupsverð. Um er að ræða dæmi þar sem opin- ber gjöld leggjast ofan á hvert kíló af vörunni frá því hún berst til landsins á hafnarbakkann og þar til hún er afhent íslenskum neytendum. Í neðangreindum dæmum er álagning matvöru- verslunarinnar engin, heldur fyrst og fremst innkaupsverð og síðan þau opinberu gjöld sem leggjast á vöruna á leið sinni til heimila landsins. Eins og gefur að skilja er erfitt að flytja inn ódýrar ungnautalundir til að bjóða á lágu verði þar sem ríkið tekur 388 prósenta tolla og skatta frá því við fáum þær afhentar í höfninni hér á Íslandi. Dæmið með nautalundirnar er öfugsnúið, þar sem skortur er á íslenskum nautalundum. Og hinar tölurnar tala sínu máli. Meira að segja appelsínusafi tekur á sig tæplega 67 prósenta álögur en framleiðsla hans hér á landi telst varla vera hluti af hinu íslenska landbúnaðarkerfi. Einnig má benda á það að fjórir til fimm eggjabændur og einn sveppabóndi verða til þess að ofurtollar eru lagðar á þessa vöruflokka. Það væri hægt að greiða þessum aðilum háar starfslokagreiðslur fyrir að hætta framleiðslunni svo að neytendur gætu keypt þessar vörur á eðlilegu verði um leið og miklir fjármunir myndu sparast. Sem dæmi úr verslunarrekstri okkar erlendis seljum við 12 stór egg út úr verslunum Iceland í Bretlandi á 110 krónur. Þar tekur verslunin 30 prósenta framlegð. Bónus selur 12 egg á 299 krónur með 12 prósenta framlegð. Þannig að báðar verslunarkeðjur hafa það sama fyrir að selja 12 egg en vegna þess kerfis sem við búum við þurfa íslenskir neytendur að greiða 190 krónum meira en við- skiptavinir Iceland, eða tæplega þrefalt verð. Þetta eru hlutirnir sem skipta mestu máli þegar við skoðum það umhverfi sem matvöruverslun hér á landi býr við. Samkeppnisumhverfi í Evrópu Baugur Group hefur á undanförnum árum komið að verslunarrekstri bæði í Bretlandi og Danmörku. Í þeim löndum býr félagið við allt önnur skilyrði en hér á landi. Rekstrarumhverfið er frábrugðið því þar er hægt að flytja inn vörur án hindrana og þannig keppa á jafnréttisgrundvelli við aðra aðila. Það hefur gert fyrirtækjum svo sem verslunarkeðjunni Iceland möguleika á að keppa við stórfyrirtæki eins og Tesco. Hér á Íslandi getum við rekið verslanir með sambærilegum hætti og gert er í Bretlandi en til þess þurfum við frelsi svo að neytendur fái frelsi til að velja. Fáum við það frelsi mun ekki standa á Högum að skila sama verði og nágrannaþjóðir okkar. Áfengi í matvöruverslanir Eitt af því sem getur augljóslega orðið til þess að hér á landi muni neyslutengd útgjöld heimilanna dragast saman, er ef frjálsræði í sölu á bjór og léttvíni yrði að veruleika. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið stórkostlegum breytingum á mörgum sviðum undanfarin ár. Frjálsræði í viðskiptum og þjónustu hefur verið stóraukið, öllum til góða. Ekki hefur þó enn verið tekið það stóra skref að afnema einokun ríkisins í sölu á áfengi. Það eru löngu úrelt rök að Íslendingar gætu ekki höndlað það frelsi. Áfengisvandamál Breta er til dæmis ekki meira vandamál heldur en Íslendinga eftir því sem næst verður komist. Það er ekki í takt við það frjálsræði sem verið er að skapa í þjóðfélaginu að ríkið sitji eitt að því að selja léttvín og bjór. Með því að afnema einokun ríkisins mætti ætla að það sparaðist einn milljarður íslenskra króna á ári hverju við rekstur ÁTVR. Þá mætti ætla að ríkið gæti selt eignir sem tengist núverandi rekstri ÁTVR fyrir um þrjá milljarða íslenska króna. Að auki færist velta inn í matvöruverslanir sem leiðir af sér betri nýtingu á fjárfestingum í verslun og hlutfall fasts kostnaðar mundi lækka sem eykur tækifæri á lækka álagningu heilt yfir. Í Bretlandi og Danmörku er okkur treyst til þess að selja neytendum léttvín og bjór hvers vegna ætti það ekki að ganga upp hér á landi? Með þessu mundi úrval af léttvíni og bjór stór aukast. Þannig fær neytandinn að velja vörur út frá verði og gæðum en þarf ekki að búa við það fyrirkomulag að kaupa á uppsettu verði ríkisins og sætta sig við ríkisúrval með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Breytingar í rétta átt Íslenskur matvörumarkaður er á tímamótum. Við sjáum fram á bjartari tíma með auknu frelsi ef sátt næst um að bregðast við vandanum eins og hann blasir við. Neytendur munu bera mestan hag af því þegar sú niðurstaða verður ljós. Ekki verður annað séð en að Ísland muni ná að verða jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum ef og þegar við afnemum opinberar álögur og aukum frelsi á Íslandi handa neytendum. Það er ljóst að hér á Íslandi verður hægt að selja vörur á sambærilegu verði og Tesco gerir í Bretlandi ef stjórnvöld skapa matvöruverslunum heilbrigðan og eðlilegan samkeppnisgrundvöll, það er frjálsan markað sem leiðir til lægra