Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 35

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 35
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2006 Er ekki stundum sagt að til að skilja framtíðina þurfi að skilja sögu fortíðarinnar? Það sama má segja um tískuna. Ekki veit ég hvort hægt er að tala mikið um tískusögu í klæðnaði Íslendinga á sautjándu öld líkt og gert er hér í Frakklandi en kannski um klæðavenjur. Enn erfiðara er líklega að skrifa tískusögu íslenskra karla. Hún yrði í það minnsta stutt. En á tískusafninu í París, Le Musée de la mode et du textile, stendur nú yfir sýning á karlmannatísku frá XIIV öld fram á okkar daga. Þarna er farið í gegnum þrjúhundruð ára sögu og sýndir þrjúhundruð karlmannabúningar og fylgihlutir ásamt teikningum og efnasýnishornum, fengnum frá söfnum, tískuhúsum eða einkasöfnun, allt frá dögum Lúðvíks fjórtánda. Sýninguna má skoða í tímaröð, það er að segja frá dögum Sólkonungsins, þar sem þegar má sjá forvera þess sem í dag eru jakkaföt, vesti, síður jakki og eins konar pokabuxur sem komust í tísku á þessum tíma. Karlmannatískan varð svo fáguð á átjándu öld að útsaumur og blúndur voru fyrst og frest ætluð fyrir fína herra og hestana þeirra og á þessum tíma voru karlmenn miklu frekar með hárkollur en konur. Á árunum fyrir og eftir byltinguna frönsku verða karlmannaföt látlausari og alþýðlegri í takt við breytta tíma og þjóðfélagsþróun. Frá þessum tíma má sjá hin eiginlegu jakkaföt fullsköpuð sem eru kannski ekki svo ólík því sem gerist í dag. Smókingurinn er líklega það nýjasta í þessu ferli. Skrautklæðnaðurinn er notaður innandyra svo sem í náttfötum og fleiru eða í einkennisbúninga við hátíðleg tækifæri. Þetta tímabil nær allt til um 1960 þegar nútímahönnuðir umbylta karltískunni sem við þekkjum í dag hjá hönnuðum eins og Thierry Mugler, Jean-Paul Gaultier eða John Galliano. Tískan í dag hefur hins vegar sameinað skrautmennsku Sólkonungsins og látleysi eftirbyltingaráranna og fyrri hluta tuttugustu aldar. Nú er allt mögulegt til, jafnvel karlar í pilsum! Í Frakklandi var auðvitað til, eins og á Íslandi, fátækur almenningur sem var ekki beint í tísku Sólkonungsins og þeirra sem á eftir komu en konungar hafa löngum verið uppteknir af því fallega, það varð þeim líka að falli. Mágkona mín sagði við mömmu í fyrstu ferð sinni til Parísar: „Mikið eru byggingarnar hér flottar.“ Mamma svaraði um hæl: „Það var líka gerð bylting.“ Konungurinn missti á endanum höfuðið og Marie Antoinette var vissulega klædd í Haute couture þegar hún var hálshöggvin á Concorde-torgi. (Musée de la mode et du textile, 107 rue de Rivoli, 75001 Paris, stendur yfir til 30. apríl 2006.) Frá sólkonungi til okkar daga Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Nýjasta flíkin hans Ívars Freys Finnbogasonar fjallaleiðsögu- manns og klifrara er rauð frönsk flíspeysa. „Ég er nú búinn að vera ansi rólegur í fatakaupunum. Held að nýjasta flíkin sé flíspeysa sem ég keypti í Frakklandi á síðasta ári,“ segir Ívar Freyr hálf mæðu- legur eins og það sé langt síðan síðasta ár rann sitt skeið. „En hún er hrikalega flott með rennilás- inn til hliðar við hökuna,“ bætir hann svo við hressilegri í bragði. Spurður hvort það sé þægilegra fyrir klifrara að hafa rennilásinn á þessum stað en fyrir miðju hlær hann og svarar: „Nei, það er bara flottara.“ Hann kveðst hafa keypt þessa ágætu peysu í stórri klifr- arabúð í Frakklandi og að sjálf- sögu sérstaklega valið litinn með tilliti til þess að hann tæki sig vel út á myndum hangandi utan í ísstáli eða einhverju berginu. Ívar Freyr var á förum norður á Tröllaskaga sem leiðsögumaður þegar í hann náðist. Þar ætlaði hann að reyna að leita að ein- hverjum ís til að klifra í á þessu „ótrúlega íslausa Íslandi“, eins og hann orðaði það. Eftir þann túr ætlar hann beint til Frakklands og hver veit nema hann skelli sér þar í búð og fjárfesti í fleiri flott- um flíspeysum. Rauð flíspeysa sem er flott á mynd Ívar Freyr með ísaxir í höndunum á förum norður í land í flíspeysunni góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.