Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 49

Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 49
Námsvild er þjónusta fyrir námsmenn sem gera kröfur. Hún er sérsniðin að fjármálaþörfum námsmanna og innifelur betri kjör og ýmis fríðindi. Og ef þú skráir þig í Námsvild í janúar átt þú möguleika á að vinna 2Gb iPod nano. Kynntu þér málið á isb.is/namsvild * gildir í eitt árgildir í eitt ár 100 fríar debetkortafærslur á ári Persónugert debetkort Bílalán fyrir námsmenn Ókeypis kreditkort með ferðaávísun Ókeypis fartölvutrygging* 1.500.000 kr. námslokalán Hagstæðari yfirdráttarvextir Bankaábyrgð á námslánum Hagstætt tölvukaupalán Ókeypis ISIC kort Flott inngöngugjöf ... og margt fleira! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 4 2 3 Viltu vinna iPod nano? Steven Spielberg ætlar víst ekki að endurgera söngvamyndina Mary Poppins þrátt fyrir orðróm þess efnis. „Ég hef aldrei heyrt neitt um þetta og gæti ekki ímyndað mér að Steven vilji endurgera þessa klassísku mynd,“ sagði talsmaður leikstjórans. Ekki er langt síðan Sir Richard Eyre, leikstjóri leik- húsuppfærslunnar á Mary Popp- ins í London, sagðist hafa rætt við Spielberg um að endurgera mynd- ina. ■ Engin end- urgerð STEVEN SPIELBERG Leikstjórinn vinsæli virðist ekki vera á leiðinni að endurgera Mary Poppins. Uppselt er á tónleika sem verða haldnir í Laugardalshöll næst- komandi laugardag til stuðnings náttúruvernd á Íslandi. Á meðal þeirra sem koma fram verða Damon Albarn, Björk, Sigur Rós og Damien Rice sem mætir með nýja hljómsveit í farteskinu. Orðrómur hefur verið uppi um að Nick Cave muni einnig koma fram á tónleikum en það hefur ekki fengist staðfest. ■ Uppselt á tónleikana DAMIEN RICE Írski trúbadorinn mætir með nýja hljómsveit á tónleikana í Höllinni. Dave Grohl, forsprakki hljóm- sveitarinnar Foo Fighters, segist vera mikill aðdáandi bresku óláta- belganna í Oasis. Foo Fighters steig á svið með Oasis á tónleikum á Þúsaldarvell- inum í Cardiff þann 10. desember og var Grohl hæstánægður með samstarfið. „Ég dýrka Oasis. Það er ekki hægt að komast hjá því að dýrka þá því þeir semja svo ótrú- lega góða tónlist,“ sagði Grohl í spjalli við NME. „Það eru í raun fáar hljómsveitir sem er ekki hægt að komast hjá því að dýrka með því bara að vera svona rosa- lega góðar. Ég veit að þeir virka óheflaðir í viðtölum en ef þú sest með þeim á bar og færð þér í glas með þeim þá muntu skemmta þér frábærlega,“ sagði Grohl. „Tón- listin þeirra er ótrúlega góð og lögin eru virkilega grípandi. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“ ■ Mikill aðdáandi Oasis Fyrrverandi trommari Nirvana ber mikla virðingu fyrir Oasis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gamanmynd Monty Python-hóps- ins, Life of Brian, hefur verið valin besta gamanmynd allra tíma af áhorfendum Channel 4 í Bretlandi. Um 22 þúsund manns greiddu atkvæði í skoðanakönnuninni sem var gerð nú rétt fyrir jólin. Í Life of Brian er stólpagrín gert að biblíusögum og sögunni af kross- festingu Jesú Krists. Í öðru sæti á listanum er kvikmyndin Airplane með Leslie Nielsen í aðalhlutverki. Öllum að óvörum lenti kvikmynd- in Shaun of the Dead í þriðja sæti listans. Monty Python-hópurinn á tvær myndir á topp tíu listanum þar sem kvikmyndin Monty Pyt- hon and the Holy Grail lenti í sjötta sæti listans. Listinn yfir tuttugu bestu gam- anmyndir sögunnar er sem hér segir: Life of Brian besta gamanmyndin 1. Monty Python‘s Life of Brian 2. Airplane! 3. Shaun of the Dead 4. Austin Powers: International Man of Mystery 5. South Park: Bigger, Longer & Uncut 6. Monty Python and the Holy Grail 7. American Pie 8. Blazing Saddles 9. There‘s Something About Mary 10. This Is Spinal Tap 11. Annie Hall 12. The Blues Brothers 13. Groundhog Day 14. The Naked Gun: From the Files of Police Squad 15. Wayne‘s World 16. Some Like It Hot 17. Dumb and Dumber 18. Meet the Parents 19. Clerks 20. Young Frankenstein Landstjórinn og frændi hans, Biggus Dickus, ávarpa fjöldann í kvikmyndinni Life Of Brian.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.