Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 53

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 53
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR 37 Óperan Öskubuska eftir Rossini verður aðalverkefni Íslensku óperunnar á vormisserinu. Æfingar eru nú hafnar á óperunni, sem verður frumsýnd 5. febrúar og sýnd alls tíu sinnum. Öskubuska er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa víðs vegar um heiminn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Með hlutverk Öskubusku fer Sesselja Kristjánsdóttir, en hún er ein af okkar fremstu mezzó-sópran söngkonum. Hlutverk prinsins, Ramiros, syngur Garðar Thór Cortes en hann hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu og var geisladiskur hans, Cortes, söluhæsti geisladiskurinn fyrir jólin. Einar Th. Guðmundsson syngur hlutverk Alidoros, en Davíð Ólafsson, syngur hlutverk stjúpföðurins, Don Magnificos. Hlín Pétursdóttir syngur hlutverk stjúpsysturinnar Clorindu, en Hlín hefur að mestu leyti starfað í Þýskalandi síðustu ár en er nú flutt heim og syngur nú aftur í óperunni eftir nokkura ára hlé. Anna Margrét Óskarsdóttir fer síðan með hlutverk stjúpsysturinnar Tisbe og hinn ástsæli söngvari Bergþór Pálsson syngur hlutverk Dandinis sem er þjónn prinsins. Hljómsveitarstjóri er tónlist- arstjóri óperunnar Kurt Kopecky, en leikstjórinn verður Paul Suter. SÖNGVARAR OG AÐRIR AÐSTANDENDUR ÖSKUBUSKU Myndin var tekin á einni af fyrstu æfingum óperunnar Öskubusku eftir Rossini, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 5. febrúar. Æfingar hafnar á Öskubusku SKÁLDVERK - KILJUR 1 BJARGIÐ OKKURHUGLEIKUR DAGSSON 2 LITBRIGÐAMYGLAKRISTIAN GUTTESEN 3 SKUGGA BALDURSJÓN 4 ALKEMISTINNPAOLO COELHO 5 NORNAVEIÐAR - ÍSFÓLKIÐ IIMARGIT SANDEMO 6 GRAFARÞÖGNARNALDUR INDRIÐASON 7 ÁLAGAFJÖTRAR - ÍSFÓLKIÐ I MARGIT SANDEMO 8 FORÐIST OKKURHUGLEIKUR DAGSSON 9 LEVÍATAN - MORÐINGI UM BORÐBORIS AKÚNIN 10 DA VINCI LYKILLINNDAN BROWN 11 KLEIFARVATNARNALDUR INDRIÐASON 12 DAUÐARÓSIR ARNALDUR INDRIÐASON 13 TÁR GÍRAFFANSALEXANDER MCCALL SMITH 14 DAUÐINN Í FENEYJUMTHOMAS MANN 15 HÚS ÚR HÚSIKRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1 DJÖFLATERTANMARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR OG ÞÓRA SIGURÐARD. 2 HÆTTIR OG MÖRKÞÓRARINN ELDJÁRN 3 SKUGGI VINDSINSCARLOS RUIZ ZAFÓN 4 NÁUNGINN Í NÆSTU GRÖFKATARINA MAZETTI 5 BLÓMIN Í ÁNNI - SAGA FRÁ HÍRÓSÍMA EDIT MORRIS 6 VERÓNÍKA ÁKVEÐUR AÐ DEYJAPAOLO COELHO 7 ZORRO - SAGAN Á BAKVIÐ GOÐSÖGNINA ISABEL ALLENDE 8 ÓVANALEG GRIMMDPATRICIA CORNWELL 9 KERTIN BRENNA NIÐURSANDOR MARAI 10 AFTURELDINGVIKTOR ARNAR INGÓLFSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.