matvöruverðs. Kjarni málsins er samt sá að því ber mjög að fagna að forsætisráðherra hafi ákveðið að skipa nefnd til að koma með tillögur svo hægt verði að lækka álögur á matvöru. Það er eitt stærsta skref sem stjórnvöld hafa sýnt til að bæta hag neytenda. Höfundur er forstjóri Baugs Group hf. og stofnandi Bónuss. Tesco og frelsi á íslenskum matvörumarkaði UMRÆÐAN MATVÆLAMARK- AÐUR Á ÍSLANDI JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Samkeppnisumhverfi á íslensk- um matvörumarkaði er mjög frábrugðið því sem þekkist annars staðar í Evrópu. Hér á landi hefur ekki náðst sátt um að opna landamæri Íslands fyrir innflutningi á nauðsynja- vörum frá öðrum löndum. Eitt af því sem getur augljós- lega orðið til þess að hér á landi muni neyslutengd útgjöld heimilanna dragast saman, er ef frjálsræði í sölu á bjór og léttvíni yrði að veruleika. Á árinu 2006 greiða foreldrar 1 til 4 ára barna í Kópavogi greiða 75 þús- und krónum meira á ári fyrir leik- skóladvöl barna sinna en foreldrar í Reykjavík. Ef barnið er 5 ára er munurinn orðinn 146 þúsund krón- ur á ári. Þetta eru verulegar upp- hæðir og ekki má heldur gleyma því að til þessa að hafa þennan pen- ing í vasanum þarf að vinna sér inn mun hærri upphæð þar sem hluti af vinnutekjum fer í skattinn. Í fyrra voru leikskólagjöld hæst í Kópavogi ef borin voru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Bæjaryfirvöld ákváðu nú í lok ársins að þau verði óbreytt árið 2006. Samt sem áður er þessi mikli munur á milli Reykjavíkur og Kópavogs. Ástæðan er sú að borgaryfirvöld í Reykjavík er að hrinda í framkvæmd áætlun um gjaldfrjálsan leikskóla. Síðastliðin ár fengu 5 ára börn 3 stundir gjald- frjálsar og frá og með áramótum fá öll önnur börn 2 stundir fríar til viðbótar. Með þessu er verið að vinna að því að fyrsta skólastigið, leikskólinn, verði foreldum gjald- frjáls eins og önnur skólastig. Það eru 8 ár síðan jafnaðarmenn í Kópavogi sett fyrst hugmyndina um gjaldfrjálsan leikskóla, fyrstir allra hér á landi. Á hverju ári hafa þeir lagt fram tillögu þessa efnis í bæjarstjórn Kópavogs en mætt andstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú síðast í desember felldu Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í bæjarstjórn til- lögu Samfylkingarinnar um tvær gjaldfrjálsar stundir fyrir öll börn í leikskólum Kópavogs. Brýnasta framkvæmdin sem bæjaryfirvöld í Kópavogi standa frammi fyrir nú, er að koma leikskólamálunum í lag, þ.e. að tryggja örugga vist fyrir öll börn og að leikskólagjöld verði ekki hærri en í höfuðborginni. Samfylk- ingin í bæjarstjórn hefur í allt haust tekið málið upp, lagt fram tillögur og gert það sem henni er mögulegt til að þoka málum áfram. Allar til- lögur hefur meirihlutinn fellt en ekki lagt neitt til í staðinn. Nú líður að lokum þessa kjör- tímabils og það verður að segjast eins og er að meirihlutaflokkarnir tveir hafa hvorki getu né vilja til að ganga af röggsemi í þessi mál og leysa með viðunandi hætti. Þrátt fyrir að foreldrar hafa allt síðasta ár greitt hæstu gjöldin, þrátt fyrir að foreldrar í Kópavogi greiði á þessu ári miklu hærri gjöld en for- eldrar í Reykjavík og þrátt fyrir góða fjárhagslega stöðu bæjarins standa foreldrar frammi fyrir því að þurfa að taka sér frí frá vinnu vegna þess að leikskólinn getur ekki sinnt þeirri þjónustu sem honum er ætlað og fólk treystir á. Er ekki kominn tími til að skipta um stjórnendur í Kópavogi? Höfundur er bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Samfylkingin vill koma lagi á leikskólamálin UMRÆÐAN LEIKSKÓLAR Í KÓPAVOGI HAFSTEINN KARLSSON INNKAUPSVERÐ OG HLUTDEILD RÍKISINS Vörutegund Ungnautalundir Egg Brauðostur Appelsínusafi Innkaupsverð 490 kr. 150 kr. 350 kr. 60 kr. Vörugjald 0 kr. 0 kr. 0 kr. 8 kr. Magntollur 1.462 kr. 243 kr. 430 kr. 0 kr. Almennur tollur 147 kr. 45 kr. 105 kr. 12 kr. Virðisaukaskattur 294 kr. 61 kr. 124 kr. 20 kr. Samt. á innkaupsverð 1.903 kr. 349 kr. 659 kr. 40 kr. Álögur ríkisins 388% 233% 188% 67% Það eru 8 ár síðan jafnaðar- menn í Kópavogi sett fyrst hugmyndina um gjaldfrjálsan leikskóla, fyrstir allra hér á landi. Á hverju ári hafa þeir lagt fram tillögu þessa efnis í bæjarstjórn Kópavogs en mætt andstöðu fulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Innkaupsverð og hlutdeild ríkisins við innflutning á ungnautalundum Innkaupsverð og hlutdeild ríkisins við innflutning á brauðosti Innkaupsverð og hlutdeild ríkisins við innflutning á eggjum Innkaupsverð og hlutdeild ríkisins við innflutning á appelsínusafa Innkaups- verð 490 kr. Innkaups- verð 350 kr. Innkaups- verð 150 kr. Innkaups- verð 60 kr. Tollar og skattar 1.903 kr. Tollar og skattar 659 kr. Tollar og skattar 349 kr. Tollar og skattar 40 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.