Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 29

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 29
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Vans-strigaskórnir hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi á undanförn- um misserum. Sumir vilja eiga nokkur pör af slíkum skóm upp á fjölbreytileikann og er Leópold Kristjánsson einn þeirra. Leópold, eða dj Lelli úr breakbeat.is hópnum og verslunarstjóri Skífunnar á Laugavegi, segir að fyrstu Vans-skóna hafi hann eign- ast þegar hann var tólf ára. Þeir voru hins vegar allt öðruvísi tegund en þeir sem eru vinsælastir í dag. Slíka skó fékk Leópold í Lond- on fyrir um tveimur árum. ,,Ég var búinn að sjá þetta svolítið á Íslandi nema að þá voru bara til einhverjar þrjár tegundir og ég hélt að þetta myndi lognast út af. Svo fór ég út og sá að það er eiginlega allt til.“ Leópold á enn sitt fyrsta par, sem er svart með haus- kúpum á, en þeir skór eru orðnir mjög sjúskaðir. Í dag á hann hins vegar þrjú pör af þessari gerð Vans-skóa en nýjasta parið pantaði hann í gegnum eBay-vef- verslunina. ,,Þeir eru mínir uppáhalds enda í takmörk- uðu upplagi og úr rauðu flaueli, mjög töff. Það var líka merkilega auðvelt að panta í gegnum eBay,“ segir Leópold og bætir við að parið hafi kostað rúmlega tíu þúsund krónur með tolli og öllu en honum hafi fund- ist það allt í lagi þar sem skórnir væru svo sérstakir. Leópold stefnir á að kaupa sér enn fleiri Vans- skó. Hann hefur þegar séð fullt af skóm á netinu og fleiri stöðum sem hann lang- ar í. ,,Það er svo auðvelt að finna upp á einhverju nýju í kringum þessa skó og þeir eru rosalega fjölbreyttir.“ Skódella Leópolds er tiltölulega nýtilkomin. Áður fyrr keypti hann sér bara eitt par af skóm og gekk í þeim þangað til þeir voru ónýtir. ,,Síðan fóru lappirnar að hætta að stækka og þá fór ég að fatta hvað það er gaman að eiga mikið af skóm. Svo er það líka metró og maður hugsar alltaf voða mikið um það,“ segir Leópold í gamni að lokum. steinthor@frettabladid.is Endalausir möguleikar Leópold, eða dj Lelli eins og margir þekkja hann, í rúskinnsskónum sínum sem hann fékk á eBay. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 5. janúar, 5. dagur ársins 2006. Reykjavík 11.14 13.33 15.53 Akureyri 11.25 13.18 15.11 Inflúensutilfelli hafa greinst í Rússlandi, Frakklandi og í Sví- þjóð. Sóttvarnalæknir segir að reynsla sýni að verði inflúensu vart á öðrum stöðum í Evrópu líði ekki langur tími þar til hún berist hingað til lands. Einnig er mikið um að veirusýkingar séu á ferðinni á svipuðum tíma og inflúensa. Scarlett Johansson hefur lokið samningi sínum sem andlit Calvin Klein og hefur nú gert samning við L´Oréal Paris þar sem hún mun kynna nýja hárlit- unarlínu fyrirtækisins. Heimildir herma að stúlkan fái þrjár milljónir dala fyrir vikið. Ófullnægjandi þjónusta við aldraða er áfram í umræðunni. Helga Hansdóttir, yfirlæknir í almennum öldrunarlækningum, segir brýnt að aðgangur aldraðra að bráðaöldrunarlækningadeild- um Landspítalans verði bættur. Hún segist upplifa það í hverri viku að veikt aldrað fólk fái ófullnægjandi þjónustu. Útsölur standa nú yfir í flestum þeim versl- unum sem selja vörur fyrir heimilið. Hægt er að gera kjarakaup á ýmsum raftækjum og öðru sem fegrar heimilið og bætir. LIGGUR Í LOFTINU [HEILSA HEIMILI TÍSKA] JÓLATRÉ Hvað á að gera við þau? BLS. 3 LÍKAMSRÆKT Allir í ræktina BLS. 4 ALDO Ný skóverslun BLS. 6 KRÍLIN Pabbi grét ekki þegar mamma eignaðist nýja barnið okkar, en hann var með mjög glansandi augu þegar hann kom heim af sjúkrahúsinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.